Innlendir framleiðendur með 41% af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjöt Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2019 21:45 Innlendir kjúklinga- og svínabændur og afurðastöðvar í landbúnaði fengu samtals í sinn hlut rúmlega 41 prósent af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjötvörur, sem úthlutað var fyrir fyrri helming ársins 2019 samkvæmt tollasamningi Íslands og ESB. Bændur og afurðastöðvar flytja inn nærri 84 prósent af öllum svínakjötskvótanum. Heimilt er að flytja inn 1.397 tonn af kjötvörum frá ríkjum ESB tollfrjálst á fyrri helmingi þessa árs. Innlendir kjötframleiðendur fengu 573,5 tonn af kvótanum eða rúmlega 41 prósent. Félag atvinnurekenda tók þetta saman og byggði á tölum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Umsvifamesti innflytjandinn er Mata en fyrirtækið er í eigum sömu aðila og Matfugl, sem er einn stærsti kjúklingaræktandi landsins og Síld og fiskur sem er stór svínaræktandi og selur afurðir undir vörumerkinu Ali. Aðrir innflytjendur úr hópi kjúklinga- og svínabænda eru Stjörnugrís og Reykjagarður sem selur afurðir undir vörumerkinu Holta. Þegar tollfrjáls kvóti er flokkaðir eftir tegundum afurða kemur í ljós að innlendir kjötframleiðendur eða afurðastöðvar í landbúnaði flytja inn 22% nautakjötkvótans, 84% af svínakjöti, 37% af alifuglakjöti, 10% af þurrkuðum og reyktum skinkum, 24% af pylsunum og 5% af tollkvóta fyrir eldaða kjötvöru. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þessi mikli innflutningur bænda og afurðastöðva í íslenskum landbúnaði á erlendu kjöti setji málflutning um ætlaða heilsufarsvá sem fylgi kjötinnflutningi í nýtt ljós. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.„Þetta segir okkur að þeir hafa engar áhyggjur af þeim hræðsluáróðri, leyfi ég mér að segja, sem hefur verið hafður í frammi, um að innflutningur á kjöti geti verið hættulegur heilsu fólks. Þetta er málflutningur sem að forysta Bændasamtakanna og talsmenn sumra afurðastöðva hafa haft í frammi en þarna sýnist mér að forystan segi eitt en félagsmennirnir geri annað. Og það er þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur af innflutningi á kjöti hvað varðar heilsu manna og dýra. Það er búið að sýna fram á það og reynsla annarra ríkja, til dæmis frá Noregi, sýnir okkur það líka,“ segir Ólafur Stephensen. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Innlendir kjúklinga- og svínabændur og afurðastöðvar í landbúnaði fengu samtals í sinn hlut rúmlega 41 prósent af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjötvörur, sem úthlutað var fyrir fyrri helming ársins 2019 samkvæmt tollasamningi Íslands og ESB. Bændur og afurðastöðvar flytja inn nærri 84 prósent af öllum svínakjötskvótanum. Heimilt er að flytja inn 1.397 tonn af kjötvörum frá ríkjum ESB tollfrjálst á fyrri helmingi þessa árs. Innlendir kjötframleiðendur fengu 573,5 tonn af kvótanum eða rúmlega 41 prósent. Félag atvinnurekenda tók þetta saman og byggði á tölum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Umsvifamesti innflytjandinn er Mata en fyrirtækið er í eigum sömu aðila og Matfugl, sem er einn stærsti kjúklingaræktandi landsins og Síld og fiskur sem er stór svínaræktandi og selur afurðir undir vörumerkinu Ali. Aðrir innflytjendur úr hópi kjúklinga- og svínabænda eru Stjörnugrís og Reykjagarður sem selur afurðir undir vörumerkinu Holta. Þegar tollfrjáls kvóti er flokkaðir eftir tegundum afurða kemur í ljós að innlendir kjötframleiðendur eða afurðastöðvar í landbúnaði flytja inn 22% nautakjötkvótans, 84% af svínakjöti, 37% af alifuglakjöti, 10% af þurrkuðum og reyktum skinkum, 24% af pylsunum og 5% af tollkvóta fyrir eldaða kjötvöru. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þessi mikli innflutningur bænda og afurðastöðva í íslenskum landbúnaði á erlendu kjöti setji málflutning um ætlaða heilsufarsvá sem fylgi kjötinnflutningi í nýtt ljós. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.„Þetta segir okkur að þeir hafa engar áhyggjur af þeim hræðsluáróðri, leyfi ég mér að segja, sem hefur verið hafður í frammi, um að innflutningur á kjöti geti verið hættulegur heilsu fólks. Þetta er málflutningur sem að forysta Bændasamtakanna og talsmenn sumra afurðastöðva hafa haft í frammi en þarna sýnist mér að forystan segi eitt en félagsmennirnir geri annað. Og það er þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur af innflutningi á kjöti hvað varðar heilsu manna og dýra. Það er búið að sýna fram á það og reynsla annarra ríkja, til dæmis frá Noregi, sýnir okkur það líka,“ segir Ólafur Stephensen.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira