Endurskipulagning Marorku gengur vel Helgi Vífill Júlíusson skrifar 16. janúar 2019 07:45 Darri Gunnarsson, framkvæmdastjóri Marorku Endurskipulagning rekstrar Marorku, sem selur orkustjórnunarkerfi og hugbúnað í stór skip, hefur gengið vel og framlegð var jákvæð á árinu 2018 þrátt fyrir að rekstrarkostnaður fyrstu fimm mánuði ársins hafi verið í hlutfalli við fyrri umsvif. Það er mat stjórnenda þegar litið er til þeirra þátta sem áunnust á árinu 2018 að framtíðarhorfur félagsins séu jákvæðar. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2017. Upplýst var í mars á liðnu ári að lykilstarfsmenn Marorku hefðu fest kaup á íslenskri starfsemi fyrirtækisins og dótturfélagi í Singapúr til að tryggja rekstrarhæfi þess. Seljandinn var þrotabú móðurfélags Marorku. Fyrirtækið var danskt og bar nafnið Marorka International A/S. Það var aftur í eigu þýska fjárfestingarsjóðsins Mayfair. Við kaupin áttu nýir eigendur eftir að semja við starfsmenn, kröfuhafa og fjárfesta um næstu skref. Við gjaldþrot móðurfélagsins lokaði Mayfair á frekari fjármögnun til Marorku á Íslandi. Fram að því hafði sjóðurinn fjármagnað rekstur fyrirtækisins með lánum og hlutafjárframlögum. Marorka tapaði 2,1 milljón evra, jafnvirði 292 milljóna króna, árið 2017 samanborið við 2,6 milljóna evra tap árið áður. Endurskoðendur félagsins benda á að skammtímaskuldir séu hærri en veltufjármunir sem nemur 4,3 milljónum evra. Tekjurnar jukust úr 2,5 milljónum evra í 3,4 milljónir. Við kaup lykilstjórnendanna voru skuldir Marorku við móðurfélagið Marorka International A/S og systurfélagið Marorka A/S afskrifaðar. „Starfsfólki var fækkað og samið var við fráfarandi starfsmenn um starfslok. Rekstur félagsins var endurskipulagður, samið var við lánardrottna um eftirgjöf hluta krafna og greiðslufresti eftirstöðva. Samið var við leigusala um fyrirvaralausa uppsögn leigusamnings samhliða gerð nýs samnings um hagstæðari húsnæðiskost,“ segir í ársreikningi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Sjá meira
Endurskipulagning rekstrar Marorku, sem selur orkustjórnunarkerfi og hugbúnað í stór skip, hefur gengið vel og framlegð var jákvæð á árinu 2018 þrátt fyrir að rekstrarkostnaður fyrstu fimm mánuði ársins hafi verið í hlutfalli við fyrri umsvif. Það er mat stjórnenda þegar litið er til þeirra þátta sem áunnust á árinu 2018 að framtíðarhorfur félagsins séu jákvæðar. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2017. Upplýst var í mars á liðnu ári að lykilstarfsmenn Marorku hefðu fest kaup á íslenskri starfsemi fyrirtækisins og dótturfélagi í Singapúr til að tryggja rekstrarhæfi þess. Seljandinn var þrotabú móðurfélags Marorku. Fyrirtækið var danskt og bar nafnið Marorka International A/S. Það var aftur í eigu þýska fjárfestingarsjóðsins Mayfair. Við kaupin áttu nýir eigendur eftir að semja við starfsmenn, kröfuhafa og fjárfesta um næstu skref. Við gjaldþrot móðurfélagsins lokaði Mayfair á frekari fjármögnun til Marorku á Íslandi. Fram að því hafði sjóðurinn fjármagnað rekstur fyrirtækisins með lánum og hlutafjárframlögum. Marorka tapaði 2,1 milljón evra, jafnvirði 292 milljóna króna, árið 2017 samanborið við 2,6 milljóna evra tap árið áður. Endurskoðendur félagsins benda á að skammtímaskuldir séu hærri en veltufjármunir sem nemur 4,3 milljónum evra. Tekjurnar jukust úr 2,5 milljónum evra í 3,4 milljónir. Við kaup lykilstjórnendanna voru skuldir Marorku við móðurfélagið Marorka International A/S og systurfélagið Marorka A/S afskrifaðar. „Starfsfólki var fækkað og samið var við fráfarandi starfsmenn um starfslok. Rekstur félagsins var endurskipulagður, samið var við lánardrottna um eftirgjöf hluta krafna og greiðslufresti eftirstöðva. Samið var við leigusala um fyrirvaralausa uppsögn leigusamnings samhliða gerð nýs samnings um hagstæðari húsnæðiskost,“ segir í ársreikningi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Sjá meira