0,05 prósenta hlut vantaði upp á Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 16. janúar 2019 06:15 Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir. VÍSIR/VILHELM Aðeins vantaði 0,05 prósenta hlut upp á til þess að krafa félaga í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra Torgs, og fleiri hluthafa Haga um að margfeldiskosningu yrði beitt við stjórnarkjör smásölurisans næði fram að ganga. Þetta herma heimildir Markaðarins. Hluthafar sem ráða yfir minnst 10 prósentum hlutafjár geta kallað eftir margfeldiskosningu en fram kom í tilkynningu frá stjórn Haga síðdegis í gær að tilskildum hluta hefði ekki verið náð. Verður meirihlutakosningu því beitt við stjórnarkjörið. Samtals tólf hluthafar, sem eiga samtals liðlega 10,5 prósenta hlut í smásölufélaginu en þar af eiga félög tengd Ingibjörgu Stefaníu 4,3 prósenta hlut, kröfðust þess að margfeldiskosningu yrði beitt við stjórnarkjörið á hluthafafundi félagsins sem verður haldinn á föstudag. Samkvæmt heimildum Markaðarins taldi stjórn Haga hins vegar að umboð eins aðila til þess að fara með atkvæðarétt á fundinum, vegna framvirks samnings, hefði verið ófullnægjandi. Að sögn viðmælenda Markaðarins gætir nokkurrar óánægju á meðal sumra hluthafa með þá niðurstöðu stjórnarinnar. Margfeldiskosning virkar á þann veg að gildi hvers atkvæðis er margfaldað með fjölda þeirra stjórnarmanna sem kjósa skal, sem eru fimm í tilfelli Haga, og má hluthafi skipta atkvæðamagni sínu, þannig reiknuðu, í hverjum þeim hlutföllum sem hann sjálfur kýs á jafn marga menn og kjósa skal eða færri. Átta manns hafa gefið kost á sér í stjórn Haga, þar á meðal Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og eiginmaður Ingibjargar Stefaníu, en einn frambjóðandi, Sandra Hlíf Ocares, lögfræðingur og sjálfstætt starfandi ráðgjafi, bættist í hópinn um liðna helgi. Torg ehf., útgefandi Fréttablaðsins, er að stærstum hluta í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Aðeins vantaði 0,05 prósenta hlut upp á til þess að krafa félaga í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra Torgs, og fleiri hluthafa Haga um að margfeldiskosningu yrði beitt við stjórnarkjör smásölurisans næði fram að ganga. Þetta herma heimildir Markaðarins. Hluthafar sem ráða yfir minnst 10 prósentum hlutafjár geta kallað eftir margfeldiskosningu en fram kom í tilkynningu frá stjórn Haga síðdegis í gær að tilskildum hluta hefði ekki verið náð. Verður meirihlutakosningu því beitt við stjórnarkjörið. Samtals tólf hluthafar, sem eiga samtals liðlega 10,5 prósenta hlut í smásölufélaginu en þar af eiga félög tengd Ingibjörgu Stefaníu 4,3 prósenta hlut, kröfðust þess að margfeldiskosningu yrði beitt við stjórnarkjörið á hluthafafundi félagsins sem verður haldinn á föstudag. Samkvæmt heimildum Markaðarins taldi stjórn Haga hins vegar að umboð eins aðila til þess að fara með atkvæðarétt á fundinum, vegna framvirks samnings, hefði verið ófullnægjandi. Að sögn viðmælenda Markaðarins gætir nokkurrar óánægju á meðal sumra hluthafa með þá niðurstöðu stjórnarinnar. Margfeldiskosning virkar á þann veg að gildi hvers atkvæðis er margfaldað með fjölda þeirra stjórnarmanna sem kjósa skal, sem eru fimm í tilfelli Haga, og má hluthafi skipta atkvæðamagni sínu, þannig reiknuðu, í hverjum þeim hlutföllum sem hann sjálfur kýs á jafn marga menn og kjósa skal eða færri. Átta manns hafa gefið kost á sér í stjórn Haga, þar á meðal Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og eiginmaður Ingibjargar Stefaníu, en einn frambjóðandi, Sandra Hlíf Ocares, lögfræðingur og sjálfstætt starfandi ráðgjafi, bættist í hópinn um liðna helgi. Torg ehf., útgefandi Fréttablaðsins, er að stærstum hluta í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira