Basko tapaði rúmum milljarði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. janúar 2019 08:15 Basko rekur sex 10-11 verslanir. Fréttablaðið/Vilhelm Eignarhaldsfélagið Basko, sem hefur rekið verslanir undir merkjum 10-11 og Iceland, tapaði ríflega 1.030 milljónum króna á síðasta rekstrarári sem lauk í febrúar í fyrra. Þar af gjaldfærði félagið kostnað upp á tæpar 890 milljónir króna vegna endurskipulagningar. Til samanburðar hagnaðist félagið um liðlega 53 milljónir króna á fyrra rekstrarári. Þetta má lesa út úr nýjum ársreikningi Basko sem er í 80 prósenta eigu framtakssjóðsins Horns III í stýringu Landsbréfa. Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Basko, á um 18 prósenta hlut í félaginu. Í ársreikningnum kemur fram að endurskipulagningin hafi falið í sér að nokkrum verslunum hafi verið lokað, öðrum breytt úr 10-11 í Iceland, auk þess sem öllum stöðum Dunkin’ Donuts á landinu hafi verið lokað. Samhliða sölu eigna hafi jafnframt verið ákveðið að flytja höfuðstöðvar Basko, loka vöruhúsi og breyta skipulagi starfseminnar með það að markmiði að einfalda reksturinn. Sem kunnugt er seldi Basko tólf verslanir, þar af rekstur allra sjö verslana Iceland á landinu og fimm verslana 10-11 miðsvæðis í Reykjavík, til Samkaupa síðasta sumar. Basko, sem rekur áfram sex 10-11 verslanir og þrettán verslanir undir merkjum Kvikk, auk verslunar Inspired by Iceland og veitingastaðarins Bad Boys Burgers & Grill, seldi vörur fyrir 9.776 milljónir króna frá mars 2017 til febrúar 2018. Dróst salan saman um 2,6 prósent frá fyrra rekstrarári. Var framlegð félagsins 3.148 milljónir króna á rekstrarárinu 2017 til 2018 en EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var neikvæð um tæpar 149 milljónir króna. Eignir Basko námu 2.891 milljón króna í lok febrúar í fyrra og var eiginfjárhlutfallið á sama tíma um 17 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Basko, sem hefur rekið verslanir undir merkjum 10-11 og Iceland, tapaði ríflega 1.030 milljónum króna á síðasta rekstrarári sem lauk í febrúar í fyrra. Þar af gjaldfærði félagið kostnað upp á tæpar 890 milljónir króna vegna endurskipulagningar. Til samanburðar hagnaðist félagið um liðlega 53 milljónir króna á fyrra rekstrarári. Þetta má lesa út úr nýjum ársreikningi Basko sem er í 80 prósenta eigu framtakssjóðsins Horns III í stýringu Landsbréfa. Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Basko, á um 18 prósenta hlut í félaginu. Í ársreikningnum kemur fram að endurskipulagningin hafi falið í sér að nokkrum verslunum hafi verið lokað, öðrum breytt úr 10-11 í Iceland, auk þess sem öllum stöðum Dunkin’ Donuts á landinu hafi verið lokað. Samhliða sölu eigna hafi jafnframt verið ákveðið að flytja höfuðstöðvar Basko, loka vöruhúsi og breyta skipulagi starfseminnar með það að markmiði að einfalda reksturinn. Sem kunnugt er seldi Basko tólf verslanir, þar af rekstur allra sjö verslana Iceland á landinu og fimm verslana 10-11 miðsvæðis í Reykjavík, til Samkaupa síðasta sumar. Basko, sem rekur áfram sex 10-11 verslanir og þrettán verslanir undir merkjum Kvikk, auk verslunar Inspired by Iceland og veitingastaðarins Bad Boys Burgers & Grill, seldi vörur fyrir 9.776 milljónir króna frá mars 2017 til febrúar 2018. Dróst salan saman um 2,6 prósent frá fyrra rekstrarári. Var framlegð félagsins 3.148 milljónir króna á rekstrarárinu 2017 til 2018 en EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var neikvæð um tæpar 149 milljónir króna. Eignir Basko námu 2.891 milljón króna í lok febrúar í fyrra og var eiginfjárhlutfallið á sama tíma um 17 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Sjá meira