Basko tapaði rúmum milljarði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. janúar 2019 08:15 Basko rekur sex 10-11 verslanir. Fréttablaðið/Vilhelm Eignarhaldsfélagið Basko, sem hefur rekið verslanir undir merkjum 10-11 og Iceland, tapaði ríflega 1.030 milljónum króna á síðasta rekstrarári sem lauk í febrúar í fyrra. Þar af gjaldfærði félagið kostnað upp á tæpar 890 milljónir króna vegna endurskipulagningar. Til samanburðar hagnaðist félagið um liðlega 53 milljónir króna á fyrra rekstrarári. Þetta má lesa út úr nýjum ársreikningi Basko sem er í 80 prósenta eigu framtakssjóðsins Horns III í stýringu Landsbréfa. Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Basko, á um 18 prósenta hlut í félaginu. Í ársreikningnum kemur fram að endurskipulagningin hafi falið í sér að nokkrum verslunum hafi verið lokað, öðrum breytt úr 10-11 í Iceland, auk þess sem öllum stöðum Dunkin’ Donuts á landinu hafi verið lokað. Samhliða sölu eigna hafi jafnframt verið ákveðið að flytja höfuðstöðvar Basko, loka vöruhúsi og breyta skipulagi starfseminnar með það að markmiði að einfalda reksturinn. Sem kunnugt er seldi Basko tólf verslanir, þar af rekstur allra sjö verslana Iceland á landinu og fimm verslana 10-11 miðsvæðis í Reykjavík, til Samkaupa síðasta sumar. Basko, sem rekur áfram sex 10-11 verslanir og þrettán verslanir undir merkjum Kvikk, auk verslunar Inspired by Iceland og veitingastaðarins Bad Boys Burgers & Grill, seldi vörur fyrir 9.776 milljónir króna frá mars 2017 til febrúar 2018. Dróst salan saman um 2,6 prósent frá fyrra rekstrarári. Var framlegð félagsins 3.148 milljónir króna á rekstrarárinu 2017 til 2018 en EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var neikvæð um tæpar 149 milljónir króna. Eignir Basko námu 2.891 milljón króna í lok febrúar í fyrra og var eiginfjárhlutfallið á sama tíma um 17 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Basko, sem hefur rekið verslanir undir merkjum 10-11 og Iceland, tapaði ríflega 1.030 milljónum króna á síðasta rekstrarári sem lauk í febrúar í fyrra. Þar af gjaldfærði félagið kostnað upp á tæpar 890 milljónir króna vegna endurskipulagningar. Til samanburðar hagnaðist félagið um liðlega 53 milljónir króna á fyrra rekstrarári. Þetta má lesa út úr nýjum ársreikningi Basko sem er í 80 prósenta eigu framtakssjóðsins Horns III í stýringu Landsbréfa. Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Basko, á um 18 prósenta hlut í félaginu. Í ársreikningnum kemur fram að endurskipulagningin hafi falið í sér að nokkrum verslunum hafi verið lokað, öðrum breytt úr 10-11 í Iceland, auk þess sem öllum stöðum Dunkin’ Donuts á landinu hafi verið lokað. Samhliða sölu eigna hafi jafnframt verið ákveðið að flytja höfuðstöðvar Basko, loka vöruhúsi og breyta skipulagi starfseminnar með það að markmiði að einfalda reksturinn. Sem kunnugt er seldi Basko tólf verslanir, þar af rekstur allra sjö verslana Iceland á landinu og fimm verslana 10-11 miðsvæðis í Reykjavík, til Samkaupa síðasta sumar. Basko, sem rekur áfram sex 10-11 verslanir og þrettán verslanir undir merkjum Kvikk, auk verslunar Inspired by Iceland og veitingastaðarins Bad Boys Burgers & Grill, seldi vörur fyrir 9.776 milljónir króna frá mars 2017 til febrúar 2018. Dróst salan saman um 2,6 prósent frá fyrra rekstrarári. Var framlegð félagsins 3.148 milljónir króna á rekstrarárinu 2017 til 2018 en EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var neikvæð um tæpar 149 milljónir króna. Eignir Basko námu 2.891 milljón króna í lok febrúar í fyrra og var eiginfjárhlutfallið á sama tíma um 17 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira