Brasilíumenn á leið í milliriðla eftir sigur á Rússlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2019 16:12 Brasilíumenn fagna sigrinum í dag. Getty/Martin Rose Brasilía stendur vel að vígi í baráttunni um sæti í milliriðli eftir sigur á Rússlandi í A-riðli á HM í handbolta í dag, 25-23. Eftir sigurinn eru Brasilía og Rússland nú jöfn að stigum í 3.-4. sæti en efstu þrjú liðin komast áfram í milliriðla. Sem stendur eru Frakkland og Þýskaland í efstu tveimur sætum riðilsins en þessi lið mætast í kvöld. Úrslit dagsins þýða að ef Brasilíu tekst að leggja Suður-Kóreu að velli á morgun mun liðið fara áfram í milliriðla. Þess má geta að liðin úr A- og B-riðli sameinast í milliriðli í Köln en Ísland leikur í B-riðli. Brasilíumenn töpuðu með aðeins tveggja marka mun fyrir Frakklandi í fyrsta leik sínum á mótinu en steinlágu svo fyrir Þýskalandi, 34-21, í næsta leik. En þeir voru fljótir að jafna sig á því og lögðu Serba að velli í gær, 24-22. Brasilía er því komið með fjögur stig eftir sigurinn á Rússlandi í dag. Rússar eru einnig með fjögur stig í riðlinum en eiga erfiðan leik gegn Frökkum í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun. Verði Brasilía og Rússland jöfn að stigum eftir riðlakeppnina verður Brasilía ofar í stigatöflunni með betri árangur í innbyrðisviðureign liðanna. Brasilíumenn leiddu allan leikinn og voru með fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Rússar gerðu sig líklega til að jafna metin undir lok leiksins en Brasilía stóð af sér áhlaupið og fagnaði sigrinum vel og innilega í leikslok. Haniel Langaro skoraði sex mörk fyrir Brasilíu og var markahæstur. Hjá Rússum voru Timur Dibirov og Dmitri Zhitnikov markahæstir með sex mörk hvor. Dibirov fékk rautt spjald undir lok leiks fyrir að hrinda Cesar Almeida, markverði Brasilíu. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Brasilía stendur vel að vígi í baráttunni um sæti í milliriðli eftir sigur á Rússlandi í A-riðli á HM í handbolta í dag, 25-23. Eftir sigurinn eru Brasilía og Rússland nú jöfn að stigum í 3.-4. sæti en efstu þrjú liðin komast áfram í milliriðla. Sem stendur eru Frakkland og Þýskaland í efstu tveimur sætum riðilsins en þessi lið mætast í kvöld. Úrslit dagsins þýða að ef Brasilíu tekst að leggja Suður-Kóreu að velli á morgun mun liðið fara áfram í milliriðla. Þess má geta að liðin úr A- og B-riðli sameinast í milliriðli í Köln en Ísland leikur í B-riðli. Brasilíumenn töpuðu með aðeins tveggja marka mun fyrir Frakklandi í fyrsta leik sínum á mótinu en steinlágu svo fyrir Þýskalandi, 34-21, í næsta leik. En þeir voru fljótir að jafna sig á því og lögðu Serba að velli í gær, 24-22. Brasilía er því komið með fjögur stig eftir sigurinn á Rússlandi í dag. Rússar eru einnig með fjögur stig í riðlinum en eiga erfiðan leik gegn Frökkum í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun. Verði Brasilía og Rússland jöfn að stigum eftir riðlakeppnina verður Brasilía ofar í stigatöflunni með betri árangur í innbyrðisviðureign liðanna. Brasilíumenn leiddu allan leikinn og voru með fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Rússar gerðu sig líklega til að jafna metin undir lok leiksins en Brasilía stóð af sér áhlaupið og fagnaði sigrinum vel og innilega í leikslok. Haniel Langaro skoraði sex mörk fyrir Brasilíu og var markahæstur. Hjá Rússum voru Timur Dibirov og Dmitri Zhitnikov markahæstir með sex mörk hvor. Dibirov fékk rautt spjald undir lok leiks fyrir að hrinda Cesar Almeida, markverði Brasilíu.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira