TFII nýr hluthafi í Genís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2019 11:44 Róbert Guðfinnsson er stofnandi Genís en hann hefur látið til sín taka í uppgangi á Siglufirði undanfarin ár. FBL/Arnþór Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði sem athafnamaðurinn Róbert Guðfinnssonar stofnaði hefur lokið fyrsta áfanga af fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins. Mun TFII, fagfjárfestasjóður í rekstri Íslenskra verðbréfa, koma inn í félagið sem nýr hluthafi að því er segir í tilkynningu frá GAMMA sem sá um fjármögnunina. Ekki kemur fram í tilkynningunni hve miklum peningum var safnað í áfanganum. Genís hf. er líftæknifyrirtæki á Siglufirði sem hefur að undanförnu lagt áherslu á að markaðssetja fæðubótarefnið Benecta hér á landi og erlendis. Hið nýja fjármagn verður meðal annars nýtt til að ráðast í næstu skref í þróun félagsins að því er segir í tilkynningunni. „Unnið er að framleiðslu á lyfjabæti sem er í klínískum prófunum. Þá hefur félagið lokið dýratilraunum með ígræðsluefni fyrir bein. Einnig er félagið með í undirbúningi þróun á líftæknilyfi byggðu á þekkingargrunni félagsins.“ „Við hjá Genís fögnum því að hafa fengið nýjan og öflugan hluthafa til liðs við okkur. Við horfum jákvæðum augum til framtíðar og stefnum nú ótrauð á frekari sókn inn á erlenda markaði,“ segir Róbert Guðfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður Genís. Benecta er ætlað að hjálpa hinum eldri og segir í stefnu Benecta að fyrirtækið hafi staðfasta trú að lífsgæði þurfi ekki að ráðast af „aldri“ fólks. „Okkur finnst kominn tími til að endurskoða viðteknar hugmyndir um aldur. Losum okkur við öll úreltu og aðþrengjandi viðhorfin um hvernig „eldra fólk“ eigi að haga sér. Við ætlum ekki að hörfa hljóðlega inn í ellina og við ætlumst ekki heldur til þess að viðskiptavinir okkar geri það.“ Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, lýsir sér sem efasemdamanni með menntun á sviði vísindanna. Í heimildarmynd, sem kostuð var af Benecta og N4 vann og sjá má hér að neðan, fullyrðir Gunnar að síðan hann byrjaði að taka Benecta þurfi hann ekki að vakna og fara á klósettið á nóttunni. Honum líði betur og horfi til framtíðar. Vísir hefur sent GAMMA og Genís fyrirspurn um hve miklum peningum var safnað í þessum fyrsta áfanga. Fjallabyggð Heilsa Vísindi Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði sem athafnamaðurinn Róbert Guðfinnssonar stofnaði hefur lokið fyrsta áfanga af fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins. Mun TFII, fagfjárfestasjóður í rekstri Íslenskra verðbréfa, koma inn í félagið sem nýr hluthafi að því er segir í tilkynningu frá GAMMA sem sá um fjármögnunina. Ekki kemur fram í tilkynningunni hve miklum peningum var safnað í áfanganum. Genís hf. er líftæknifyrirtæki á Siglufirði sem hefur að undanförnu lagt áherslu á að markaðssetja fæðubótarefnið Benecta hér á landi og erlendis. Hið nýja fjármagn verður meðal annars nýtt til að ráðast í næstu skref í þróun félagsins að því er segir í tilkynningunni. „Unnið er að framleiðslu á lyfjabæti sem er í klínískum prófunum. Þá hefur félagið lokið dýratilraunum með ígræðsluefni fyrir bein. Einnig er félagið með í undirbúningi þróun á líftæknilyfi byggðu á þekkingargrunni félagsins.“ „Við hjá Genís fögnum því að hafa fengið nýjan og öflugan hluthafa til liðs við okkur. Við horfum jákvæðum augum til framtíðar og stefnum nú ótrauð á frekari sókn inn á erlenda markaði,“ segir Róbert Guðfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður Genís. Benecta er ætlað að hjálpa hinum eldri og segir í stefnu Benecta að fyrirtækið hafi staðfasta trú að lífsgæði þurfi ekki að ráðast af „aldri“ fólks. „Okkur finnst kominn tími til að endurskoða viðteknar hugmyndir um aldur. Losum okkur við öll úreltu og aðþrengjandi viðhorfin um hvernig „eldra fólk“ eigi að haga sér. Við ætlum ekki að hörfa hljóðlega inn í ellina og við ætlumst ekki heldur til þess að viðskiptavinir okkar geri það.“ Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, lýsir sér sem efasemdamanni með menntun á sviði vísindanna. Í heimildarmynd, sem kostuð var af Benecta og N4 vann og sjá má hér að neðan, fullyrðir Gunnar að síðan hann byrjaði að taka Benecta þurfi hann ekki að vakna og fara á klósettið á nóttunni. Honum líði betur og horfi til framtíðar. Vísir hefur sent GAMMA og Genís fyrirspurn um hve miklum peningum var safnað í þessum fyrsta áfanga.
Fjallabyggð Heilsa Vísindi Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira