Kom Geir á óvart að Akureyri hafi hringt í hann Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2019 06:00 Geir Sveinsson er mættur í Olís-deild karla. vísir/skjáskot Geir Sveinsson, nýráðinn þjálfari Akureyrar í Olís-deild karla, segir að það hafi komið sér á óvart er Akureyri hringdi í hann nokkrum dögum fyrir jól. Geir tekur við Akureyri af Sverre Jakobsen sem hætti með liðið milli jóla og nýárs og við tekur fyrrum landsliðsþjálfarinn Geir. „Skömmu fyrir jól fékk ég símtal héðan þar sem ég var spurður hvort ég væri tilbúinn að koma fljótlega og taka við liðinu,“ sagði Geir í samtali við Tryggva Pál Tryggvason. „Þetta kom mér á óvart svo ég sé hreinskilinn hvað það varðar. Ég sagði við menn að ég myndi hugsa þetta um jólin og ég ákvað að stökkva á þetta.“ „Mér fannst þetta spennandi verkefni. Þetta er áskorun en jafnframt spennandi og hingað er ég kominn,“ en hvað þarf að laga? „Það er búið að gera mjög fína hluti og margt gott. Það er búið að ná í góð stig. Átta dýrmæt stig og maður hefur séð mjög góða leiki hjá liðinu.“ Akureyri er með átta stig en liðið vann frækna sigra fyrir áramót en datt þess á milli dálítið niður. Geir segir að það vanti jafnvægi í liðið. „Liðið náði að vinna Selfoss og FH og náði sér þar í dýrmæt stig. Það er auðvitað það sem við ætlum að gera en það þarf helst að ná meira jafnvægi.“ „Þetta eru flottir, duglegir strákar. Þeir eru viljugir og þetta gengur út á það að menn séu tilbúnir að gefa sig allt í verkefnið. Mér sýnist það á leikjunum sem ég er búinn að skoða að menn geri það.“ „Svo reynum við að fínpússa það hvernig við getum gert það enn betur. Þetta er sameiginlegt markmið að ná sem flestum stigum,“ en um framhaldið hafði Geir þetta að segja: „Þetta eru fjórar vikur í næsta leik. Við þurfum að nýta tímann vel. Við förum til Noregs í nokkra daga sem er mjög kærkomið. Þar getum við þjappað okkur saman og fáum æfingaleiki. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því,“ sagði Geir. Innslagið í heild má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Geir Sveinsson, nýráðinn þjálfari Akureyrar í Olís-deild karla, segir að það hafi komið sér á óvart er Akureyri hringdi í hann nokkrum dögum fyrir jól. Geir tekur við Akureyri af Sverre Jakobsen sem hætti með liðið milli jóla og nýárs og við tekur fyrrum landsliðsþjálfarinn Geir. „Skömmu fyrir jól fékk ég símtal héðan þar sem ég var spurður hvort ég væri tilbúinn að koma fljótlega og taka við liðinu,“ sagði Geir í samtali við Tryggva Pál Tryggvason. „Þetta kom mér á óvart svo ég sé hreinskilinn hvað það varðar. Ég sagði við menn að ég myndi hugsa þetta um jólin og ég ákvað að stökkva á þetta.“ „Mér fannst þetta spennandi verkefni. Þetta er áskorun en jafnframt spennandi og hingað er ég kominn,“ en hvað þarf að laga? „Það er búið að gera mjög fína hluti og margt gott. Það er búið að ná í góð stig. Átta dýrmæt stig og maður hefur séð mjög góða leiki hjá liðinu.“ Akureyri er með átta stig en liðið vann frækna sigra fyrir áramót en datt þess á milli dálítið niður. Geir segir að það vanti jafnvægi í liðið. „Liðið náði að vinna Selfoss og FH og náði sér þar í dýrmæt stig. Það er auðvitað það sem við ætlum að gera en það þarf helst að ná meira jafnvægi.“ „Þetta eru flottir, duglegir strákar. Þeir eru viljugir og þetta gengur út á það að menn séu tilbúnir að gefa sig allt í verkefnið. Mér sýnist það á leikjunum sem ég er búinn að skoða að menn geri það.“ „Svo reynum við að fínpússa það hvernig við getum gert það enn betur. Þetta er sameiginlegt markmið að ná sem flestum stigum,“ en um framhaldið hafði Geir þetta að segja: „Þetta eru fjórar vikur í næsta leik. Við þurfum að nýta tímann vel. Við förum til Noregs í nokkra daga sem er mjög kærkomið. Þar getum við þjappað okkur saman og fáum æfingaleiki. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því,“ sagði Geir. Innslagið í heild má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira