Segir nefndina fullyrða að hann hafi ekki sótt um listamannalaun Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 23:31 Einar Kárason rithöfundur hefur ekki farið í felur með ósætti sitt vegna úthlutunar listamannalauna í ár. Fréttablaðið/anton brink Rithöfundurinn Einar Kárason segir að úthlutunarnefnd listamannalauna hafi ekki borist umsókn sín um listamannalaun fyrir árið 2019, þrátt fyrir að hann hafi sent inn umsókn þess efnis. Hann furðar sig á málinu og segir nefndarmenn greinilega „litla aðdáendur síns fólks“. Töluvert hefur verið fjallað um óánægju Einars með að hafa ekki fengið úthlutað listamannalaunum fyrir árið eftir að tilkynnt var um valið á föstudag. Hann sagði í samtali við Vísi fyrir helgi að hann myndi snúa sér að öðru en skrifum á meðan listamannalaunanna nyti ekki lengur við.Sjá einnig: Þessi fá listamannalaun árið 2019 Einar lýsir frekari framvindu málsins í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Hann segist hafa fengið póst frá formanni stjórnar listamannalauna í dag þar sem honum hafi verið greint frá því að úthlutunarnefnd hafi ekki fengið umsókn hans. „Ég á að vísu dálítið erfitt með að úrskurða um slíkt þar sem ég fyllti út umsókn þann 24/9 síðastliðinn og fór eftir því sem fyrir var lagt,“ skrifar Einar og bætir við að hann hafi hvorki haft miklar væntingar til sjóðsins né verið bjartsýnn fyrir hönd dætra sinna, sem einnig sóttu um úthlutun. „Átti reyndar ekki von á miklu þar sem ég var skorinn niður til hálfs árið áður þegar ég sagðist ætla að skrifa bók um hrakninga á sjó - sem breytti öllum mínum plönum þótt ég hefði náð að klára Stormfuglana. Og nefndarmenn eru svosem greinilega litlir aðdáendur míns fólks, enda fengu dætur mínar, með samtals þrjár bækur í fyrra og sem fengu mikið lof, ekki einseyring heldur.“„Þetta er skrýtið“ Í samtali við Vísi í kvöld furðar Einar sig á beiðni formannsins, sem komið hafi fram í póstinum, um að hann hefði átt að „leiðrétta fjölmiðlaumfjöllun um málið“ þar sem engin umsókn hefði borist nefndinni. Það kveðst Einar ekki hefðu getað gert þar sem hann hefði staðið í þeirri trú að umsókn hans hefði skilað sér. Þá sé málinu lokið af hans hálfu. „Ég bjó til umsókn og svo fékk ég ekki neitt til baka. Þau segja að þau hafi ekki fengið hana. Málið er dautt,“ segir Einar og bætir við: „Þetta er skrýtið.“ Ekki náðist í Bryndísi Loftsdóttur, formann stjórnar listamannalauna, við vinnslu þessarar fréttar. Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53 Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Rithöfundurinn Einar Kárason segir að úthlutunarnefnd listamannalauna hafi ekki borist umsókn sín um listamannalaun fyrir árið 2019, þrátt fyrir að hann hafi sent inn umsókn þess efnis. Hann furðar sig á málinu og segir nefndarmenn greinilega „litla aðdáendur síns fólks“. Töluvert hefur verið fjallað um óánægju Einars með að hafa ekki fengið úthlutað listamannalaunum fyrir árið eftir að tilkynnt var um valið á föstudag. Hann sagði í samtali við Vísi fyrir helgi að hann myndi snúa sér að öðru en skrifum á meðan listamannalaunanna nyti ekki lengur við.Sjá einnig: Þessi fá listamannalaun árið 2019 Einar lýsir frekari framvindu málsins í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Hann segist hafa fengið póst frá formanni stjórnar listamannalauna í dag þar sem honum hafi verið greint frá því að úthlutunarnefnd hafi ekki fengið umsókn hans. „Ég á að vísu dálítið erfitt með að úrskurða um slíkt þar sem ég fyllti út umsókn þann 24/9 síðastliðinn og fór eftir því sem fyrir var lagt,“ skrifar Einar og bætir við að hann hafi hvorki haft miklar væntingar til sjóðsins né verið bjartsýnn fyrir hönd dætra sinna, sem einnig sóttu um úthlutun. „Átti reyndar ekki von á miklu þar sem ég var skorinn niður til hálfs árið áður þegar ég sagðist ætla að skrifa bók um hrakninga á sjó - sem breytti öllum mínum plönum þótt ég hefði náð að klára Stormfuglana. Og nefndarmenn eru svosem greinilega litlir aðdáendur míns fólks, enda fengu dætur mínar, með samtals þrjár bækur í fyrra og sem fengu mikið lof, ekki einseyring heldur.“„Þetta er skrýtið“ Í samtali við Vísi í kvöld furðar Einar sig á beiðni formannsins, sem komið hafi fram í póstinum, um að hann hefði átt að „leiðrétta fjölmiðlaumfjöllun um málið“ þar sem engin umsókn hefði borist nefndinni. Það kveðst Einar ekki hefðu getað gert þar sem hann hefði staðið í þeirri trú að umsókn hans hefði skilað sér. Þá sé málinu lokið af hans hálfu. „Ég bjó til umsókn og svo fékk ég ekki neitt til baka. Þau segja að þau hafi ekki fengið hana. Málið er dautt,“ segir Einar og bætir við: „Þetta er skrýtið.“ Ekki náðist í Bryndísi Loftsdóttur, formann stjórnar listamannalauna, við vinnslu þessarar fréttar.
Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53 Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53
Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30