Lífið

Robbie Williams angrar Jimmy Page með tónlist Pink Floyd

Andri Eysteinsson skrifar
Williams og Page eru nágrannar í Kensington og Chelsea hverfi Lundúna.
Williams og Page eru nágrannar í Kensington og Chelsea hverfi Lundúna. EPA/ Peter Powell/ Christopher Jue
Breski söngvarinn Robbie Williams gerir nágranna sínum í London lífið leitt samkvæmt kvörtun sem barst hverfisstjórn Kensington og Chelsea hverfis borgarinnar. Nágranninn er enginn venjulegur granni en sá er gítarleikari Led ZeppelinJimmy Page.

BBC greinir frá erjum nágrannanna sem má rekja til þess að Page lagðist gegn því að Williams fengi að koma fyrir sundlaug í kjallara heimilis síns. Page taldi að framkvæmdirnar myndu valda skaða á húsi hans sem byggt var árið 1875. Williams fékk á síðasta ári leyfi fyrir framkvæmdunum.

Samkvæmt kvörtuninni mun Williams stunda þá iðju að spila tónlist Black SabbathPink Floyd og Deep Purple í hæsta styrk. Williams er sagður gera þetta vegna þess að hann veit að þetta pirrar gítarleikarann Page.

Robbie Williams er einnig sagður setja á sig hárkollu og klæða sig upp með það að markmiðið að líkjast félaga Page úr Led ZeppelinRobert Plant.

Deilur nágrannanna hafa staðið yfir í ein fimm ár. Williams fékk eins og áður sagði leyfi til framkvæmdanna í lok síðasta árs.  Þó hafa framkvæmdirnar ekki hafist.

Samkvæmt Telegraph var Williams, sem býr í húsinu ásamt eiginkonu sinni Ayda Field og börnum þeirra þremur, sektaður um 5000 pund árið 2017 vegna hávaða vegna kvörtunar Page. Sama ár baðst Williams afsökunar á því að líkja hegðun gítarleikarans við geðsjúkdóma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.