Byltingarkennd meðferð við augnþurrki sem stafar af vanvirkum fitukirtlum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. janúar 2019 21:00 Allt að þriðjungur fólks yfir fimmtugu þjáist af augnþurrki en meðal þess sem veldur þurrkinum er augnháramítill. Ný byltingarkennd aðferð við augnþurrki hefur verið tekin í notkun hér á landi en allir þeir sem hafa farið í meðferðina hingað til hafa náð einhverjum bata. Ein algengasta ástæðan fyrir heimsóknum fólks til augnlækna er augnþurrkur. Talið er að um fimm til þrjátíu prósent fimmtíu ára og eldri þjáist af sjúkdómnum en erfiðlega hefur gengið að ná fullum bata með þeim meðferðum sem hafa verið notaðar hér á landi hingað til.Svona lítur augnháramítill út eftir að hann hefur verið margfalt stækkaður. Hann finnst hjá flestum og getur valdið augnþurrki og særindum í augum.Ástæður augnþurrks geta verið margvíslegar að sögn Sigurlaugar Guðrúnar Gunnarsdóttur, augnhjúkrunarfræðings hjá Táralind. „Algengasta ástæðan fyrir augnþurrki eru vanvirkir fitukirtlar. Það eru þó til aðrar ástæður eins og offjölgun á augnháramítli en hann getur valdið þurrki og sárindum í augum,“ segir Sigurlaug. Hún segir að flestir séu með augnháramítil en hann smitist milli fólks. Mítillinn nærist á bakteríum og húðfrumum en hægt er að fara í meðferð ef hann fjölgar sér of mikið. Sigurlaug segir hins vegar að nýbyrjað sé að nota tæki sem nefnist E-Eye sem sé bylting við augnþurrki sem stafar af vanvirkum fitukirtlum í augum. Um 85% þeirra sem hafi farið í hana erlendis hafi náð einhverjum bata. „Við byrjuðum að bjóða meðferðina hér í desember og alls hafa sautján manns komið í fulla meðferð, þeir hafa allir sýnt einhvern bata. Meðferðin hjálpar fitukirtlunum í augunum innan frá og mýkir þá þannig að batinn kemur fyrr og varir lengur,“ segir Sigurlaug að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Allt að þriðjungur fólks yfir fimmtugu þjáist af augnþurrki en meðal þess sem veldur þurrkinum er augnháramítill. Ný byltingarkennd aðferð við augnþurrki hefur verið tekin í notkun hér á landi en allir þeir sem hafa farið í meðferðina hingað til hafa náð einhverjum bata. Ein algengasta ástæðan fyrir heimsóknum fólks til augnlækna er augnþurrkur. Talið er að um fimm til þrjátíu prósent fimmtíu ára og eldri þjáist af sjúkdómnum en erfiðlega hefur gengið að ná fullum bata með þeim meðferðum sem hafa verið notaðar hér á landi hingað til.Svona lítur augnháramítill út eftir að hann hefur verið margfalt stækkaður. Hann finnst hjá flestum og getur valdið augnþurrki og særindum í augum.Ástæður augnþurrks geta verið margvíslegar að sögn Sigurlaugar Guðrúnar Gunnarsdóttur, augnhjúkrunarfræðings hjá Táralind. „Algengasta ástæðan fyrir augnþurrki eru vanvirkir fitukirtlar. Það eru þó til aðrar ástæður eins og offjölgun á augnháramítli en hann getur valdið þurrki og sárindum í augum,“ segir Sigurlaug. Hún segir að flestir séu með augnháramítil en hann smitist milli fólks. Mítillinn nærist á bakteríum og húðfrumum en hægt er að fara í meðferð ef hann fjölgar sér of mikið. Sigurlaug segir hins vegar að nýbyrjað sé að nota tæki sem nefnist E-Eye sem sé bylting við augnþurrki sem stafar af vanvirkum fitukirtlum í augum. Um 85% þeirra sem hafi farið í hana erlendis hafi náð einhverjum bata. „Við byrjuðum að bjóða meðferðina hér í desember og alls hafa sautján manns komið í fulla meðferð, þeir hafa allir sýnt einhvern bata. Meðferðin hjálpar fitukirtlunum í augunum innan frá og mýkir þá þannig að batinn kemur fyrr og varir lengur,“ segir Sigurlaug að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira