Íslenski boltinn

Valur bætir ekki bara við leikmönnum: Kristófer ráðinn inn í þjálfarateymið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristófer kominn í Vals-peysuna.
Kristófer kominn í Vals-peysuna. mynd/valur
Valur er ekki bara að bæta við leikmönnum fyrir næsta sumar því í dag tilkynnti liðið að þeir hefðu bætt við þjálfara í þjálfarateymið fyrir komandi tímabil í Pepsi-deild karla.

Í síðustu viku tilkynnti Valur að þeir hefðu samið við þá Lasse Petry, Gary Martin og Emil Lyng. Í gærkvöldi bættist svo við leikmaður er Orri Sigurður Ómarsson snéri heim frá Noregi.

Nú hefur Kristófer Sigurgeirsson verið ráðinn inn í teymið en fyrir í teyminu eru þeir Ólafur Jóhannesson aðalþjálfari og Sigurbjörn Hreiðarsson auk Rajko Stanisic, markmannsþjálfara.

Kristófer var aðstoðarþjálfari hjá Blikum um tíma áður en tók við Leikni. Hann stýrði þeim tímabilið 2017 og fyrstu leikina síðasta sumar áður en hann og Leiknir komust að samkomulagi um að hann hætti störfum.

Valur hefur unnið Pepsi-deildina síðustu tvö tímabil.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×