Alvarlegt slys varð í nótt þegar smárúta lenti í árekstri við flutningabíl í bænum Kiruna í Norður-Lapplandi.
Slysið varð á öðrum tímanum í nótt og barst lögreglu tilkynning klukkan 01:56 að staðartíma. Smárútan skall framan á flutningabílnum og fannst í skurði við slysavettvang þegar viðbragsaðilar komu á vettvang.
Sjö farþegar voru í smárútunni og létust sex þeirra í slysinu. Einn var fluttur á sjúkrahús með lítilsháttar áverka. Samkvæmt heimildum Aftonbladet voru allir farþegar smárútunnar erlendir ríkisborgarar en þjóðerni þeirra liggur ekki fyrir.
Sex látnir eftir alvarlegt umferðarslys í Svíþjóð
Sylvía Hall skrifar
