Kraftlyftingakona ársins er vegan: „Aldrei hitt neinn sem er með næringarskort og er vegan“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2019 16:30 Kraftlyftingakonan Hulda B. Waage verður í Íslandi í dag í kvöld. „Mín hugsun er bara að ég lifi hérna á jörðinni og ég ætla að valda sem minnstum skaða, hvort sem það er umhverfislega eða siðferðislega. Ég vil bara gera mitt besta í lífinu og þetta er partur af því fyrir mig,“ segir kraftlyftingakonan Hulda B. Waage. Hulda var valin kraftlyftingakona ársins 2018, en hún á fjölmarga bikar- og Íslandsmeistaratitla auk þess að hafa sett mörg Íslandsmet. Eitt verður þó að teljast heldur óvenjulegt fyrir manneskju í hennar íþrótt, en Hulda er vegan. Hún segir lítið mál að ná árangri í kraftlyftingum án þess að borða kjöt eða dýraafurðir og blæs á málflutning á borð við að vegan fólk sé upp til hópa slappt og vannært. Hulda heldur úti vinsælli Instagram síðu og Youtube rás þar sem m.a. er hægt að fylgjast með lyftingum og matargerð, en hún segir markmiðið að veita fólki innblástur hafi það áhuga á að tileinka sér vegan lífsstíl. „Það er ekkert þannig í alvörunni að allir sem eru vegan eða grænmetisætur séu með næringarskort. Ekki frekar en bara fólk sem borðar allan mat. Það er náttúrulega til, bara eins og með alætur, en ég hef ekki enn hitt neinn sem er með næringarskort og er vegan,“ segir Hulda.Fer í rúmið átta og vaknar fimm Sjálfsaginn er mikill í lífi Huldu, en hún er búsett á Akureyri þar sem eiginmaður hennar er formaður kraftlyftingafélagsins. Hún vaknar klukkan fimm á morgnana, æfir tvisvar á dag og fer að sofa klukkan átta á kvöldin. Auk þess er Hulda í hlutastarfi, þar sem hún sér um mötuneyti Íslandsbanka í bænum. Hún segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að veganvæða mötuneytið taki bankafólkið vel í ýmsa vegan rétti og meðlæti sem hún töfrar fram. Víða í samfélaginu sé fólk þó enn fast í þeirri mýtu að matur sé varla matur, nema hann innihaldi kjöt. „Það sem ég heyri í kringum mig er að fólk segir bara ég verð að fá eitthvað almennilegt, ég verð að fá próteinið mitt. Mér finnst alltaf mjög fyndið þegar fólk segir þetta við mig, ég svara bara; er ég ekki að fá próteinið mitt? Ég er alveg að ná árangri sko.“ Hulda ræðir lyftingar, æfingar, sjálfsaga, ballett og veganisma – svo eitthvað sé nefnt – í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Aflraunir Vegan Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
„Mín hugsun er bara að ég lifi hérna á jörðinni og ég ætla að valda sem minnstum skaða, hvort sem það er umhverfislega eða siðferðislega. Ég vil bara gera mitt besta í lífinu og þetta er partur af því fyrir mig,“ segir kraftlyftingakonan Hulda B. Waage. Hulda var valin kraftlyftingakona ársins 2018, en hún á fjölmarga bikar- og Íslandsmeistaratitla auk þess að hafa sett mörg Íslandsmet. Eitt verður þó að teljast heldur óvenjulegt fyrir manneskju í hennar íþrótt, en Hulda er vegan. Hún segir lítið mál að ná árangri í kraftlyftingum án þess að borða kjöt eða dýraafurðir og blæs á málflutning á borð við að vegan fólk sé upp til hópa slappt og vannært. Hulda heldur úti vinsælli Instagram síðu og Youtube rás þar sem m.a. er hægt að fylgjast með lyftingum og matargerð, en hún segir markmiðið að veita fólki innblástur hafi það áhuga á að tileinka sér vegan lífsstíl. „Það er ekkert þannig í alvörunni að allir sem eru vegan eða grænmetisætur séu með næringarskort. Ekki frekar en bara fólk sem borðar allan mat. Það er náttúrulega til, bara eins og með alætur, en ég hef ekki enn hitt neinn sem er með næringarskort og er vegan,“ segir Hulda.Fer í rúmið átta og vaknar fimm Sjálfsaginn er mikill í lífi Huldu, en hún er búsett á Akureyri þar sem eiginmaður hennar er formaður kraftlyftingafélagsins. Hún vaknar klukkan fimm á morgnana, æfir tvisvar á dag og fer að sofa klukkan átta á kvöldin. Auk þess er Hulda í hlutastarfi, þar sem hún sér um mötuneyti Íslandsbanka í bænum. Hún segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að veganvæða mötuneytið taki bankafólkið vel í ýmsa vegan rétti og meðlæti sem hún töfrar fram. Víða í samfélaginu sé fólk þó enn fast í þeirri mýtu að matur sé varla matur, nema hann innihaldi kjöt. „Það sem ég heyri í kringum mig er að fólk segir bara ég verð að fá eitthvað almennilegt, ég verð að fá próteinið mitt. Mér finnst alltaf mjög fyndið þegar fólk segir þetta við mig, ég svara bara; er ég ekki að fá próteinið mitt? Ég er alveg að ná árangri sko.“ Hulda ræðir lyftingar, æfingar, sjálfsaga, ballett og veganisma – svo eitthvað sé nefnt – í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Aflraunir Vegan Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira