Eigendur KAPP kaupa rekstur Stáltech Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 12:08 Eiður Sveinsson, Elfa Hrönn Valdimarsdóttir, Freyr Friðriksson og Páll Ingi Kristjónsson við OPTIM-ICE ísþykknivél í höfuðstöðvum KAPP ehf að Miðhrauni 2 í Garðabæ. Hjónin Freyr Friðriksson og Elfa Hrönn Valdimarsdóttir, eigendur KAPP ehf., hafa keypt rekstur Stáltech ehf, sem hefur þjónustað fiskvinnslur, kjötvinnslur og aðrar greinar matvælaiðnaðarins frá stofnun árið 2003. Stáltech hefur jafnframt framleitt færibönd, kæli & uppþýðingarkör fyrir sjávarútveginn ásamt því að sinna sölu og þjónustu á fiskvinnsluvélum frá Pisces. þEtta kemur fram í tilkynningu. „Með þessum kaupum erum við að styrkja KAPP ehf sem enn öflugra þjónustu og framleiðslufyrirtæki á sviði véla-, kæli- og renniverkstæðis. Við sjáum mikil tækifæri í að auka enn frekar framleiðslu og þjónustu við sjávarútveginn og matvælaiðnaðinn í heild sinni. Við getum nú boðið upp á fleiri lausnir fyrir okkar viðskiptavini,” segir Freyr Friðriksson, framkvæmdastjóri KAPP. Fyrirtækið framleiðir hinar heimsþekktu OPTIM-ICE ísþykknivélar sem eru mjög vinsælar á alþjóðamarkaði. OPTIM-ICE er með bestu kæliaðferðum sem fyrirfinnast í dag en ísþykknivélarnar hafa einstaklega hraða kælingu og eiginleika sem fara mjög vel með hráefnið. Allir starfsmenn Stáltech og fyrrum eigendur fyrirtækisins, þeir Eiður Sveinsson og Páll Ingi Kristjónsson, halda áfram að starfa hjá KAPP í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Miðhrauni 2 í Garðabæ. KAPP hefur nýverið stækkað framleiðslusal fyrirtækisins um 300 fermetra og segir Freyr að sú stækkun komi sér vel undir starfsemi Stáltech. Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Hjónin Freyr Friðriksson og Elfa Hrönn Valdimarsdóttir, eigendur KAPP ehf., hafa keypt rekstur Stáltech ehf, sem hefur þjónustað fiskvinnslur, kjötvinnslur og aðrar greinar matvælaiðnaðarins frá stofnun árið 2003. Stáltech hefur jafnframt framleitt færibönd, kæli & uppþýðingarkör fyrir sjávarútveginn ásamt því að sinna sölu og þjónustu á fiskvinnsluvélum frá Pisces. þEtta kemur fram í tilkynningu. „Með þessum kaupum erum við að styrkja KAPP ehf sem enn öflugra þjónustu og framleiðslufyrirtæki á sviði véla-, kæli- og renniverkstæðis. Við sjáum mikil tækifæri í að auka enn frekar framleiðslu og þjónustu við sjávarútveginn og matvælaiðnaðinn í heild sinni. Við getum nú boðið upp á fleiri lausnir fyrir okkar viðskiptavini,” segir Freyr Friðriksson, framkvæmdastjóri KAPP. Fyrirtækið framleiðir hinar heimsþekktu OPTIM-ICE ísþykknivélar sem eru mjög vinsælar á alþjóðamarkaði. OPTIM-ICE er með bestu kæliaðferðum sem fyrirfinnast í dag en ísþykknivélarnar hafa einstaklega hraða kælingu og eiginleika sem fara mjög vel með hráefnið. Allir starfsmenn Stáltech og fyrrum eigendur fyrirtækisins, þeir Eiður Sveinsson og Páll Ingi Kristjónsson, halda áfram að starfa hjá KAPP í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Miðhrauni 2 í Garðabæ. KAPP hefur nýverið stækkað framleiðslusal fyrirtækisins um 300 fermetra og segir Freyr að sú stækkun komi sér vel undir starfsemi Stáltech.
Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent