Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 11:20 Bandarískir hermenn og meðlimir YPG í norðurhluta Sýrlands. Vísir/AP Tyrkir munu ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum ef Bandaríkin reyna að tefja brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi. Þetta sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í sjónvarpsviðtali í morgun. Þetta myndu Tyrkir gera þrátt fyrir að bandarískir hermenn væru með vopnuðum sveitum Kúrda í Sýrlandi. „Ef það á að tefja brottflutning þeirra með fáránlegum afsökunum eins og að Tyrkir séu að slátra Kúrdum, sem endurspeglar ekki raunveruleikann, þá munum við grípa til aðgerða,“ sagði Cavusoglu. Hann sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Þá myndi ekki skipta neinu máli hvort bandarískir hermenn væru þar eða ekki. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök vegna tengsla þeirra við verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi, PKK. Bandaríkin hafa þó starfað náið með YPG, og öðrum bandamönnum þeirra í norðurhluta Sýrlands, gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun í síðasta mánuði að kalla hermenn Bandaríkjanna, sem hafa veitt YPG stuðning gegn Íslamska ríkinu. Það gerði hann eftir að hafa talað við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í síma. Erdogan hefur lengið hótað því að ráðast gegn Kúrdum í Sýrlandi og hafa Tyrkir í raun gert tvær innrásir í Sýrland sem beinst hafa gegn Kúrdum. Fyrsta innrásin var inn á yfirráðasvæði ISIS-liða en henni var ætlað að koma í veg fyrir að Kúrdar gætu sameinað yfirráðasvæði sín í norðausturhluta landsins við yfirráðasvæði sitt í Afrin-héraði. Seinni innrásin var inn í Afrin. Þar hafa uppreisnar- og vígamenn sem Tyrkir styðja verið sakaðir um ýmiskonar brot og ofbeldi gegn Kúrdum.Eins og þruma úr heiðskýru lofti Ákvörðun Trump kom ráðgjöfum hans, starfsmönnum og forsvarsmönnum hersins á óvart og hefur henni verið harðlega mótmælt. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna hennar og vegna þess að Bandaríkin væru að yfirgefa Kúrda og skilja þá berskjaldaða eftir. Kúrdar hafa litið á ákvörðunina sem svik og óttast innrás Tyrkja, upprisu Íslamska ríkisins, sem enn er talið eiga tugi þúsunda vígamanna í Sýrlandi og Írak, og jafnvel hernaðaraðgerðir stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þó hafa YPG leitað á náðir Assad-liða og Rússa, sem eru sömuleiðis andvígir innrás Tyrkja. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur krafist þess að Tyrkir tryggi öryggi YPG og segir að bandarískir hermenn fari ekki fyrr. Tyrkir segja þessa kröfu vera óásættanlega og Erdogan hefur sagt Bolton hafa gert „alvarleg mistök“ að leggja hana fram. Erdogan neitaði jafnvel að ræða við Bolton þegar hann var staddur í Tyrklandi fyrr í vikunni. Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn innan Atlantshafsbandalagsins. Bandaríkin Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan neitaði að hitta Bolton Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. 8. janúar 2019 12:10 Spekileki skekur Tyrkland Fræðimenn, frumkvöðlar, viðskiptamenn, námsmenn og þúsundir auðugra Tyrkja hafa flúið land á undanförnum árum. 3. janúar 2019 14:51 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Sýrlenskir Kúrdar líta til Frakklands Frakkland er meðlimur í bandalagi Bandaríkjanna gegn ISIS og er með sérsveitarmenn í norðurhluta Sýrlands þar sem þeir berjast með sýrlenskum Kúrdum og öðrum meðlimum samtakanna Syrian Democratic Forces gegn ISIS-liðum. 20. desember 2018 19:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Tyrkir munu ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum ef Bandaríkin reyna að tefja brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi. Þetta sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í sjónvarpsviðtali í morgun. Þetta myndu Tyrkir gera þrátt fyrir að bandarískir hermenn væru með vopnuðum sveitum Kúrda í Sýrlandi. „Ef það á að tefja brottflutning þeirra með fáránlegum afsökunum eins og að Tyrkir séu að slátra Kúrdum, sem endurspeglar ekki raunveruleikann, þá munum við grípa til aðgerða,“ sagði Cavusoglu. Hann sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Þá myndi ekki skipta neinu máli hvort bandarískir hermenn væru þar eða ekki. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök vegna tengsla þeirra við verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi, PKK. Bandaríkin hafa þó starfað náið með YPG, og öðrum bandamönnum þeirra í norðurhluta Sýrlands, gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun í síðasta mánuði að kalla hermenn Bandaríkjanna, sem hafa veitt YPG stuðning gegn Íslamska ríkinu. Það gerði hann eftir að hafa talað við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í síma. Erdogan hefur lengið hótað því að ráðast gegn Kúrdum í Sýrlandi og hafa Tyrkir í raun gert tvær innrásir í Sýrland sem beinst hafa gegn Kúrdum. Fyrsta innrásin var inn á yfirráðasvæði ISIS-liða en henni var ætlað að koma í veg fyrir að Kúrdar gætu sameinað yfirráðasvæði sín í norðausturhluta landsins við yfirráðasvæði sitt í Afrin-héraði. Seinni innrásin var inn í Afrin. Þar hafa uppreisnar- og vígamenn sem Tyrkir styðja verið sakaðir um ýmiskonar brot og ofbeldi gegn Kúrdum.Eins og þruma úr heiðskýru lofti Ákvörðun Trump kom ráðgjöfum hans, starfsmönnum og forsvarsmönnum hersins á óvart og hefur henni verið harðlega mótmælt. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna hennar og vegna þess að Bandaríkin væru að yfirgefa Kúrda og skilja þá berskjaldaða eftir. Kúrdar hafa litið á ákvörðunina sem svik og óttast innrás Tyrkja, upprisu Íslamska ríkisins, sem enn er talið eiga tugi þúsunda vígamanna í Sýrlandi og Írak, og jafnvel hernaðaraðgerðir stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þó hafa YPG leitað á náðir Assad-liða og Rússa, sem eru sömuleiðis andvígir innrás Tyrkja. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur krafist þess að Tyrkir tryggi öryggi YPG og segir að bandarískir hermenn fari ekki fyrr. Tyrkir segja þessa kröfu vera óásættanlega og Erdogan hefur sagt Bolton hafa gert „alvarleg mistök“ að leggja hana fram. Erdogan neitaði jafnvel að ræða við Bolton þegar hann var staddur í Tyrklandi fyrr í vikunni. Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn innan Atlantshafsbandalagsins.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan neitaði að hitta Bolton Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. 8. janúar 2019 12:10 Spekileki skekur Tyrkland Fræðimenn, frumkvöðlar, viðskiptamenn, námsmenn og þúsundir auðugra Tyrkja hafa flúið land á undanförnum árum. 3. janúar 2019 14:51 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Sýrlenskir Kúrdar líta til Frakklands Frakkland er meðlimur í bandalagi Bandaríkjanna gegn ISIS og er með sérsveitarmenn í norðurhluta Sýrlands þar sem þeir berjast með sýrlenskum Kúrdum og öðrum meðlimum samtakanna Syrian Democratic Forces gegn ISIS-liðum. 20. desember 2018 19:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Erdogan neitaði að hitta Bolton Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. 8. janúar 2019 12:10
Spekileki skekur Tyrkland Fræðimenn, frumkvöðlar, viðskiptamenn, námsmenn og þúsundir auðugra Tyrkja hafa flúið land á undanförnum árum. 3. janúar 2019 14:51
„Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45
Sýrlenskir Kúrdar líta til Frakklands Frakkland er meðlimur í bandalagi Bandaríkjanna gegn ISIS og er með sérsveitarmenn í norðurhluta Sýrlands þar sem þeir berjast með sýrlenskum Kúrdum og öðrum meðlimum samtakanna Syrian Democratic Forces gegn ISIS-liðum. 20. desember 2018 19:28
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03
Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00