Lífið

Skiptar skoðanir um bestu franskar landsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjölmargir staðir koma til greina.
Fjölmargir staðir koma til greina.
Franskar eru líklega eitt vinsælasta meðlæti heims og sumstaðar litið á franskar sem aðalrétt.

Mikil umræða hefur skapast um bestu franskar landsins inni á Facebook-hópnum Brennslu Tips sem þeir Hjörvar Hafliðason, Kjartan Atli Kjartansson og Ríkharð Óskar Guðnason á FM957 halda úti.

Hjörvar varpaði einfaldlega fram spurningu inni á síðunni í gær sem hljómaði svona: „Hvar eru bestu franskar á Íslandi?“ og voru viðbrögðin nokkuð góð.

Hátt í sextíu manns hafa sagt skoðun sína á málinu og var það einnig rætt í Brennslunni í gær.

Þeir staðir sem eru að fá flest atkvæða eru: Búllan, Aktu Taktu, Skalli, Metro, Mandí, Fabrikkan, Snaps, Reykjavik Chips, Roadhouse, Block Burger og Kjúklingastaðurinn í Suðurveri.

Hér að neðan má hlusta á umræðuna um bestu franskar landsins.

Hér að neðan er hægt að kjósa um bestu franskar landsins. Lesendur eru einnig beðnir um að skrifa sína skoðun í athugasemdakerfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×