Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 20:00 Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir Bryndís Benediktsdóttir, heimilislæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipta gríðarlega miklu máli þegar kemur að því að greina vanda. Það var þó ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar sem kennsla hófst í samskiptafræði við læknadeild HÍ og er það fyrst núna í ár tæpum tuttugu árum seinna sem samskipti verða kennd sem rauður þráður í gegnum öll árin í læknanáminu. Bryndís sem er heimilislæknir til þrjátíu og tveggja ára segir mun fleiri leita til lækna nú en áður og konum hafi fjölgað til muna. „Konur hafa annan frásagnarmáta, það hefur sýnt sig þegar þær segja frá þá draga þær mikið meira tilfinningar inn í frásögnina. Oft eru einkenni þeirra túlkuð meira sem andleg vanlíðan heldur en líkamleg," segir hún.Einkenni kvenna ekki rannsökuð Bryndís segir kerfið stundum vinna á móti sér og ekki gefa læknum svigrúmið sem þarf til hlustunar. „Læknar eru upp til hópa undir miklu vinnuálagi og tímapressu. Það er þannig allavega hjá heilsugæslunni að okkur er borgað talsvert per ydelse, sem þýðir að eftir því sem þú sérð fleiri sjúklinga því betra kaup hefur þú. Það vinnur ekki með þessu. En það er nú þannig að ef þú temur þér góða samskiptafærni og tekur virkilega á þessum málum þá sparar þú í lengdina. Vegna þess að fólk leitar aftur og aftur af því það fær ekki lausn sinna mála,“ segir hún. Hún bendir á að læknisfræðin gerði lengi vel ekki ráð fyrir að sjúkdómar lýsi sér öðruvísi í konum en körlum. “þær stóru rannsóknir sem gerðar voru á alvarlegum langvinnum sjúkdómum voru gerðar eingöngu á körlum. Konur voru ekki teknar inn í rannsóknirnar. Þannig að þegar skrifað var um sjúkdómana í kennslubækur og greinar þá voru einkennum og meðferð alltaf lýst út frá körlum,” segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir Bryndís Benediktsdóttir, heimilislæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipta gríðarlega miklu máli þegar kemur að því að greina vanda. Það var þó ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar sem kennsla hófst í samskiptafræði við læknadeild HÍ og er það fyrst núna í ár tæpum tuttugu árum seinna sem samskipti verða kennd sem rauður þráður í gegnum öll árin í læknanáminu. Bryndís sem er heimilislæknir til þrjátíu og tveggja ára segir mun fleiri leita til lækna nú en áður og konum hafi fjölgað til muna. „Konur hafa annan frásagnarmáta, það hefur sýnt sig þegar þær segja frá þá draga þær mikið meira tilfinningar inn í frásögnina. Oft eru einkenni þeirra túlkuð meira sem andleg vanlíðan heldur en líkamleg," segir hún.Einkenni kvenna ekki rannsökuð Bryndís segir kerfið stundum vinna á móti sér og ekki gefa læknum svigrúmið sem þarf til hlustunar. „Læknar eru upp til hópa undir miklu vinnuálagi og tímapressu. Það er þannig allavega hjá heilsugæslunni að okkur er borgað talsvert per ydelse, sem þýðir að eftir því sem þú sérð fleiri sjúklinga því betra kaup hefur þú. Það vinnur ekki með þessu. En það er nú þannig að ef þú temur þér góða samskiptafærni og tekur virkilega á þessum málum þá sparar þú í lengdina. Vegna þess að fólk leitar aftur og aftur af því það fær ekki lausn sinna mála,“ segir hún. Hún bendir á að læknisfræðin gerði lengi vel ekki ráð fyrir að sjúkdómar lýsi sér öðruvísi í konum en körlum. “þær stóru rannsóknir sem gerðar voru á alvarlegum langvinnum sjúkdómum voru gerðar eingöngu á körlum. Konur voru ekki teknar inn í rannsóknirnar. Þannig að þegar skrifað var um sjúkdómana í kennslubækur og greinar þá voru einkennum og meðferð alltaf lýst út frá körlum,” segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira