Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 20:00 Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir Bryndís Benediktsdóttir, heimilislæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipta gríðarlega miklu máli þegar kemur að því að greina vanda. Það var þó ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar sem kennsla hófst í samskiptafræði við læknadeild HÍ og er það fyrst núna í ár tæpum tuttugu árum seinna sem samskipti verða kennd sem rauður þráður í gegnum öll árin í læknanáminu. Bryndís sem er heimilislæknir til þrjátíu og tveggja ára segir mun fleiri leita til lækna nú en áður og konum hafi fjölgað til muna. „Konur hafa annan frásagnarmáta, það hefur sýnt sig þegar þær segja frá þá draga þær mikið meira tilfinningar inn í frásögnina. Oft eru einkenni þeirra túlkuð meira sem andleg vanlíðan heldur en líkamleg," segir hún.Einkenni kvenna ekki rannsökuð Bryndís segir kerfið stundum vinna á móti sér og ekki gefa læknum svigrúmið sem þarf til hlustunar. „Læknar eru upp til hópa undir miklu vinnuálagi og tímapressu. Það er þannig allavega hjá heilsugæslunni að okkur er borgað talsvert per ydelse, sem þýðir að eftir því sem þú sérð fleiri sjúklinga því betra kaup hefur þú. Það vinnur ekki með þessu. En það er nú þannig að ef þú temur þér góða samskiptafærni og tekur virkilega á þessum málum þá sparar þú í lengdina. Vegna þess að fólk leitar aftur og aftur af því það fær ekki lausn sinna mála,“ segir hún. Hún bendir á að læknisfræðin gerði lengi vel ekki ráð fyrir að sjúkdómar lýsi sér öðruvísi í konum en körlum. “þær stóru rannsóknir sem gerðar voru á alvarlegum langvinnum sjúkdómum voru gerðar eingöngu á körlum. Konur voru ekki teknar inn í rannsóknirnar. Þannig að þegar skrifað var um sjúkdómana í kennslubækur og greinar þá voru einkennum og meðferð alltaf lýst út frá körlum,” segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir Bryndís Benediktsdóttir, heimilislæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipta gríðarlega miklu máli þegar kemur að því að greina vanda. Það var þó ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar sem kennsla hófst í samskiptafræði við læknadeild HÍ og er það fyrst núna í ár tæpum tuttugu árum seinna sem samskipti verða kennd sem rauður þráður í gegnum öll árin í læknanáminu. Bryndís sem er heimilislæknir til þrjátíu og tveggja ára segir mun fleiri leita til lækna nú en áður og konum hafi fjölgað til muna. „Konur hafa annan frásagnarmáta, það hefur sýnt sig þegar þær segja frá þá draga þær mikið meira tilfinningar inn í frásögnina. Oft eru einkenni þeirra túlkuð meira sem andleg vanlíðan heldur en líkamleg," segir hún.Einkenni kvenna ekki rannsökuð Bryndís segir kerfið stundum vinna á móti sér og ekki gefa læknum svigrúmið sem þarf til hlustunar. „Læknar eru upp til hópa undir miklu vinnuálagi og tímapressu. Það er þannig allavega hjá heilsugæslunni að okkur er borgað talsvert per ydelse, sem þýðir að eftir því sem þú sérð fleiri sjúklinga því betra kaup hefur þú. Það vinnur ekki með þessu. En það er nú þannig að ef þú temur þér góða samskiptafærni og tekur virkilega á þessum málum þá sparar þú í lengdina. Vegna þess að fólk leitar aftur og aftur af því það fær ekki lausn sinna mála,“ segir hún. Hún bendir á að læknisfræðin gerði lengi vel ekki ráð fyrir að sjúkdómar lýsi sér öðruvísi í konum en körlum. “þær stóru rannsóknir sem gerðar voru á alvarlegum langvinnum sjúkdómum voru gerðar eingöngu á körlum. Konur voru ekki teknar inn í rannsóknirnar. Þannig að þegar skrifað var um sjúkdómana í kennslubækur og greinar þá voru einkennum og meðferð alltaf lýst út frá körlum,” segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira