Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar frumvarpi um að ríkið niðurgreiði sálfræðiþjónustu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2019 19:00 Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar því að fram er komið frumvarp um að sjúkratryggingar taki þátt í að greiða niður sálfræðikostnað. Hann gagnrýnir þó að í greinargerð sé kastað rýrð á aðra sem sinna málinu. Verkefnastjóri hjá Landlækni vill meiri samvinnu milli fagstétta í málaflokknum. 24 þingmenn eru meðflutningsmenn frumvarps um að Sjúkratryggingar Íslands taki til sálfræðimeðferðar sem lagt var fram á Alþingi í dag. Þeir koma úr öllum flokkum en tveir Framsóknarmenn bættust við í dag frá því við sögðum frá málinu í gær. Óttar Guðmundsson formaður Geðlæknafélags Íslands segir löngu tímabært að sálfræðingar fái samning við Sjúkratryggingar Íslands. „Það eru allir geðlæknar með biðlista og verða að visa fólki frá svo og svo mörgum skjólstæðingum og maður fagnar bara þessum liðstyrk,“ segir Óttar.Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis segir mikilvægt að fagstéttir vinni saman í geðheilbrigðismálum.Mikilvægt að fagstéttir starfi saman Undir þetta tekur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni en segir ennfremur mikilvægt að fleira komi til. „Það þarf kannski að vera samvinna milli lækna, sálfræðinga, félagsfræðinga og hjúkrunarfræðinga um hvernig við erum að vinna þetta. Þá er verið að gera heilmikið. Heilsugæslan er til dæmis búin að ráða sálfræðinga í allar heilsuverndarstöðvar í Reykjavík og víða út á landsbyggðinni,“ segir Salbjörg. Þunglyndislyf hafa reynst vel Óttar gagnrýnir þó ýmislegt í greinagerð í frumvarpinu en þar kemur til að mynda fram að sálfræðimeðferð í stað lyfjagjafar geri það að verkum að ráðist er að rótum vandans. Mér finnst mjög skrítið að til þess að koma svona sjálfsagðri breytingu í gegn eins og að sálfræðingar komist á samning þurfi að kasta rýrð á aðra sem eru að vinna í þessum málaflokki, mér finnst það óheppilegt. Sálfræðingar hafa enga patentlausn á geðrænum vandamálum frekar en aðrir,“ segir Óttar. Hann nefnir til dæmis að þunglyndislyf hafi reynst einkar vel fyrir marga sem glími við andleg veikindi. „Þetta eru lyf sem hafa mikil og góð áhrif á þunglynd og kvíða og það eru ekki bara geðlæknar sem ávísa þessum lyfjum heldur heimilislæknar og margir aðrir læknar,“ segir Óttar. Hallgerður langbrók hefði þurft á meðferð að halda Hann segir að það að fólk lýsi frekar þunglyndiseinkennum og kvíða en áður geti verið vegna aukinnar meðvitundar um andlega heilsu í samfélaginu. „Það er mjög jákvætt að fólk skuli leita sér aðstoðar við andlegum meinum í dag. Auðvitað glímdu forfeður okkar við gríðarlega mikil andleg vandamál en báru harm sinn í hljóði og kvörtuðu ekki. Hallgerður langbrók varð til að mynda fyrir gríðarlegum áföllum og ofbeldi og ef hún væri uppi í dag þá myndi hún hafa mjög gott af því að leita til sálfræðings, geðlæknis eða sitja í grúbbu fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis. Þegar hún var uppi datt ekki nokkrum manni það í hug,“ segir Óttar og bætir við að það hefði nú verið gaman að geta hjálpað Hallgerði í ellinni að sætta sig við öll þau áföll sem hún varð fyrir á lífsleiðinni. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar því að fram er komið frumvarp um að sjúkratryggingar taki þátt í að greiða niður sálfræðikostnað. Hann gagnrýnir þó að í greinargerð sé kastað rýrð á aðra sem sinna málinu. Verkefnastjóri hjá Landlækni vill meiri samvinnu milli fagstétta í málaflokknum. 24 þingmenn eru meðflutningsmenn frumvarps um að Sjúkratryggingar Íslands taki til sálfræðimeðferðar sem lagt var fram á Alþingi í dag. Þeir koma úr öllum flokkum en tveir Framsóknarmenn bættust við í dag frá því við sögðum frá málinu í gær. Óttar Guðmundsson formaður Geðlæknafélags Íslands segir löngu tímabært að sálfræðingar fái samning við Sjúkratryggingar Íslands. „Það eru allir geðlæknar með biðlista og verða að visa fólki frá svo og svo mörgum skjólstæðingum og maður fagnar bara þessum liðstyrk,“ segir Óttar.Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis segir mikilvægt að fagstéttir vinni saman í geðheilbrigðismálum.Mikilvægt að fagstéttir starfi saman Undir þetta tekur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni en segir ennfremur mikilvægt að fleira komi til. „Það þarf kannski að vera samvinna milli lækna, sálfræðinga, félagsfræðinga og hjúkrunarfræðinga um hvernig við erum að vinna þetta. Þá er verið að gera heilmikið. Heilsugæslan er til dæmis búin að ráða sálfræðinga í allar heilsuverndarstöðvar í Reykjavík og víða út á landsbyggðinni,“ segir Salbjörg. Þunglyndislyf hafa reynst vel Óttar gagnrýnir þó ýmislegt í greinagerð í frumvarpinu en þar kemur til að mynda fram að sálfræðimeðferð í stað lyfjagjafar geri það að verkum að ráðist er að rótum vandans. Mér finnst mjög skrítið að til þess að koma svona sjálfsagðri breytingu í gegn eins og að sálfræðingar komist á samning þurfi að kasta rýrð á aðra sem eru að vinna í þessum málaflokki, mér finnst það óheppilegt. Sálfræðingar hafa enga patentlausn á geðrænum vandamálum frekar en aðrir,“ segir Óttar. Hann nefnir til dæmis að þunglyndislyf hafi reynst einkar vel fyrir marga sem glími við andleg veikindi. „Þetta eru lyf sem hafa mikil og góð áhrif á þunglynd og kvíða og það eru ekki bara geðlæknar sem ávísa þessum lyfjum heldur heimilislæknar og margir aðrir læknar,“ segir Óttar. Hallgerður langbrók hefði þurft á meðferð að halda Hann segir að það að fólk lýsi frekar þunglyndiseinkennum og kvíða en áður geti verið vegna aukinnar meðvitundar um andlega heilsu í samfélaginu. „Það er mjög jákvætt að fólk skuli leita sér aðstoðar við andlegum meinum í dag. Auðvitað glímdu forfeður okkar við gríðarlega mikil andleg vandamál en báru harm sinn í hljóði og kvörtuðu ekki. Hallgerður langbrók varð til að mynda fyrir gríðarlegum áföllum og ofbeldi og ef hún væri uppi í dag þá myndi hún hafa mjög gott af því að leita til sálfræðings, geðlæknis eða sitja í grúbbu fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis. Þegar hún var uppi datt ekki nokkrum manni það í hug,“ segir Óttar og bætir við að það hefði nú verið gaman að geta hjálpað Hallgerði í ellinni að sætta sig við öll þau áföll sem hún varð fyrir á lífsleiðinni.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00