Hæstiréttur Pakistan stendur við sýknun Asia Bibi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2019 11:30 Mótmælendur brenna mynd af Bibi. AP/Pervez Masih Hæstiréttur Pakistan hefur neitað að taka fyrir áfrýjun sem snýr að því að fella sýknu Asia Bibi niður. Hún var dæmd til dauða árið 2010 eftir að nágrannar hennar, sem hún deildi við, sökuðu hana um að vanvirða spámanninn Múhameð. Bibi, sem er kristin, varði átta árum í fangelsi áður en Hæstiréttur feldi dóminn niður í október síðastliðnum. Bibi hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu en málið gegn henni hefur leitt til mikilla deilna í Pakistan á milli harðlínumanna sem vilja ströng lög um guðlast og annarra. Sýknun hennar leiddi til mikilla mótmæla víða um landið og hefur henni ekki enn verið gert kleift að yfirgefa Pakistan þó harðlínumenn hafi ítrekað hótað því að myrða hana. Eftir áðurnefndar deilur Bibi við nágranna sína, héldu tvær konur því fram að hún hefði móðgað Múhameð og ætti taka upp Íslamstrú. Æstur múgur réðst inn á heimili þeirra hjóna og varð Bibi fyrir ofbeldi. Múgurinn segir hana þá hafa viðurkennt guðlast. Hún var svo handtekin í kjölfarið og dæmd til dauða. Hæstiréttur Pakistan sagði rannsókn lögreglunnar þó hafa byggt á trúverðugum sönnunargögnum og að Bibi hefði játað guðlast fyrir framan hóp fólks sem hótaði að myrða hana. Hún hefur þurft að vera í felum frá því hún var sýknuð en samkvæmt BBC er talið að dætur hennar tvær hafi þegar yfirgefið Pakistan.Búist er við því að mótmælt verði á nýjan leik vegna ákvörðunar réttarins um endurskoða sýknunina ekki en margir af klerkunum sem leiddu mótmælin í fyrra hafa verið fangelsaðir. Pakistan Tengdar fréttir Lögmaður konu sem var sýknuð af guðlasti flýr land Eiginmaður Asiu Bibi óttast um öryggi hennar í Pakistan og grátbiður vestræn ríki um að veita henni hæli. 5. nóvember 2018 07:53 Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. 31. október 2018 12:41 Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuð Hæstiréttur Pakistans tekur fyrir áfrýjun kristinnar konu sem var dæmd til dauða fyrir guðlast í dag. 8. október 2018 08:45 Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. 5. nóvember 2018 11:23 Konunni sem var sýknuð af guðlasti sleppt úr fangelsi Ferðum Asiu Bibi er haldið leyndum af ótta um öryggi hennar. 8. nóvember 2018 08:27 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner Group eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Hæstiréttur Pakistan hefur neitað að taka fyrir áfrýjun sem snýr að því að fella sýknu Asia Bibi niður. Hún var dæmd til dauða árið 2010 eftir að nágrannar hennar, sem hún deildi við, sökuðu hana um að vanvirða spámanninn Múhameð. Bibi, sem er kristin, varði átta árum í fangelsi áður en Hæstiréttur feldi dóminn niður í október síðastliðnum. Bibi hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu en málið gegn henni hefur leitt til mikilla deilna í Pakistan á milli harðlínumanna sem vilja ströng lög um guðlast og annarra. Sýknun hennar leiddi til mikilla mótmæla víða um landið og hefur henni ekki enn verið gert kleift að yfirgefa Pakistan þó harðlínumenn hafi ítrekað hótað því að myrða hana. Eftir áðurnefndar deilur Bibi við nágranna sína, héldu tvær konur því fram að hún hefði móðgað Múhameð og ætti taka upp Íslamstrú. Æstur múgur réðst inn á heimili þeirra hjóna og varð Bibi fyrir ofbeldi. Múgurinn segir hana þá hafa viðurkennt guðlast. Hún var svo handtekin í kjölfarið og dæmd til dauða. Hæstiréttur Pakistan sagði rannsókn lögreglunnar þó hafa byggt á trúverðugum sönnunargögnum og að Bibi hefði játað guðlast fyrir framan hóp fólks sem hótaði að myrða hana. Hún hefur þurft að vera í felum frá því hún var sýknuð en samkvæmt BBC er talið að dætur hennar tvær hafi þegar yfirgefið Pakistan.Búist er við því að mótmælt verði á nýjan leik vegna ákvörðunar réttarins um endurskoða sýknunina ekki en margir af klerkunum sem leiddu mótmælin í fyrra hafa verið fangelsaðir.
Pakistan Tengdar fréttir Lögmaður konu sem var sýknuð af guðlasti flýr land Eiginmaður Asiu Bibi óttast um öryggi hennar í Pakistan og grátbiður vestræn ríki um að veita henni hæli. 5. nóvember 2018 07:53 Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. 31. október 2018 12:41 Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuð Hæstiréttur Pakistans tekur fyrir áfrýjun kristinnar konu sem var dæmd til dauða fyrir guðlast í dag. 8. október 2018 08:45 Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. 5. nóvember 2018 11:23 Konunni sem var sýknuð af guðlasti sleppt úr fangelsi Ferðum Asiu Bibi er haldið leyndum af ótta um öryggi hennar. 8. nóvember 2018 08:27 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner Group eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Lögmaður konu sem var sýknuð af guðlasti flýr land Eiginmaður Asiu Bibi óttast um öryggi hennar í Pakistan og grátbiður vestræn ríki um að veita henni hæli. 5. nóvember 2018 07:53
Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. 31. október 2018 12:41
Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuð Hæstiréttur Pakistans tekur fyrir áfrýjun kristinnar konu sem var dæmd til dauða fyrir guðlast í dag. 8. október 2018 08:45
Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. 5. nóvember 2018 11:23
Konunni sem var sýknuð af guðlasti sleppt úr fangelsi Ferðum Asiu Bibi er haldið leyndum af ótta um öryggi hennar. 8. nóvember 2018 08:27