Formaður Landssambands lögreglumanna undrandi á ákæru á hendur lögreglumanni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2019 20:24 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, er undrandi á ákæru sem embætti héraðssaksóknara gaf út á hendur lögreglumanni á Suðurlandi. Var lögreglumaðurinn ákærður fyrir gáleysi og brot í starfi með því að hafa ekki beitt lögmætum aðferðum þegar hann þvingaði bíl út af Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra. Snorri var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagðist hann undrandi á ákærunni þar sem aðferðin sem lögreglumaðurinn hafi beitt sé viðurkennd þegar komi að því að stöðva bifreiðar á flótta undan lögreglu, bæði hérlendis og á öðrum vesturlöndum. Í viðtalinu segir Snorri að maðurinn hafi verið á flótta undan lögreglu og kominn út í almenna umferð. Hann segir augljóst að af því hljóti að skapast hætta og bendir á þann mikla fjölda erlendra ferðamanna á bílaleigubílum sem finna megi í umferðinni, ásamt fleiru. „Ég veit ekki hvernig lögregla á að bregðast við í svona málum í framtíðinni ef að þær starfsaðferðir sem kenndar hafa verið teljast allt í einu vera gáleysi, ég átta mig ekki alveg á því.“ Snorri kveðst ekki þess kunnugur að mál af svipuðum toga hafi ratað dómstólaleiðina og segir lögreglu í fjöldamörg ár hafa beitt þessari aðferð við að stöðva för fólks. Þá staðfestir Snorri að lögreglumaðurinn sem um ræðir hafi hlotið sérþjálfun í hvernig eigi að stöðva för ökutækja sem lögregla veitir eftirför.Ef þetta verður dæmd ólögmæt stöðvun, í hvaða stöðu er lögreglan þá?„Ja, þá er ljóst að það þarf að fara að taka upp einhverjar aðrar vinnuaðferðir við þetta og kenna þær þá ítarlega. Ég veit ekki hvaða aðferðir það ættu að vera sem við gætum verið að taka upp, öðruvísi eða betri en þær sem kenndar eru úti um allan hinn vestræna heim. Ég get bara ekki svarað því,“ sagði Snorri. Viðtalið við Snorra má heyra í heild sinni hér að neðan. Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, er undrandi á ákæru sem embætti héraðssaksóknara gaf út á hendur lögreglumanni á Suðurlandi. Var lögreglumaðurinn ákærður fyrir gáleysi og brot í starfi með því að hafa ekki beitt lögmætum aðferðum þegar hann þvingaði bíl út af Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra. Snorri var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagðist hann undrandi á ákærunni þar sem aðferðin sem lögreglumaðurinn hafi beitt sé viðurkennd þegar komi að því að stöðva bifreiðar á flótta undan lögreglu, bæði hérlendis og á öðrum vesturlöndum. Í viðtalinu segir Snorri að maðurinn hafi verið á flótta undan lögreglu og kominn út í almenna umferð. Hann segir augljóst að af því hljóti að skapast hætta og bendir á þann mikla fjölda erlendra ferðamanna á bílaleigubílum sem finna megi í umferðinni, ásamt fleiru. „Ég veit ekki hvernig lögregla á að bregðast við í svona málum í framtíðinni ef að þær starfsaðferðir sem kenndar hafa verið teljast allt í einu vera gáleysi, ég átta mig ekki alveg á því.“ Snorri kveðst ekki þess kunnugur að mál af svipuðum toga hafi ratað dómstólaleiðina og segir lögreglu í fjöldamörg ár hafa beitt þessari aðferð við að stöðva för fólks. Þá staðfestir Snorri að lögreglumaðurinn sem um ræðir hafi hlotið sérþjálfun í hvernig eigi að stöðva för ökutækja sem lögregla veitir eftirför.Ef þetta verður dæmd ólögmæt stöðvun, í hvaða stöðu er lögreglan þá?„Ja, þá er ljóst að það þarf að fara að taka upp einhverjar aðrar vinnuaðferðir við þetta og kenna þær þá ítarlega. Ég veit ekki hvaða aðferðir það ættu að vera sem við gætum verið að taka upp, öðruvísi eða betri en þær sem kenndar eru úti um allan hinn vestræna heim. Ég get bara ekki svarað því,“ sagði Snorri. Viðtalið við Snorra má heyra í heild sinni hér að neðan.
Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08