Dæmdur fyrir stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2019 14:00 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni með því að hafa í september 2015 tekið ljósmynd af konunni á síma sinn þar sem hún lá sofandi og hálfnakin í rúmi með nöktum karlmanni. Sendi maðurinn svo myndina á þrjá vini sína í gegnum Facebook. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi gengist við því að hafa tekið myndina og sent hana áfram í gegnum Facebook. Vörn hans byggði á því að hann hefði ekki sýnt af sér lostugt athæfi í skilning 209. greinar almennra hegningarlaga sem snýr að blygðunarsemi og þá hefði hann ekki heldur gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar með því að móðga konuna og smána.Ekki sannað að um lostugt athæfi hafi verið að ræða Dómurinn taldi ekki hægt að slá því föstu sá verknaður að taka myndina og senda hana svo áfram á vini sína fæli í sér lostugt athæfi í skilningi laganna. Var hann því sýknaður af þeim hluta ákærunnar eða eins og segir í dómnum: „Með lostugu athæfi er átt við háttsemi af kynferðislegum toga, er stjórnast af kynhneigð, sem einhver annar verður vitni að. Með lögum nr. 40/1992 voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Í almennum athugasemdum með frumvarpi til laganna kom fram að ef kynferðis¬athafnir gætu ekki talist vera samræði, önnur kynferðismök eða önnur kynferðisleg áreitni gæti 209. gr. almennra hegningarlaga átt við um þær. Þá sagði í athugasemdum við 15. gr. frumvarpsins að það leiddi af nýjum sérákvæðum í 200.-202. gr. laganna, sbr. 8.-10. gr. frumvarpsins, um kynferðislega áreitni, að undir 209. gr. félli nú fyrst og fremst ýmiss konar háttsemi, önnur en káf og þukl á líkama, t.d. gægjur á glugga, berháttun og önnur strípihneigð, og klúrt orðbragð í síma. Ákærði hefur borið því við að sú háttsemi hans að taka áðurlýsta ljósmynd og senda hana til þriggja vina sinna hafi ekki verið sprottin af kynferðislegum rótum. Aðspurður fyrir dómi um hvað honum gekk til vísaði ákærði einkum til þess að honum hefði verið verulega brugðið við að koma að brotaþola og manninum. Hann hefði vilja eiga myndina ef brotaþoli myndi síðar þræta fyrir að karlmaður hefði gist hjá henni þessa nótt, eitthvað sem hún hefði síðan gert síðar þennan sama dag.“ Dómurinn taldi hins vegar sannað að maðurinn hefði gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni með háttseminni og var hann því sakfelldur fyrir þann hluta ákærunnar. Þá var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í bætur og svo allan málskostnað. Dómsmál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni með því að hafa í september 2015 tekið ljósmynd af konunni á síma sinn þar sem hún lá sofandi og hálfnakin í rúmi með nöktum karlmanni. Sendi maðurinn svo myndina á þrjá vini sína í gegnum Facebook. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi gengist við því að hafa tekið myndina og sent hana áfram í gegnum Facebook. Vörn hans byggði á því að hann hefði ekki sýnt af sér lostugt athæfi í skilning 209. greinar almennra hegningarlaga sem snýr að blygðunarsemi og þá hefði hann ekki heldur gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar með því að móðga konuna og smána.Ekki sannað að um lostugt athæfi hafi verið að ræða Dómurinn taldi ekki hægt að slá því föstu sá verknaður að taka myndina og senda hana svo áfram á vini sína fæli í sér lostugt athæfi í skilningi laganna. Var hann því sýknaður af þeim hluta ákærunnar eða eins og segir í dómnum: „Með lostugu athæfi er átt við háttsemi af kynferðislegum toga, er stjórnast af kynhneigð, sem einhver annar verður vitni að. Með lögum nr. 40/1992 voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Í almennum athugasemdum með frumvarpi til laganna kom fram að ef kynferðis¬athafnir gætu ekki talist vera samræði, önnur kynferðismök eða önnur kynferðisleg áreitni gæti 209. gr. almennra hegningarlaga átt við um þær. Þá sagði í athugasemdum við 15. gr. frumvarpsins að það leiddi af nýjum sérákvæðum í 200.-202. gr. laganna, sbr. 8.-10. gr. frumvarpsins, um kynferðislega áreitni, að undir 209. gr. félli nú fyrst og fremst ýmiss konar háttsemi, önnur en káf og þukl á líkama, t.d. gægjur á glugga, berháttun og önnur strípihneigð, og klúrt orðbragð í síma. Ákærði hefur borið því við að sú háttsemi hans að taka áðurlýsta ljósmynd og senda hana til þriggja vina sinna hafi ekki verið sprottin af kynferðislegum rótum. Aðspurður fyrir dómi um hvað honum gekk til vísaði ákærði einkum til þess að honum hefði verið verulega brugðið við að koma að brotaþola og manninum. Hann hefði vilja eiga myndina ef brotaþoli myndi síðar þræta fyrir að karlmaður hefði gist hjá henni þessa nótt, eitthvað sem hún hefði síðan gert síðar þennan sama dag.“ Dómurinn taldi hins vegar sannað að maðurinn hefði gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni með háttseminni og var hann því sakfelldur fyrir þann hluta ákærunnar. Þá var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í bætur og svo allan málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira