Sport

Veðja 719 milljörðum á Super Bowl leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brandon Graham vann Super Bowl með Philadelphia Eagles í fyrra og fagnar hér sigri með konu sinni og dóttur.
Brandon Graham vann Super Bowl með Philadelphia Eagles í fyrra og fagnar hér sigri með konu sinni og dóttur. Getty/Mike Ehrmann
Super Bowl vikan er hafin í Bandaríkjunum en á sunnudaginn kemur mætast lið New England Patriots og Los Angeles Rams á hinum nýja og glæsilega Mercedes-Benz leikvanginum í Atlanta í Georgíufylki.

Það er gríðarlegur áhugi á leiknum og hann fær svakalegt áhorf í bandarísku sjónvarpi. Leikurinn er sýndur hér á Stöð 2 Sport um næstu helgi.

Flottustu og dýrustu auglýsingar ársins eru gerðar fyrir rándýran sýningartíma í öllum hléum leiksins og hálfleikssýningin vekur jafnan heimsathygli.

Bandaríkjamenn ætla líka að veðja hraustlega á leikinn ef marka má nýja könnum sem Darren Rovell segir frá á Twitter-reikningi sínum.





Þar kemur fram að einn af hverjum tíu Bandaríkjamönnum ætla að setja pening á leikinn en það eru um 22,7 milljónir.

Samtals munu Bandaríkjamenn setja sex milljarða dollara á leikinn eða um 719 milljarða íslenskra króna.

Það kemur líka fram í þessari könnunum að 52 prósent aðspurða ætla að veðja á sigur Los Angeles Rams en „aðeins“ 48 prósent trúa því að Tom Brady og félagar í New England Patriots muni vinna leikinn.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×