Sport

Mahomes bestur er Ameríkudeildin burstaði Þjóðadeildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mahomes og Adams voru bestu menn leiksins. Fengu þeir nýjan bíl í verðlaun.
Mahomes og Adams voru bestu menn leiksins. Fengu þeir nýjan bíl í verðlaun. vísir/getty
Hinn magnaði leikstjórnandi Kansas City Chiefs, Patrick Mahomes, lauk frábæru tímabili hjá sér í gær er hann var valinn besti leikmaður stjörnuleiks NFL-deildarinnar, Pro Bowl.

Mahomes sýndi skemmtileg tilþrif í 26-7 sigri Ameríkudeildarinnar á Þjóðadeildinni. Venju samkvæmt kastaði hann fyrir snertimarki í fyrstu sókn leiksins en það var innherji Indianapolis Colts, Eric Ebron, sem greip frá honum.

Mahomes endaði með 156 jarda í þessum eina fjórðungi sem hann spilaði.





Jamal Adams, varnarmaður NY Jets, var valinn besti varnarmaður leiksins sem fór fram í rigningu og frekar leiðinlegum aðstæðum í Orlando.

Leikurinn þykir sjaldan mjög skemmtilegur en mörgum þótti keyra um þverbak í ruglinu í gær er alls konar sóknarmenn voru farnir að spila vörn og öfugt.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×