Telur siðareglur ekki eiga við um þjóðkjörna fulltrúa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2019 21:41 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Alþingi sé sérstakur vinnustaður og þess vegna eigi siðareglur ekki við um þjóðkjörna fulltrúa. Vísir/vilhelm Siðareglur eiga ekki við í tilfelli þjóðkjörinna fulltrúa og þar af leiðandi ekki heldur siðanefnd Alþingis að mati Brynjars Níelssonar þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Með siðareglunum hafi verið opnað Pandórubox og þróunin muni verða sú að fólk muni kæra í sífellu. Þetta sagði Brynjar sem var álitsgjafi ásamt Auði Jónsdóttur rithöfundi og Jóni Ólafssyni prófessor við Háskóla Íslands í Sprengisandi í dag. Umræðan um siðareglur spannst út frá Klaustursmálinu en það liggur fyrir að þrátt fyrir að siðanefnd þingsins álykti á þann veg að þingmennirnir hafi brotið gegn siðareglunum verða engin viðurlög. „Hún [siðanefndin] getur haft einhverja skoðun á hlutunum en það gerist ekkert meira. Menn ákveða bara sjálfir hvað þeir gera,“ segir Brynjar. Alþingi samþykkti í marsmánuði árið 2016 siðareglur fyrir Alþingismenn en við setningu reglnanna var horft til siðareglna Evrópuráðsþingsins. Forsætisnefnd Alþingis skipar þriggja manna ráðgefandi nefnd til fimm ára í senn sem tekur til meðferðar erindi sem forsætisnefnd beinir til hennar um meint brot á siðareglum.Var mótfallinn því að taka upp siðareglur Brynjar segir að upphaflega þegar kom til tals að Alþingismenn tækju upp siðareglur hafi hann verið mótfallinn hugmyndinni og fundist siðareglur ekki eiga við um þjóðkjörna fulltrúa vegna sérstöðu vinnustaðarins og að með siðareglunum sé verið að opna Pandórubox. „Ef menn gera upp á bak, eins og sagt er, þá bara sitja menn uppi með það. Þá bara liggur það fyrir og það eru aðrir sem taka ákvarðanir um hversu boðlegt þetta er og svo framvegis, ekki eitthvert fólk upp í Háskóla eða við í forsætisnefnd eða eitthvað slíkt. Þannig horfi ég á það.“ Brynjar segir að siðareglurnar séu að erlendri fyrirmynd og að siðareglurnar hefðu verið liður í því að elta þá þróun sem hefur verið í gangi erlendis. Hann telur þó að íslenskt samfélag sé annars eðlis og að slíkt fyrirkomulag myndi ekki ganga hér á landi. „Ég sagði bara einfaldlega að íslenskt samfélag er þannig að við munum opna Pandórubox og menn munu alltaf vera að kæra. Það mætti ekkert lengur og allir væru móðgaðir og svo framvegis og svo ráðum við auðvitað ekki neitt við neitt. Við [forsætisnefnd Alþingis] erum komin með mörg mál núna frá einstaklingum út í bæ,“ segir Brynjar sem bætir við að hann hafi bent á þetta á sínum tíma og að þá hafi verið hlegið að honum.Jón Ólafsson prófessor telur að siðanefnd sjálf eigi að ákveða hvaða mál skuli tekin upp og hver ekki.Fréttablaðið/Anton BrinkGerir athugasemdir við tilhögun siðareglna og siðanefndar Jón telur að það sé óþarfa áhyggjur að „kolvitlaus almenningur fari endalaust að „dömpa“ málum á siðanefnd“. Hann telur þó að það hefði mátt standa betur að ferlinu. Jón segir að sú leið sem var valin að forsætisnefnd yrði ákveðinn „filter“ fyrir siðanefnd hafi ekki verið sniðug. Það sé langeðlilegast þegar sambærilegar nefndir eiga í hlut að þær taki sjálfar afstöðu til málanna. „Allar siðanefndir ákveða, bara eins og Hæstiréttur í dag, hvort mál séu þess virði að taka fyrir eða ekki. Í sumum stofnunum er það þannig að mörg ef ekki flest eru aldrei tekin fyrir, þeim er bara vísað frá,“ segir Jón sem er þeirrar skoðunar að þegar fólk geri sér í auknum mæli grein fyrir því hvernig siðanefndir virka þá muni draga úr tilefnislausum kærum. Jón segist vera sammála Brynjari hvað varðar úrskurðarvald siðanefndarinnar. Siðareglur séu jafnan tilraun starfsfólks á sama vinnustað til að orða sameiginlega einhverjar grundvallarreglur sem stéttin á að hafa metnað til að fara eftir. „Það er ekkert meira en það og að mörgu leyti er þessi „prósess“ að búa þetta til aðalatriðið,“ segir Jón. Hann segir að hægt sé að fara tvær leiðir hvað varðar siðareglurnar; annars vegar úrskurðarleiðina og hins vegar forvarnargildisleiðina. „Annars vegar viltu búa til reglur sem hægt er að úrskurða eftir og segja sekur eða saklaus, þú ert búinn að brjóta reglurnar eða ekki en hins vegar er hægt að nota þær miklu meira í forvarnarskyni, það er að segja, að almenningur geti horft á svona reglur og spurt hvort menn séu að fara fetir því sem þeir segjast fara eftir.“ Hann segir að orðið reglur í þessu samhengi sé mögulega ruglandi því þær séu fyrst og fremst viðmið „og ég held að almennt er bara gott fyrir alla, alþingismenn og aðra sem vinna saman að hafa meira formlegt utanumhald um þau siðferðislegu viðmið sem þau vilja hafa,“ segir Jón. Alþingi Sprengisandur Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Myndi „rústa trausti á Alþingi“ ef meirihluti nefndarinnar misnotar aðstöðu sína Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir að traust á siðareglum fyrir Alþingismenn glatist ef málsmeðferð forsætisnefndar á ábendingum um möguleg brot þingmanna á þeim er ekki hafin yfir vafa um óhlutdrægni og vandaða og réttláta málsmeðferð. 18. desember 2018 21:44 Forseti Alþingis segir engin bein viðurlög við brotum þingmanna á siðareglum Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir engin bein viðurlög liggja við því þegar þingmenn gerist brotlegir við siðareglur Alþingis. Hann segir þó að hægt sé að birta niðurstöðu málsmeðferðar siðanefndar opinberlega og að það aðhaldshlutverk sem nefndin sinnir felist í því. 3. desember 2018 21:28 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Siðareglur eiga ekki við í tilfelli þjóðkjörinna fulltrúa og þar af leiðandi ekki heldur siðanefnd Alþingis að mati Brynjars Níelssonar þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Með siðareglunum hafi verið opnað Pandórubox og þróunin muni verða sú að fólk muni kæra í sífellu. Þetta sagði Brynjar sem var álitsgjafi ásamt Auði Jónsdóttur rithöfundi og Jóni Ólafssyni prófessor við Háskóla Íslands í Sprengisandi í dag. Umræðan um siðareglur spannst út frá Klaustursmálinu en það liggur fyrir að þrátt fyrir að siðanefnd þingsins álykti á þann veg að þingmennirnir hafi brotið gegn siðareglunum verða engin viðurlög. „Hún [siðanefndin] getur haft einhverja skoðun á hlutunum en það gerist ekkert meira. Menn ákveða bara sjálfir hvað þeir gera,“ segir Brynjar. Alþingi samþykkti í marsmánuði árið 2016 siðareglur fyrir Alþingismenn en við setningu reglnanna var horft til siðareglna Evrópuráðsþingsins. Forsætisnefnd Alþingis skipar þriggja manna ráðgefandi nefnd til fimm ára í senn sem tekur til meðferðar erindi sem forsætisnefnd beinir til hennar um meint brot á siðareglum.Var mótfallinn því að taka upp siðareglur Brynjar segir að upphaflega þegar kom til tals að Alþingismenn tækju upp siðareglur hafi hann verið mótfallinn hugmyndinni og fundist siðareglur ekki eiga við um þjóðkjörna fulltrúa vegna sérstöðu vinnustaðarins og að með siðareglunum sé verið að opna Pandórubox. „Ef menn gera upp á bak, eins og sagt er, þá bara sitja menn uppi með það. Þá bara liggur það fyrir og það eru aðrir sem taka ákvarðanir um hversu boðlegt þetta er og svo framvegis, ekki eitthvert fólk upp í Háskóla eða við í forsætisnefnd eða eitthvað slíkt. Þannig horfi ég á það.“ Brynjar segir að siðareglurnar séu að erlendri fyrirmynd og að siðareglurnar hefðu verið liður í því að elta þá þróun sem hefur verið í gangi erlendis. Hann telur þó að íslenskt samfélag sé annars eðlis og að slíkt fyrirkomulag myndi ekki ganga hér á landi. „Ég sagði bara einfaldlega að íslenskt samfélag er þannig að við munum opna Pandórubox og menn munu alltaf vera að kæra. Það mætti ekkert lengur og allir væru móðgaðir og svo framvegis og svo ráðum við auðvitað ekki neitt við neitt. Við [forsætisnefnd Alþingis] erum komin með mörg mál núna frá einstaklingum út í bæ,“ segir Brynjar sem bætir við að hann hafi bent á þetta á sínum tíma og að þá hafi verið hlegið að honum.Jón Ólafsson prófessor telur að siðanefnd sjálf eigi að ákveða hvaða mál skuli tekin upp og hver ekki.Fréttablaðið/Anton BrinkGerir athugasemdir við tilhögun siðareglna og siðanefndar Jón telur að það sé óþarfa áhyggjur að „kolvitlaus almenningur fari endalaust að „dömpa“ málum á siðanefnd“. Hann telur þó að það hefði mátt standa betur að ferlinu. Jón segir að sú leið sem var valin að forsætisnefnd yrði ákveðinn „filter“ fyrir siðanefnd hafi ekki verið sniðug. Það sé langeðlilegast þegar sambærilegar nefndir eiga í hlut að þær taki sjálfar afstöðu til málanna. „Allar siðanefndir ákveða, bara eins og Hæstiréttur í dag, hvort mál séu þess virði að taka fyrir eða ekki. Í sumum stofnunum er það þannig að mörg ef ekki flest eru aldrei tekin fyrir, þeim er bara vísað frá,“ segir Jón sem er þeirrar skoðunar að þegar fólk geri sér í auknum mæli grein fyrir því hvernig siðanefndir virka þá muni draga úr tilefnislausum kærum. Jón segist vera sammála Brynjari hvað varðar úrskurðarvald siðanefndarinnar. Siðareglur séu jafnan tilraun starfsfólks á sama vinnustað til að orða sameiginlega einhverjar grundvallarreglur sem stéttin á að hafa metnað til að fara eftir. „Það er ekkert meira en það og að mörgu leyti er þessi „prósess“ að búa þetta til aðalatriðið,“ segir Jón. Hann segir að hægt sé að fara tvær leiðir hvað varðar siðareglurnar; annars vegar úrskurðarleiðina og hins vegar forvarnargildisleiðina. „Annars vegar viltu búa til reglur sem hægt er að úrskurða eftir og segja sekur eða saklaus, þú ert búinn að brjóta reglurnar eða ekki en hins vegar er hægt að nota þær miklu meira í forvarnarskyni, það er að segja, að almenningur geti horft á svona reglur og spurt hvort menn séu að fara fetir því sem þeir segjast fara eftir.“ Hann segir að orðið reglur í þessu samhengi sé mögulega ruglandi því þær séu fyrst og fremst viðmið „og ég held að almennt er bara gott fyrir alla, alþingismenn og aðra sem vinna saman að hafa meira formlegt utanumhald um þau siðferðislegu viðmið sem þau vilja hafa,“ segir Jón.
Alþingi Sprengisandur Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Myndi „rústa trausti á Alþingi“ ef meirihluti nefndarinnar misnotar aðstöðu sína Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir að traust á siðareglum fyrir Alþingismenn glatist ef málsmeðferð forsætisnefndar á ábendingum um möguleg brot þingmanna á þeim er ekki hafin yfir vafa um óhlutdrægni og vandaða og réttláta málsmeðferð. 18. desember 2018 21:44 Forseti Alþingis segir engin bein viðurlög við brotum þingmanna á siðareglum Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir engin bein viðurlög liggja við því þegar þingmenn gerist brotlegir við siðareglur Alþingis. Hann segir þó að hægt sé að birta niðurstöðu málsmeðferðar siðanefndar opinberlega og að það aðhaldshlutverk sem nefndin sinnir felist í því. 3. desember 2018 21:28 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06
Myndi „rústa trausti á Alþingi“ ef meirihluti nefndarinnar misnotar aðstöðu sína Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir að traust á siðareglum fyrir Alþingismenn glatist ef málsmeðferð forsætisnefndar á ábendingum um möguleg brot þingmanna á þeim er ekki hafin yfir vafa um óhlutdrægni og vandaða og réttláta málsmeðferð. 18. desember 2018 21:44
Forseti Alþingis segir engin bein viðurlög við brotum þingmanna á siðareglum Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir engin bein viðurlög liggja við því þegar þingmenn gerist brotlegir við siðareglur Alþingis. Hann segir þó að hægt sé að birta niðurstöðu málsmeðferðar siðanefndar opinberlega og að það aðhaldshlutverk sem nefndin sinnir felist í því. 3. desember 2018 21:28