Fótbolti

Fjölskylda Sala á Guernsey og hefur fundað með lögreglunni: Markmið söfnunarinnar náð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sala var meðal annars minnst fyrir leik Swansea og Gillingham í enska bikarnum í gær.
Sala var meðal annars minnst fyrir leik Swansea og Gillingham í enska bikarnum í gær. vísir/getty
Fjölskylda Emiliano Sala, knattspyrnumannsins sem er saknað, er komin til Guernsey en Sala er talinn hafa farist á þeim slóðum.

Mercedes, móðir Sala, og Romina, systir hans, eru nú á Guernsey þar sem þær hafa hitt David Mearns, yfirmann lögreglunnar, en hann er yfir leitinni af Sala.

Umboðsskrifstofan Sport Cover setti af stað söfnun til þess að setja leit af Sala aftur af stað en henni var hætt í vikunni. Markmiðið var að safna 300 þúsud evrum og því hefur nú verið náð á GoFundMe síðunni.

Fjölskylda Sala þakkaði þeim sem lögðu lóð sín á vogaskálarnar í söfnuninni en meðal annars voru það Lionel Messi og Diego Maradona sem töluðu fyrir söfnuninni og hjálpuðu til.

Leikmenn eins og Ilkay Gundogan, Geoffrey Kondogbia, Corentin Tolisso og Maxime Gonalons voru á meðal þeirra sem lögðu söfnuninni lið ásamt mörgum öðrum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×