Innlent

Mótmæli á Austurvelli: „Hypjið ykkur af þingi!“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Yfir eitt hundrað manns sóttu mótmælin.
Yfir eitt hundrað manns sóttu mótmælin. Vísir/Sighvatur
Yfir hundrað manns lögðu leið sína á Austurvöll klukkan tvö í dag í þeim tilgangi að mótmæla og krefjast afsagnar þingmannanna sex sem áttu hlut að máli í hinu svokallaða Klaustursmáli.

Þó nokkuð færri létu sjá sig en búist var við þar sem á fimmta hundrað höfðu boðað komu sína á Facebook-viðburði mótmælanna.

„Nú er komið nóg, við segjum nei, hingað og ekki lengra. Siðleysi þingmanna er ekki liðið, spillingin er ekki liðin! Sýnið a.m.k. örlitla virðingu fyrir Alþingi Íslendinga og hypjið ykkur af þingi,“ segir í lýsingu á viðburðinum.

Meðal þeirra sem tóku til máls á mótmælafundinum voru Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, og Bára Halldórsdóttir, aktívisti og uppljóstrari, en það var Bára sjálf sem tók upp tal þingmannanna sex á Klaustri og kom þeim í hendur fjölmiðla. Fundarstjóri var Ninna Karla Katrínardóttir.

Talsverð umræða hefur verið um Klaustursmálið að nýju eftir að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, sneru aftur á þing í síðustu viku. Þeir höfðu áður tekið sér leyfi frá þingstörfum vegna málsins.

Bára Halldórsdóttir tók til máls á mótmælafundinum.Vísir/Sighvatur
Vísir/Sighvatur
Vísir/Sighvatur

Tengdar fréttir

„Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“

Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×