Íris gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til vinnu í sporum Miðflokksmanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2019 14:14 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd/Tryggvi Már Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. Þá lýsti hún yfir aðdáun á viðbrögðum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í kjölfar endurkomunnar. Gunnar Bragi og Bergþór sneru aftur á þing í vikunni eftir að þeir tóku sér launalaust leyfi í desember vegna Klaustursmálsins svokallaða. Bæði Gunnar Bragi og Bergþór höfðu uppi ósæmileg ummæli um þingmenn, þar á meðal þær Írisi og Lilju.Skrýtin nálgun hjá Klaustursmönnum Íris ræddi Klaustursmálið í þættinum Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Aðspurð sagði hún að það væri vissulega ekki auðvelt að takast á við málið. Þá furðaði hún sig á því að Miðflokksmenn og þeir sem samankomnir voru á Klaustri umrætt kvöld tönnlist sífellt á því að ekki hafi átt að taka þá upp. Ekki eigi að blanda þeirri umræðu inn í umræðuna um það sem þeir sögðu en orðfærið hafi einmitt orðið þingmönnunum öllum til háborinnar skammar.Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason voru á alræmdum hittingi nokkurra þingmanna á Klaustur Bar þann 20. nóvember. Þeir sneru aftur til vinnu á Alþingi í vikunni.Vísir„En það á ekkert að blanda því saman. Það breytir því ekki að allt það sem þeir sögðu þarna um fólk, sérstaklega um konur, við vitum það öll og það er ekki hægt að stroka það út af því að þeir telja að það hefði ekki mátt taka það upp. Mér finnst þessi nálgun svo skrýtin.“Hefði sett stórt strik í reikninginn á öllum vinnustöðum Þá benti Íris á að þingmenn á Alþingi störfuðu þar á sínum forsendum og þar væri enginn yfirmaður til að reka þá sem standa sig illa. Það breyti því þó ekki að Alþingi sé vinnustaður og á vinnustöðum viðgangist ekki orðfærið á borð við það sem viðhaft var á Klaustri. „En þetta er samt vinnustaður sem fólk er á, fólk sem er búið að heyra hluti sagða um sig sem eru mjög ljótir og meiðandi. Á öllum vinnustöðum myndi þetta setja stórt strik í reikninginn þegar viðkomandi aðilar koma aftur. Og maður fann það bara, maður sá það og fann það, að þetta er að hafa gríðarleg áhrif á Alþingi.“ Íris sagðist jafnframt ekki geta hugsað sér að snúa aftur til vinnu ef hún hefði sjálf verið staðin að því sem fram fór á Klaustri í nóvember. „Ég myndi einhvern veginn ekki geta unnið vinnuna mína undir þessum formerkjum ef ég hefði verið í þessum sporum, án þess að ég ætli að segja hvað þessir menn eiga að gera.“Hér sést Lilja hvísla að Gunnari Braga á þingfundi á fimmtudag.Ber ómælda virðingu fyrir Lilju Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, ein þeirra sem talað var um á Klaustri, hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína á þingi í garð Gunnars Braga Sveinssonar eftir endurkomu hans og Bergþórs. Íris lýsti yfir aðdáun sinni á viðbrögðum Lilju í málinu. „Mér finnst Lilja hafa staðið sig ótrúlega vel í þessu öllu, af því að hún fær hvað harðasta útreið í þessu, og að hún skuli standa bara keik,“ sagði Íris. „Ég ber ómælda virðingu fyrir henni og þeim konum sem eru þarna og þessu fólki öllu sem er að glíma við þetta. En auðvitað þarf þingið að leysa úr þessu og það er alveg klárt að mennirnir ráða hvort þeir koma til baka eða ekki.“Hlusta má á viðtalið við Írisi í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. Þá lýsti hún yfir aðdáun á viðbrögðum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í kjölfar endurkomunnar. Gunnar Bragi og Bergþór sneru aftur á þing í vikunni eftir að þeir tóku sér launalaust leyfi í desember vegna Klaustursmálsins svokallaða. Bæði Gunnar Bragi og Bergþór höfðu uppi ósæmileg ummæli um þingmenn, þar á meðal þær Írisi og Lilju.Skrýtin nálgun hjá Klaustursmönnum Íris ræddi Klaustursmálið í þættinum Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Aðspurð sagði hún að það væri vissulega ekki auðvelt að takast á við málið. Þá furðaði hún sig á því að Miðflokksmenn og þeir sem samankomnir voru á Klaustri umrætt kvöld tönnlist sífellt á því að ekki hafi átt að taka þá upp. Ekki eigi að blanda þeirri umræðu inn í umræðuna um það sem þeir sögðu en orðfærið hafi einmitt orðið þingmönnunum öllum til háborinnar skammar.Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason voru á alræmdum hittingi nokkurra þingmanna á Klaustur Bar þann 20. nóvember. Þeir sneru aftur til vinnu á Alþingi í vikunni.Vísir„En það á ekkert að blanda því saman. Það breytir því ekki að allt það sem þeir sögðu þarna um fólk, sérstaklega um konur, við vitum það öll og það er ekki hægt að stroka það út af því að þeir telja að það hefði ekki mátt taka það upp. Mér finnst þessi nálgun svo skrýtin.“Hefði sett stórt strik í reikninginn á öllum vinnustöðum Þá benti Íris á að þingmenn á Alþingi störfuðu þar á sínum forsendum og þar væri enginn yfirmaður til að reka þá sem standa sig illa. Það breyti því þó ekki að Alþingi sé vinnustaður og á vinnustöðum viðgangist ekki orðfærið á borð við það sem viðhaft var á Klaustri. „En þetta er samt vinnustaður sem fólk er á, fólk sem er búið að heyra hluti sagða um sig sem eru mjög ljótir og meiðandi. Á öllum vinnustöðum myndi þetta setja stórt strik í reikninginn þegar viðkomandi aðilar koma aftur. Og maður fann það bara, maður sá það og fann það, að þetta er að hafa gríðarleg áhrif á Alþingi.“ Íris sagðist jafnframt ekki geta hugsað sér að snúa aftur til vinnu ef hún hefði sjálf verið staðin að því sem fram fór á Klaustri í nóvember. „Ég myndi einhvern veginn ekki geta unnið vinnuna mína undir þessum formerkjum ef ég hefði verið í þessum sporum, án þess að ég ætli að segja hvað þessir menn eiga að gera.“Hér sést Lilja hvísla að Gunnari Braga á þingfundi á fimmtudag.Ber ómælda virðingu fyrir Lilju Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, ein þeirra sem talað var um á Klaustri, hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína á þingi í garð Gunnars Braga Sveinssonar eftir endurkomu hans og Bergþórs. Íris lýsti yfir aðdáun sinni á viðbrögðum Lilju í málinu. „Mér finnst Lilja hafa staðið sig ótrúlega vel í þessu öllu, af því að hún fær hvað harðasta útreið í þessu, og að hún skuli standa bara keik,“ sagði Íris. „Ég ber ómælda virðingu fyrir henni og þeim konum sem eru þarna og þessu fólki öllu sem er að glíma við þetta. En auðvitað þarf þingið að leysa úr þessu og það er alveg klárt að mennirnir ráða hvort þeir koma til baka eða ekki.“Hlusta má á viðtalið við Írisi í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira
Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45
Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00