Álitamál hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2019 19:00 Álitamál er hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands því tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Formaður Dómarafélags Íslands og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur funduðu í dag með utanríkisráðherra vegna þessa máls og máls Murat Arslan, tyrknesks dómara sem á dögunum var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Arslan er formaður Dómarafélags Tyrklands. Er hann nú á meðal fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta en alls hafa 2.500 dómarar verið handteknir í Tyrklandi frá júlí 2016. Skúli Magnússon héraðsdómari og Murat Arslan þekkjast í gegnum Alþjóðasamtök dómara. „Það sem stingur við þetta mál er að við vitum mjög lítið hvaða sakir voru bornar á Murat Arslan. Við vitum ekki á hverju dómurinn grundvallaðist. Við vitum, samkvæmt sjónarvottum, að dómararnir íhuguðu málið í þrjár mínútur áður en þeir kváðu upp þennan tíu ára fangelsisdóm,“ segir Skúli sem hefur unnið með Arslan. „Ég þekki þennan mann persónulega, hef hitt hann og unnið með honum og á afskaplega erfitt með að trúa að hann hafi tekið þátt í þessari tilraun til valdaráns í Tyrklandi sumarið 2016.“ Tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, segir þetta talsvert áhyggjuefni. Enda sé það álitamál hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands. „Við höfum það frá fyrstu hendi frá kollegum okkar í Evrópu að þeir hætti sér ekki þangað (til Tyrklands). Alþjóðasamtök dómara hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök og einstakir meðlimir þeirra samtaka líka. Það er eitt af því sem við báðum ráðherra um að kanna. Hvernig okkar högum, íslensku dómaranna, er háttað verandi aðilar að þessum samtökum og virkir stuðningsmenn tyrkneskra dómara,“ segir Ingibjörg. Tyrkland Tengdar fréttir Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. 25. janúar 2019 12:15 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Álitamál er hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands því tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Formaður Dómarafélags Íslands og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur funduðu í dag með utanríkisráðherra vegna þessa máls og máls Murat Arslan, tyrknesks dómara sem á dögunum var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Arslan er formaður Dómarafélags Tyrklands. Er hann nú á meðal fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta en alls hafa 2.500 dómarar verið handteknir í Tyrklandi frá júlí 2016. Skúli Magnússon héraðsdómari og Murat Arslan þekkjast í gegnum Alþjóðasamtök dómara. „Það sem stingur við þetta mál er að við vitum mjög lítið hvaða sakir voru bornar á Murat Arslan. Við vitum ekki á hverju dómurinn grundvallaðist. Við vitum, samkvæmt sjónarvottum, að dómararnir íhuguðu málið í þrjár mínútur áður en þeir kváðu upp þennan tíu ára fangelsisdóm,“ segir Skúli sem hefur unnið með Arslan. „Ég þekki þennan mann persónulega, hef hitt hann og unnið með honum og á afskaplega erfitt með að trúa að hann hafi tekið þátt í þessari tilraun til valdaráns í Tyrklandi sumarið 2016.“ Tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, segir þetta talsvert áhyggjuefni. Enda sé það álitamál hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands. „Við höfum það frá fyrstu hendi frá kollegum okkar í Evrópu að þeir hætti sér ekki þangað (til Tyrklands). Alþjóðasamtök dómara hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök og einstakir meðlimir þeirra samtaka líka. Það er eitt af því sem við báðum ráðherra um að kanna. Hvernig okkar högum, íslensku dómaranna, er háttað verandi aðilar að þessum samtökum og virkir stuðningsmenn tyrkneskra dómara,“ segir Ingibjörg.
Tyrkland Tengdar fréttir Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. 25. janúar 2019 12:15 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. 25. janúar 2019 12:15