Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 16:47 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér koma til fundar með bankaráði Seðlabankans í nóvember vegna dóms Hæstaréttar. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. Telur umboðsmaður að bankinn hafi ekki leyst úr erindinu með fullnægjandi hætti með svari sínu til Samherja en það var í fyrra sem Samherji óskaði eftir því að Seðlabankinn myndi afturkalla ákvörðunina um stjórnvaldssektina. „Vísaði hann í þeim efnum einkum til þess að niðurstaða bankans um álagningu stjórnvaldssektar hefði ekki verið í samræmi við fyrirliggjandi afstöðu ríkissaksóknara til gildis laga og reglna um gjaldeyrismál sem fullnægjandi refsiheimilda. Bankinn byggði aftur á móti á því að þessi sjónarmið, um að bankinn hefði ekki byggt ákvörðun sína á fullnægjandi lagagrundvelli, hefðu legið fyrir þegar upphafleg ákvörðun var tekin um stjórnvaldssekt árið 2016. Afstaða bankans til þeirra hefði því verið ljós á þeim tíma,“ segir á vef umboðsmanns. Umboðsmaður telur að með svari sínu hafi Seðlabankinn ekki tekið afstöðu til þeirra röksemda sem vísað hefði verið til beiðni Samherja til stuðnings. „Seðlabankanum hefði að minnsta kosti borið að leggja efnislegt mat á þær ástæður sem hann hefði byggt beiðni sína á, og þá einkum tilvísun hans til afstöðu ríkissaksóknara sem varðaði bráðabirgðaákvæði við lög um gjaldeyrismál og reglna Seðlabankans um gjaldeyrismál og þá hvort þær upplýsingar hefðu getað haft þýðingu fyrir úrlausn málsins. Af því leiddi að umboðsmaður taldi svar Seðlabankans ekki í samræmi við lög,“ segir á vef umboðsmanns en hann leggur til að Seðlabankinn taki erindi Samherja að nýju til meðferðar. Það var í nóvember síðastliðnum sem Hæstiréttur felldi stjórnvaldssekt Seðlabankans á hendur Samherja úr gildi en með dómnum var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Í kjölfar dóms Hæstaréttar óskaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eftir greinargerð frá Seðlabankanum vegna málsins. Átti bankinn að skila greinargerðinni í desember en henni hefur ekki enn verið skilað.Álit umboðsmanns Alþingis má sjá í heild sinni hér. Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30 Varð óvinnufær og þurfti að hætta hjá Samherja eftir rannsókn Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, fjölskyldumaður úr Svarfaðardal, varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja. Hann náði sér aldrei og þurfti að hætta hjá Samherja eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu. 21. nóvember 2018 19:15 Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. Telur umboðsmaður að bankinn hafi ekki leyst úr erindinu með fullnægjandi hætti með svari sínu til Samherja en það var í fyrra sem Samherji óskaði eftir því að Seðlabankinn myndi afturkalla ákvörðunina um stjórnvaldssektina. „Vísaði hann í þeim efnum einkum til þess að niðurstaða bankans um álagningu stjórnvaldssektar hefði ekki verið í samræmi við fyrirliggjandi afstöðu ríkissaksóknara til gildis laga og reglna um gjaldeyrismál sem fullnægjandi refsiheimilda. Bankinn byggði aftur á móti á því að þessi sjónarmið, um að bankinn hefði ekki byggt ákvörðun sína á fullnægjandi lagagrundvelli, hefðu legið fyrir þegar upphafleg ákvörðun var tekin um stjórnvaldssekt árið 2016. Afstaða bankans til þeirra hefði því verið ljós á þeim tíma,“ segir á vef umboðsmanns. Umboðsmaður telur að með svari sínu hafi Seðlabankinn ekki tekið afstöðu til þeirra röksemda sem vísað hefði verið til beiðni Samherja til stuðnings. „Seðlabankanum hefði að minnsta kosti borið að leggja efnislegt mat á þær ástæður sem hann hefði byggt beiðni sína á, og þá einkum tilvísun hans til afstöðu ríkissaksóknara sem varðaði bráðabirgðaákvæði við lög um gjaldeyrismál og reglna Seðlabankans um gjaldeyrismál og þá hvort þær upplýsingar hefðu getað haft þýðingu fyrir úrlausn málsins. Af því leiddi að umboðsmaður taldi svar Seðlabankans ekki í samræmi við lög,“ segir á vef umboðsmanns en hann leggur til að Seðlabankinn taki erindi Samherja að nýju til meðferðar. Það var í nóvember síðastliðnum sem Hæstiréttur felldi stjórnvaldssekt Seðlabankans á hendur Samherja úr gildi en með dómnum var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Í kjölfar dóms Hæstaréttar óskaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eftir greinargerð frá Seðlabankanum vegna málsins. Átti bankinn að skila greinargerðinni í desember en henni hefur ekki enn verið skilað.Álit umboðsmanns Alþingis má sjá í heild sinni hér.
Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30 Varð óvinnufær og þurfti að hætta hjá Samherja eftir rannsókn Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, fjölskyldumaður úr Svarfaðardal, varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja. Hann náði sér aldrei og þurfti að hætta hjá Samherja eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu. 21. nóvember 2018 19:15 Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30
Varð óvinnufær og þurfti að hætta hjá Samherja eftir rannsókn Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, fjölskyldumaður úr Svarfaðardal, varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja. Hann náði sér aldrei og þurfti að hætta hjá Samherja eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu. 21. nóvember 2018 19:15
Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur