Íslenski boltinn

Víkingar fá tvo fyrirliða til sín í fótboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Mack og Þórður Ingason með þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni og Heimi Gunnlaugssyni varaformanni Knattspyrnudeildar Víkings.
James Mack og Þórður Ingason með þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni og Heimi Gunnlaugssyni varaformanni Knattspyrnudeildar Víkings. Mynd/Knattspyrnudeild Víkings
Víkingar eru farnir að styrkja sig fyrir átökin í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og gerðu í gær tveggja ára samning við tvo nýja leikmenn sem báðir hafa verið fyrirliðar hjá sínum liðum.

Leikmennirnir sem eru komnir til Víkings eru markvörðurinn Þórður Ingason og bandaríski sóknarmaðurinn James Mack. Báðir sömdu þeir út 2020 tímabilið en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Víkings

Þórður Ingason er 30 ára gamall markvörður sem stærstan hluta ferilsins hefur varið mark Fjölnis og var fyrirliði liðsins í Pepsi-deildinni síðasta sumar. Þórður er leikjahæsti leikmaður Fjölnis í efstu deild með 123 leiki en hann tók metið af Gunnari Má Guðmundssyni síðasta sumar.

Þórður á að auki baki leiki fyrir KR og BÍ/Bolungarvík. Hann hefur leikið 244 leiki í Íslandsmóti og bikarkeppni KSÍ en að auki á hann 17 leiki fyrir U17, U19 og U21 árs landslið Íslands.

James Mack er 30 ára gamall sóknarmaður sem leikið hefur með Selfossi og Vestra hér á landi en hann hefur einnig leikið með Chicago Fire, Tourcoing, Charleston Battery, og Ekeanas SC í Bandríkjunum.

Mack hefur tekið þátt í 73 leikjum í Íslandsmóti og bikarkeppni KSÍ og skorað í þeim 24 mörk. James Mack á ættir að rekja til bandarísku Jómfrúreyja og er sem stendur fyrirliði landsliðs þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×