Sport

Gagnrýnir hina ærandi þögn yfirmanns NFL-deildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Watson er sár út í Roger Goodell.
Watson er sár út í Roger Goodell. vísir/getty
Einn virtasti leikmaður NFL-deildarinnar, Benjamin Watson hjá New Orleans Saints, skrifaði yfirmanni NFL-deildarinnar, Roger Goodell, bréf í gær sem hefur vakið athygli.

Watson og félagar í Saints eru enn eðlilega mjög sárir yfir dómarahneykslinu í leik þeirra gegn LA Rams og Watson gagnrýnir Goodell fyrir að taka ekki í taumana á málinu og sýna enga leiðtogahæfileika.

Goodell hefur nefnilega farið í felur og ekkert tjáð sig um skandalinn frekar en deildin. Þðgn NFL-deildarinnar í þessu máli er ærandi og í raun vandræðaleg.





„Við áttum okkur öll á því að fótbolti er ekki fullkominn leikur. Það sem gerðist í New Orleans gekk þó lengra en það sem búast má við,“ skrifaði Watson og bætti við.

„Að maður í þinni stöðu skuli þegja þunnu hljóði er óásættanlegt. Það er niðurlægjandi fyrir leikinn og vanvirðing við aðdáendur íþróttarinnar. Þú þarft að leiða með góðu fordæmi og við bíðum.“

Leikurinn gegn Rams var síðasti leikurinn á ferli Watson og honum finnst eðlilega súrt að enda svona í stað þess að vera á leiðinni í Super Bowl.

Það hefur allt verið brjálað eftir leikinn. Leikmenn eru reiðir og senda NFL-deildinni og Goodell tóninn. Stuðningsmenn kaupa auglýsingaskilti og drulla yfir deildina og svo eru stuðningsmenn einnig farnir í mál.





Goodell hefur vald til þess að taka á málinu og láta þess vegna spila lokamínútur leiksins upp á nýtt. Það mun hann þó aldrei gera en leikmenn og stuðningsmenn Saints neita að þegja. Þeir ætla að minna á þennan skandal miklu lengur.

NFL

Tengdar fréttir

Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu

Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×