Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Stefán Árni Pálsson skrifar 25. janúar 2019 11:30 Halla fær enga þörf fyrir svindldögum eftir að hún byrjaði á Keto. Mataræðið Keto hefur notið gríðarlega vinsælda um allan heim og einnig hér á landi síðustu ár. En þetta mataræði er einnig umdeilt. Hér á landi hefur til dæmis Keto bókin eftir Gunnar Má Sigfússon einkaþjálfara og heilsugúru slegið í gegn og námskeiðin hans eru mjög vinsæl. Og einnig hefur Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti verið með vinsæl Keto námskeið ásamt sínum vinsælu Ljómandi námskeiðum sem alltaf er uppselt á. En á þessu fæði má ekki borða neitt hveiti eða pasta eða brauð og engan sykur en aftur á móti má borða kjöt, fisk, róma, smjör, beikon og fleira í þeim dúr. Í síðustu viku fór Vala Matt í heimsókn til Þorbjargar til þess að heyra útá hvað þetta gengi og í þætti kvöldsins hittir Vala hana Höllu Gunnarsdóttur sem er búin að vera á Keto mataræðinu í tæpt ár og hefur hún lést um tuttugu kíló og er nú laus við öll gigtarlyfin sín, en hún er með vefjagigt sem hefur hrjáð hana í mörg ár. Halla hefur fylgt prógrammi einkaþjálfarans Gunnars Más og fylgt uppskriftum bóka hans og segir sitt líf allt annað eftir að hún fór á þetta mataræði.Ætlaði niður um eina fatastærð „Mig langaði að létta mig og það var alveg ástæða númer eitt fyrir því að ég fór á þetta mataræði,“ segir Halla sem lagði af stað í ferðlagið með það að markmiði að léttast um fimm kíló. „Mér fannst það frekar raunhæft fyrir mig. Bara ein fatastærð, það væri svolítið gott. Ég skrái mig síðan í 21 dags Keto námskeið hjá Gunnari Má og það var bara ótrúlega spennandi. Maður fékk pósta frá honum á hverjum einasta degi í 21 dag. Þetta var ótrúlega gaman.“ Halla segir að í framhaldinu hafi kílóin byrjað að fjúka af henni. „Ég fór algjörlega eftir þessu prógrammi hjá honum, algjörlega. Þegar ég hafði verið á þessu í fjórar viku, þá fór ég að fasta 17/7. Þá borða ég ekkert frá sjö á kvöldin til tólf að hádegi daginn eftir. Þá fóru hlutirnir heldur betur að ganga vel og kílóin flugu af mér.“ Hún segir að það hafi virkað vel á sig að borða engan morgunmat. „Á þessum er maður ekki að detta niður í sykurfall og fá þessa nartþörf. Það eina sem ég sakna er að geta ekki farið út í Krónuna eða Bónus og geta ekki keypt mér hrökkbrauð, ég elska öll hrökkbrauð. Það er auðvelt að leysa það með því að fara í bækurnar hans Gunna og baka sér hrökkbrauð sem er alls ekkert verra en annað.“Gigtarlyfið óþarfi Halla segir að á Keto sé enginn svindldagur í boði. Þörfin fyrir því hverfur með tímanum. Halla hefur verið með gigt í mörg ár. „Eftir að ég byrjaði á þessu mataræði gjörbreyttist líðan mín. Ég bara trúði því ekki hvað var að gerast með mig fyrstu vikurnar. Ég hef verið að taka gigtarlyf síðan 2012 og eftir að ég byrjaði á þessu mataræði fór ég bara að gleyma að taka þessi lyf. Ég ákvað síðan að hætta að taka lyfin og hefur það gengið mjög vel,“ segir Halla en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira
Mataræðið Keto hefur notið gríðarlega vinsælda um allan heim og einnig hér á landi síðustu ár. En þetta mataræði er einnig umdeilt. Hér á landi hefur til dæmis Keto bókin eftir Gunnar Má Sigfússon einkaþjálfara og heilsugúru slegið í gegn og námskeiðin hans eru mjög vinsæl. Og einnig hefur Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti verið með vinsæl Keto námskeið ásamt sínum vinsælu Ljómandi námskeiðum sem alltaf er uppselt á. En á þessu fæði má ekki borða neitt hveiti eða pasta eða brauð og engan sykur en aftur á móti má borða kjöt, fisk, róma, smjör, beikon og fleira í þeim dúr. Í síðustu viku fór Vala Matt í heimsókn til Þorbjargar til þess að heyra útá hvað þetta gengi og í þætti kvöldsins hittir Vala hana Höllu Gunnarsdóttur sem er búin að vera á Keto mataræðinu í tæpt ár og hefur hún lést um tuttugu kíló og er nú laus við öll gigtarlyfin sín, en hún er með vefjagigt sem hefur hrjáð hana í mörg ár. Halla hefur fylgt prógrammi einkaþjálfarans Gunnars Más og fylgt uppskriftum bóka hans og segir sitt líf allt annað eftir að hún fór á þetta mataræði.Ætlaði niður um eina fatastærð „Mig langaði að létta mig og það var alveg ástæða númer eitt fyrir því að ég fór á þetta mataræði,“ segir Halla sem lagði af stað í ferðlagið með það að markmiði að léttast um fimm kíló. „Mér fannst það frekar raunhæft fyrir mig. Bara ein fatastærð, það væri svolítið gott. Ég skrái mig síðan í 21 dags Keto námskeið hjá Gunnari Má og það var bara ótrúlega spennandi. Maður fékk pósta frá honum á hverjum einasta degi í 21 dag. Þetta var ótrúlega gaman.“ Halla segir að í framhaldinu hafi kílóin byrjað að fjúka af henni. „Ég fór algjörlega eftir þessu prógrammi hjá honum, algjörlega. Þegar ég hafði verið á þessu í fjórar viku, þá fór ég að fasta 17/7. Þá borða ég ekkert frá sjö á kvöldin til tólf að hádegi daginn eftir. Þá fóru hlutirnir heldur betur að ganga vel og kílóin flugu af mér.“ Hún segir að það hafi virkað vel á sig að borða engan morgunmat. „Á þessum er maður ekki að detta niður í sykurfall og fá þessa nartþörf. Það eina sem ég sakna er að geta ekki farið út í Krónuna eða Bónus og geta ekki keypt mér hrökkbrauð, ég elska öll hrökkbrauð. Það er auðvelt að leysa það með því að fara í bækurnar hans Gunna og baka sér hrökkbrauð sem er alls ekkert verra en annað.“Gigtarlyfið óþarfi Halla segir að á Keto sé enginn svindldagur í boði. Þörfin fyrir því hverfur með tímanum. Halla hefur verið með gigt í mörg ár. „Eftir að ég byrjaði á þessu mataræði gjörbreyttist líðan mín. Ég bara trúði því ekki hvað var að gerast með mig fyrstu vikurnar. Ég hef verið að taka gigtarlyf síðan 2012 og eftir að ég byrjaði á þessu mataræði fór ég bara að gleyma að taka þessi lyf. Ég ákvað síðan að hætta að taka lyfin og hefur það gengið mjög vel,“ segir Halla en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira