Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Stefán Árni Pálsson skrifar 25. janúar 2019 11:30 Halla fær enga þörf fyrir svindldögum eftir að hún byrjaði á Keto. Mataræðið Keto hefur notið gríðarlega vinsælda um allan heim og einnig hér á landi síðustu ár. En þetta mataræði er einnig umdeilt. Hér á landi hefur til dæmis Keto bókin eftir Gunnar Má Sigfússon einkaþjálfara og heilsugúru slegið í gegn og námskeiðin hans eru mjög vinsæl. Og einnig hefur Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti verið með vinsæl Keto námskeið ásamt sínum vinsælu Ljómandi námskeiðum sem alltaf er uppselt á. En á þessu fæði má ekki borða neitt hveiti eða pasta eða brauð og engan sykur en aftur á móti má borða kjöt, fisk, róma, smjör, beikon og fleira í þeim dúr. Í síðustu viku fór Vala Matt í heimsókn til Þorbjargar til þess að heyra útá hvað þetta gengi og í þætti kvöldsins hittir Vala hana Höllu Gunnarsdóttur sem er búin að vera á Keto mataræðinu í tæpt ár og hefur hún lést um tuttugu kíló og er nú laus við öll gigtarlyfin sín, en hún er með vefjagigt sem hefur hrjáð hana í mörg ár. Halla hefur fylgt prógrammi einkaþjálfarans Gunnars Más og fylgt uppskriftum bóka hans og segir sitt líf allt annað eftir að hún fór á þetta mataræði.Ætlaði niður um eina fatastærð „Mig langaði að létta mig og það var alveg ástæða númer eitt fyrir því að ég fór á þetta mataræði,“ segir Halla sem lagði af stað í ferðlagið með það að markmiði að léttast um fimm kíló. „Mér fannst það frekar raunhæft fyrir mig. Bara ein fatastærð, það væri svolítið gott. Ég skrái mig síðan í 21 dags Keto námskeið hjá Gunnari Má og það var bara ótrúlega spennandi. Maður fékk pósta frá honum á hverjum einasta degi í 21 dag. Þetta var ótrúlega gaman.“ Halla segir að í framhaldinu hafi kílóin byrjað að fjúka af henni. „Ég fór algjörlega eftir þessu prógrammi hjá honum, algjörlega. Þegar ég hafði verið á þessu í fjórar viku, þá fór ég að fasta 17/7. Þá borða ég ekkert frá sjö á kvöldin til tólf að hádegi daginn eftir. Þá fóru hlutirnir heldur betur að ganga vel og kílóin flugu af mér.“ Hún segir að það hafi virkað vel á sig að borða engan morgunmat. „Á þessum er maður ekki að detta niður í sykurfall og fá þessa nartþörf. Það eina sem ég sakna er að geta ekki farið út í Krónuna eða Bónus og geta ekki keypt mér hrökkbrauð, ég elska öll hrökkbrauð. Það er auðvelt að leysa það með því að fara í bækurnar hans Gunna og baka sér hrökkbrauð sem er alls ekkert verra en annað.“Gigtarlyfið óþarfi Halla segir að á Keto sé enginn svindldagur í boði. Þörfin fyrir því hverfur með tímanum. Halla hefur verið með gigt í mörg ár. „Eftir að ég byrjaði á þessu mataræði gjörbreyttist líðan mín. Ég bara trúði því ekki hvað var að gerast með mig fyrstu vikurnar. Ég hef verið að taka gigtarlyf síðan 2012 og eftir að ég byrjaði á þessu mataræði fór ég bara að gleyma að taka þessi lyf. Ég ákvað síðan að hætta að taka lyfin og hefur það gengið mjög vel,“ segir Halla en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Mataræðið Keto hefur notið gríðarlega vinsælda um allan heim og einnig hér á landi síðustu ár. En þetta mataræði er einnig umdeilt. Hér á landi hefur til dæmis Keto bókin eftir Gunnar Má Sigfússon einkaþjálfara og heilsugúru slegið í gegn og námskeiðin hans eru mjög vinsæl. Og einnig hefur Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti verið með vinsæl Keto námskeið ásamt sínum vinsælu Ljómandi námskeiðum sem alltaf er uppselt á. En á þessu fæði má ekki borða neitt hveiti eða pasta eða brauð og engan sykur en aftur á móti má borða kjöt, fisk, róma, smjör, beikon og fleira í þeim dúr. Í síðustu viku fór Vala Matt í heimsókn til Þorbjargar til þess að heyra útá hvað þetta gengi og í þætti kvöldsins hittir Vala hana Höllu Gunnarsdóttur sem er búin að vera á Keto mataræðinu í tæpt ár og hefur hún lést um tuttugu kíló og er nú laus við öll gigtarlyfin sín, en hún er með vefjagigt sem hefur hrjáð hana í mörg ár. Halla hefur fylgt prógrammi einkaþjálfarans Gunnars Más og fylgt uppskriftum bóka hans og segir sitt líf allt annað eftir að hún fór á þetta mataræði.Ætlaði niður um eina fatastærð „Mig langaði að létta mig og það var alveg ástæða númer eitt fyrir því að ég fór á þetta mataræði,“ segir Halla sem lagði af stað í ferðlagið með það að markmiði að léttast um fimm kíló. „Mér fannst það frekar raunhæft fyrir mig. Bara ein fatastærð, það væri svolítið gott. Ég skrái mig síðan í 21 dags Keto námskeið hjá Gunnari Má og það var bara ótrúlega spennandi. Maður fékk pósta frá honum á hverjum einasta degi í 21 dag. Þetta var ótrúlega gaman.“ Halla segir að í framhaldinu hafi kílóin byrjað að fjúka af henni. „Ég fór algjörlega eftir þessu prógrammi hjá honum, algjörlega. Þegar ég hafði verið á þessu í fjórar viku, þá fór ég að fasta 17/7. Þá borða ég ekkert frá sjö á kvöldin til tólf að hádegi daginn eftir. Þá fóru hlutirnir heldur betur að ganga vel og kílóin flugu af mér.“ Hún segir að það hafi virkað vel á sig að borða engan morgunmat. „Á þessum er maður ekki að detta niður í sykurfall og fá þessa nartþörf. Það eina sem ég sakna er að geta ekki farið út í Krónuna eða Bónus og geta ekki keypt mér hrökkbrauð, ég elska öll hrökkbrauð. Það er auðvelt að leysa það með því að fara í bækurnar hans Gunna og baka sér hrökkbrauð sem er alls ekkert verra en annað.“Gigtarlyfið óþarfi Halla segir að á Keto sé enginn svindldagur í boði. Þörfin fyrir því hverfur með tímanum. Halla hefur verið með gigt í mörg ár. „Eftir að ég byrjaði á þessu mataræði gjörbreyttist líðan mín. Ég bara trúði því ekki hvað var að gerast með mig fyrstu vikurnar. Ég hef verið að taka gigtarlyf síðan 2012 og eftir að ég byrjaði á þessu mataræði fór ég bara að gleyma að taka þessi lyf. Ég ákvað síðan að hætta að taka lyfin og hefur það gengið mjög vel,“ segir Halla en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning