Allskonar ábyrgð María Bjarnadóttir skrifar 25. janúar 2019 07:00 Samfélagið er fullt af fólki sem er að axla allskonar ábyrgð alla daga. Koma börnunum í skólann og mæta á réttum tíma í vinnuna. Borga reikninga og þvo bílinn. Sum ábyrgð er flókin, þung og erfið; önnur er dásamleg blessun. Stundum er hún svo hversdagsleg að enginn tekur eftir henni eða því að það sé verið að axla hana. Það vekur þó oft athygli þegar fólk sem ber ábyrgð rífur hana af öxlum sér með öskrum og látum. Þetta á sérstaklega við þegar viðkomandi gegnir trúnaðarstörfum gagnvart almenningi. Til viðbótar við venjulegu ábyrgðina sem fylgir mannlegu samfélagi er ábyrgð stjórnmálafólks svipuð því sem gildir um ríkisvaldið; þrígreind. Siðferðileg, pólitísk og lagaleg ábyrgð. Rétt eins og með greinar ríkisvaldsins er góð regla að skýra mörkin á milli þeirra þriggja. Siðferðileg ábyrgð þarf ekki að kalla á lagalega ábyrgð og pólitíska ábyrgð er hægt að axla án þess að virkja hinar. Ein þarf ekki að þýða allar. Nokkrir þingmenn sem lentu í vandræðum með eigin axlastöðu nýlega hefðu betur áttað sig á þessu. Í stað þess að viðurkenna greinarmuninn á ábyrgð sem þeir geta hugsað sér að axla og þeirri sem 90% þjóðarinnar telja þá eiga að axla, keppast þeir við að benda á ábyrgð allra nema sjálfra sín og telja sig lausa við alla ábyrgð af stöðu sem þeir hafa þó skapað sjálfir. Vissulega er metnaðarfullt að þeir hafa valið að beita blandaðri aðferð við þetta. Þeir nota ekki aðeins hina klassísku smjörklípuaðferð, heldur hafa þeir einnig reynt að klína lagalegri ábyrgð á annað fólk. Samhliða grafa þeir svo undan lýðræðislegum ferlum sem þeir hafa samþykkt sjálfir. Satt best að segja virðist þetta ekki sérstaklega ábyrgt. Það er þó ekki víst að þetta klikki hjá þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Samfélagið er fullt af fólki sem er að axla allskonar ábyrgð alla daga. Koma börnunum í skólann og mæta á réttum tíma í vinnuna. Borga reikninga og þvo bílinn. Sum ábyrgð er flókin, þung og erfið; önnur er dásamleg blessun. Stundum er hún svo hversdagsleg að enginn tekur eftir henni eða því að það sé verið að axla hana. Það vekur þó oft athygli þegar fólk sem ber ábyrgð rífur hana af öxlum sér með öskrum og látum. Þetta á sérstaklega við þegar viðkomandi gegnir trúnaðarstörfum gagnvart almenningi. Til viðbótar við venjulegu ábyrgðina sem fylgir mannlegu samfélagi er ábyrgð stjórnmálafólks svipuð því sem gildir um ríkisvaldið; þrígreind. Siðferðileg, pólitísk og lagaleg ábyrgð. Rétt eins og með greinar ríkisvaldsins er góð regla að skýra mörkin á milli þeirra þriggja. Siðferðileg ábyrgð þarf ekki að kalla á lagalega ábyrgð og pólitíska ábyrgð er hægt að axla án þess að virkja hinar. Ein þarf ekki að þýða allar. Nokkrir þingmenn sem lentu í vandræðum með eigin axlastöðu nýlega hefðu betur áttað sig á þessu. Í stað þess að viðurkenna greinarmuninn á ábyrgð sem þeir geta hugsað sér að axla og þeirri sem 90% þjóðarinnar telja þá eiga að axla, keppast þeir við að benda á ábyrgð allra nema sjálfra sín og telja sig lausa við alla ábyrgð af stöðu sem þeir hafa þó skapað sjálfir. Vissulega er metnaðarfullt að þeir hafa valið að beita blandaðri aðferð við þetta. Þeir nota ekki aðeins hina klassísku smjörklípuaðferð, heldur hafa þeir einnig reynt að klína lagalegri ábyrgð á annað fólk. Samhliða grafa þeir svo undan lýðræðislegum ferlum sem þeir hafa samþykkt sjálfir. Satt best að segja virðist þetta ekki sérstaklega ábyrgt. Það er þó ekki víst að þetta klikki hjá þeim.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar