Enski boltinn

Biðlar til breskra yfirvalda að halda áfram að leita að bróður sínum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Borði fyrir utan leikvang Cardiff.
Borði fyrir utan leikvang Cardiff. vísir/getty
Systir Emiliano Sala sem er talinn hafa farist í flugslysi yfir Ermasundi biðlar til breska yfirvalda að halda áfram leitinni að bróður hennar og flugmanninum sem flaug Sala.

Lögreglan tilkynnti í gær að leitin væri nú hætt en bæði hafði verið leitað mánudag og þriðjudag. Ekkert hafi fundist og engar vísbendingar sem benda til hvarf flugvélarinnar.

Sjá einnig:Hætta leit að vél Emiliano Sala

„Geriði það, ekki hætta að leita. Við berum virðingu fyrir framlagi ykkar en geriði það, ekki hætta að leita,“ voru fyrstu viðbrögð systur Sala og hún hélt áfram:

„Ég veit í hjarta mínu að Emiliano er baráttumaður og hann og flugmaðurinn eru einhversstaðir þarna. Þeir eru ekki að fara gefast upp svo geriði það, ekki hætta að leita.“

Björgunarlið hefur leitað á um 4.400 ferkílómetra svæði á sjó og landi, meðal annars á og í kringum eyjarnar Burhou, Casquets og Alderney. Ekkert hefur fundist og því hefur leitinni verið hætt en svæðið afar stórt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×