Enski boltinn

Mínútuþögn til minningar um Sala og flugmanninn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Minningar um Sala fyrir utan leikvöll Cardiff.
Minningar um Sala fyrir utan leikvöll Cardiff. vísir/getty
Mínútuþögn verður fyrir leikina í næstu viku í ensku úrvalsdeildinni til minningar um leikmann Cardiff, Emiliano Sala.

Sala er talinn hafa farist er flugvél með honum og flugmanninum David Ibbotson týndist yfir Ermasundi. Leit hjálparaðila hefur engan árangur borið og í gær var leitt hætt.

Salah skrifaði undir samning við Cardiff í janúarglugganum þar sem hann varð samherji Arons Einars Gunnarssonar en hann kom frá Nantes í Frakklandi.

Þrátt fyrir mikla leit hefur leitin engu skilað þar sem flugvélin er talinn hafa farist og úrvalsdeildin hefur því ákveðið að þeirra verður minnst með einnar mínútu þögn í úrvalsdeildinni í næstu viku.

Leikið er í enska bikarnum um helgina en Cardiff er úr leik svo þeir leika ekki um helgina. Næsti leikur Cardiff er gegn Arsenal á þriðjudaginn á heimavelli áður en liðið spilar við Bournemouth um næstu helgi á heimavelli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×