20 hugmyndir fyrir bóndann Björk Eiðsdóttir skrifar 24. janúar 2019 11:30 Ýmislegt er hægt að gera sér til dundurs á Bóndadaginn. Getty/Peopleimages Bóndadagurinn er á morgun og þá gleðja unnustur og eiginkonur sína menn með ýmsum hætti. Fréttablaðið fór á stúfana og skoðaði hvað er í boði fyrir kröfuharða menn og einnig þá sem vilja frekar eitthvað lítið og voðalega krúttlegt. Bjór Bjórmenning íslendinga er orðin mun þroskaðri og margir kaupa sér bjór til að njóta. Í dag hefst sala á þorrabjór en ÁTVR áætlar að vera með 14 tegundir í boði. Hví ekki að skella sér í ÁTVR og kaupa nokkrar góðar tegundir fyrir bóndann. Vín Sumir eru ekkert fyrir bjór en gott rauðvín skorar hátt. Það er líka hægt að drekka vín og njóta. Það má. Þungt og gott rauðvín getur gert kraftaverk á ísköldu kósíkvöldi. Brennivín Dæmigerður þorramatur samanstendur m.a. af súrsuðum hrútspungum, súrum hval, sviðum, sviðasultu, harðfiski, hangikjöti, laufabrauði og hákarli. Jólabrennivínið frá Ölgerðinni er dásamlegt og passar með öllum þorramat. Bíókort Það er hægt að fá bíókort hjá flestum kvikmyndahúsum. Nú eru Óskarsmyndirnar að rúlla hægt og bítandi um hvíta tjaldið. Hver veit. Kannski býður hann með sér. Áskrift að Stöð 2 sport Enski boltinn hefur sjaldan verið meira spennandi. Meistaradeildin er handan við hornið. Olís-deildirnar í handbolta og Domino’s-deildirnar sömuleiðis. Superbowl og svona mætti lengi telja. Kostar alveg helling en hann verður þakklátur. Það er gefið. Mynd Það þarf ekkert að kosta pening. Stelstu til að prenta út í vinnunni fallega mynd sem þú átt í símanum þínum á a4 pappír og kauptu ramma í Ikea. Netflix Vertu búin að ákveða mynd eða þátt. Ekki eyða kvöldinu í að leita. Miðar á viðburð Á miði.is og tix.is er endalaust úrval. Helgi Björns, Queen og Jóhanna Guðrún í tónlistinni. Mið-Ísland, Sóli Hólm og Jimmy Carr í gríninu og svona mætti lengi telja. Sundkort Vanmetin snilld. Húðflúr Það er lengi hægt að mála sig fallegum litum. Það er enginn að tala um heila ermi eða ljón á bringuna. Bara lítið en fallegt. Skeggolía Þarfaþing hjá loðnum. Post it skilaboð Karlmenn eru margir mjúkir. Margir karlmenn vilja að konurnar þeirra séu smá rómantískar. Kaffibrúsi Alla karlmenn vantar góðan kaffibrúsa. Það er alltaf til staður fyrir kaffibrúsa. Kerti Þetta þarf ekki að vera flókið. Kveiktu á fullt af kertum og gerðu svolítið kósí í kringum ykkur. Hjúfrið ykkur hvort að öðru og lesið saman, horfið saman eða njótið þess bara að vera í saman. Ljóð Allir Íslendingar elska góða íslensku og ljóðlist hefur fylgt okkur frá upphafi. Gott ljóð er snilld og slæmt ljóð er fyndið. Prófaðu skáldkonuna í þér. Komdu heim með ís Ef þú ert gersneydd hugmyndum má alltaf koma heim með lítra af ís og heita súkkulaðisósu. Það er ekkert betra, hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust. Dekur Það má líka bara henda gamla stirða líkamanum í smá dekur. Svunta Áhugakokkar eiga væntanlega svuntu en það má lengi bæta á sig blómum. Falleg leðursvunta er nánast stofustáss. Veiðin Skot- eða stangveiðimenn vilja alltaf eiga meira. Þeir þiggja glaðir nýjan kíki, nýja flugu, nýjar leirdúfur. Kíkið upp í Hlað uppi á Höfða og njótið. Vasaúr Það eru margir í vestum yfir skyrtunni á þorrablótum og það er töff að vera með vasaúr. Kostar ekkert sérstaklega mikið en bætir lúkkið um heilan helling. Tímamót Bóndadagur Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Bóndadagurinn er á morgun og þá gleðja unnustur og eiginkonur sína menn með ýmsum hætti. Fréttablaðið fór á stúfana og skoðaði hvað er í boði fyrir kröfuharða menn og einnig þá sem vilja frekar eitthvað lítið og voðalega krúttlegt. Bjór Bjórmenning íslendinga er orðin mun þroskaðri og margir kaupa sér bjór til að njóta. Í dag hefst sala á þorrabjór en ÁTVR áætlar að vera með 14 tegundir í boði. Hví ekki að skella sér í ÁTVR og kaupa nokkrar góðar tegundir fyrir bóndann. Vín Sumir eru ekkert fyrir bjór en gott rauðvín skorar hátt. Það er líka hægt að drekka vín og njóta. Það má. Þungt og gott rauðvín getur gert kraftaverk á ísköldu kósíkvöldi. Brennivín Dæmigerður þorramatur samanstendur m.a. af súrsuðum hrútspungum, súrum hval, sviðum, sviðasultu, harðfiski, hangikjöti, laufabrauði og hákarli. Jólabrennivínið frá Ölgerðinni er dásamlegt og passar með öllum þorramat. Bíókort Það er hægt að fá bíókort hjá flestum kvikmyndahúsum. Nú eru Óskarsmyndirnar að rúlla hægt og bítandi um hvíta tjaldið. Hver veit. Kannski býður hann með sér. Áskrift að Stöð 2 sport Enski boltinn hefur sjaldan verið meira spennandi. Meistaradeildin er handan við hornið. Olís-deildirnar í handbolta og Domino’s-deildirnar sömuleiðis. Superbowl og svona mætti lengi telja. Kostar alveg helling en hann verður þakklátur. Það er gefið. Mynd Það þarf ekkert að kosta pening. Stelstu til að prenta út í vinnunni fallega mynd sem þú átt í símanum þínum á a4 pappír og kauptu ramma í Ikea. Netflix Vertu búin að ákveða mynd eða þátt. Ekki eyða kvöldinu í að leita. Miðar á viðburð Á miði.is og tix.is er endalaust úrval. Helgi Björns, Queen og Jóhanna Guðrún í tónlistinni. Mið-Ísland, Sóli Hólm og Jimmy Carr í gríninu og svona mætti lengi telja. Sundkort Vanmetin snilld. Húðflúr Það er lengi hægt að mála sig fallegum litum. Það er enginn að tala um heila ermi eða ljón á bringuna. Bara lítið en fallegt. Skeggolía Þarfaþing hjá loðnum. Post it skilaboð Karlmenn eru margir mjúkir. Margir karlmenn vilja að konurnar þeirra séu smá rómantískar. Kaffibrúsi Alla karlmenn vantar góðan kaffibrúsa. Það er alltaf til staður fyrir kaffibrúsa. Kerti Þetta þarf ekki að vera flókið. Kveiktu á fullt af kertum og gerðu svolítið kósí í kringum ykkur. Hjúfrið ykkur hvort að öðru og lesið saman, horfið saman eða njótið þess bara að vera í saman. Ljóð Allir Íslendingar elska góða íslensku og ljóðlist hefur fylgt okkur frá upphafi. Gott ljóð er snilld og slæmt ljóð er fyndið. Prófaðu skáldkonuna í þér. Komdu heim með ís Ef þú ert gersneydd hugmyndum má alltaf koma heim með lítra af ís og heita súkkulaðisósu. Það er ekkert betra, hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust. Dekur Það má líka bara henda gamla stirða líkamanum í smá dekur. Svunta Áhugakokkar eiga væntanlega svuntu en það má lengi bæta á sig blómum. Falleg leðursvunta er nánast stofustáss. Veiðin Skot- eða stangveiðimenn vilja alltaf eiga meira. Þeir þiggja glaðir nýjan kíki, nýja flugu, nýjar leirdúfur. Kíkið upp í Hlað uppi á Höfða og njótið. Vasaúr Það eru margir í vestum yfir skyrtunni á þorrablótum og það er töff að vera með vasaúr. Kostar ekkert sérstaklega mikið en bætir lúkkið um heilan helling.
Tímamót Bóndadagur Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira