Átakshópur leggur til að borgarlínu og framkvæmdum við stofnbrautir verði flýtt Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2019 18:45 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, voru formenn átakshópsins. vísir/vilhelm Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. Þá verði framkvæmdum við stofnbrautir umhverfis höfuðborgarsvæðið hraðað miðað við það sem gert sé ráð fyrir í samgönguáætlun. Tillögum átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum sem kynntar voru í gær hefur verið vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins og þær taldar líklegar til að liðka fyrir samningum nái þær fram að ganga. Þar er meðal annars lagt til að sveitarfélög verði skylduð til að ráðstafa fimm prósentum af byggingarmagni í félagslegt leiguhúsnæði sem þau sinni sjálf eða í samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög. Þá taki uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága mið af ýmsum þörfum fjölskyldna með hliðsjón af aðgengi að skilvirkum almenningssamgöngum, atvinnu- og skólasókn og öryggi samgöngumannvirkja. Uppbyggingu borgarlínu verði hraðar í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu og vaxtarsvæðum á næstu árum. Framkvæmdum á stofnbrautum umhverfis höfuðborgarsvæðið samkvæmt samgönguáætlun verði hraðað. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, annar formanna átakshópsins, segir mikilvægt að auðvelda óhagnaðardrifnum byggingarfélögum að byggja húsnæði þannig að markmiðið um að leiga verði að jafnaði ekki hærri en 25 prósent af tekjum.Hvers vegna leggið þið svona mikla áherslu á samgöngurnar í þessu samhengi?„Við búum lang flest hér á suðvesturhorninu en höfuðborgin er vissulega að stækka. Við sjáum að það eru möguleikar fyrir fólk til að búa í jöðrunum og í sveitarfélögunum hér í kring. Geta keypt þar íbúðarhúsnæði á hagstæðu verði eða hagkvæmu verði. En það er enginn ávinningur ef það þarf síðan að sækja alla atvinnu inn í höfuðborgina og samgöngukostnaður er mjög hár,” segir Anna Guðmunda. Þá verði tekinn verði upp sérstakur samgöngupassi fyrir námsmenn og leigjendur undir tekju- og eignamörkum almenna húsnæðiskerfisins sem gildi fyrir höfuðborgarsvæðið og vaxtarsvæði umhverfis það. Borgarlína Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12 Forsætisráðherra segir tillögur átakshóps dýrmætan vegvísi Í tillögunum er meðal annars að finna hugmyndir um óhagnaðardrifið leigufélag aðila vinnumarkaðarins og leiðir fyrir sveitarfélög að flýta skipulagsferli sínu. 22. janúar 2019 18:27 Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. Þá verði framkvæmdum við stofnbrautir umhverfis höfuðborgarsvæðið hraðað miðað við það sem gert sé ráð fyrir í samgönguáætlun. Tillögum átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum sem kynntar voru í gær hefur verið vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins og þær taldar líklegar til að liðka fyrir samningum nái þær fram að ganga. Þar er meðal annars lagt til að sveitarfélög verði skylduð til að ráðstafa fimm prósentum af byggingarmagni í félagslegt leiguhúsnæði sem þau sinni sjálf eða í samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög. Þá taki uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága mið af ýmsum þörfum fjölskyldna með hliðsjón af aðgengi að skilvirkum almenningssamgöngum, atvinnu- og skólasókn og öryggi samgöngumannvirkja. Uppbyggingu borgarlínu verði hraðar í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu og vaxtarsvæðum á næstu árum. Framkvæmdum á stofnbrautum umhverfis höfuðborgarsvæðið samkvæmt samgönguáætlun verði hraðað. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, annar formanna átakshópsins, segir mikilvægt að auðvelda óhagnaðardrifnum byggingarfélögum að byggja húsnæði þannig að markmiðið um að leiga verði að jafnaði ekki hærri en 25 prósent af tekjum.Hvers vegna leggið þið svona mikla áherslu á samgöngurnar í þessu samhengi?„Við búum lang flest hér á suðvesturhorninu en höfuðborgin er vissulega að stækka. Við sjáum að það eru möguleikar fyrir fólk til að búa í jöðrunum og í sveitarfélögunum hér í kring. Geta keypt þar íbúðarhúsnæði á hagstæðu verði eða hagkvæmu verði. En það er enginn ávinningur ef það þarf síðan að sækja alla atvinnu inn í höfuðborgina og samgöngukostnaður er mjög hár,” segir Anna Guðmunda. Þá verði tekinn verði upp sérstakur samgöngupassi fyrir námsmenn og leigjendur undir tekju- og eignamörkum almenna húsnæðiskerfisins sem gildi fyrir höfuðborgarsvæðið og vaxtarsvæði umhverfis það.
Borgarlína Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12 Forsætisráðherra segir tillögur átakshóps dýrmætan vegvísi Í tillögunum er meðal annars að finna hugmyndir um óhagnaðardrifið leigufélag aðila vinnumarkaðarins og leiðir fyrir sveitarfélög að flýta skipulagsferli sínu. 22. janúar 2019 18:27 Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12
Forsætisráðherra segir tillögur átakshóps dýrmætan vegvísi Í tillögunum er meðal annars að finna hugmyndir um óhagnaðardrifið leigufélag aðila vinnumarkaðarins og leiðir fyrir sveitarfélög að flýta skipulagsferli sínu. 22. janúar 2019 18:27
Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09