Hælisleitandi á tólfta degi hungurverkfalls: „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. janúar 2019 19:00 Íranskur hælisleitandi, sem er bæði andlega og líkamlega veikur, er nú á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist ekki fá nauðsynlega læknisaðstoð. Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri en áfallateymi rauðakrossinn var kallað út þrisvar sinnum oftar á síðastliðnu ári miðað við árið á undan. Mohsen Parnian, hælisleitenda fráÍran, dvelur hér í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi. Hann sótti um hæli hér á landi fyrir um sex mánuðum en hann flúði heimalandið vegna pólitískra ofsókna. Mohsen er á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist vera að mótamæla því að hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð. „Ég er með mjög slæma gyllinægð. Ég er með mjög mikla verki og það blæðir mikið og ég verð að komast í aðgerð,“ segir Mohsen en hann á erfitt með að ganga vegna verkja. Þá glími hann við andleg veikindi en hann segist ekki fá þau lyf sem hann vantar. „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða. Svo get ég ekki borðað því ef ég borða þarf ég að gera þarfir mínar og það er hræðilega vont,“ segir Mohsen.Áshildur Linnet, verkefnastjóri Rauða krossinsRauði krossinn með áhyggjur af manninum Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum er Mohsen metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur. Vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. Því þurfi að fara fram sérstakt mat á mikilvægi þjónustunnar sem Útlendingastofnun lætur framkvæma en það ferli geti tekið langan tíma. „Starfsmenn útlendingastofnunar hafa verið að reyna þoka þessum heilbrigðismálum hans áfram og það tekur langan tíma og það er auðvitaðþað sem reynist honum mjög þungbært. Hann auðvitað er sárþjáður alla daga og við höfum alltaf áhyggjur af þvíþegar skjólstæðingar okkar eru komnir í svona mikiðöngstræti og grípur til örþrifaráða eins og íþessu tilfelli,“ segir Áshildur Linnet, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri Þá segir hún að geðheilbrigðismál í hæliskerfinu hafi aldrei verið eins þung eins og nú. „Við sjáum aukin einkenni alvarlegrar depurðar og sjálfskaðandi hegðunar var meira áberandi árið 2018 heldur en hefur veriðáður og áfallahjálparteymi rauða krossins var kallað mun oftar út en verið hefur,“ segir Áshildur en formleg útköll eymisins voru 26 í fyrra en aðeins 9 áriðáður. „Við erum að fá meira af fólki frá stríðshrjáðum svæðum og meira af fólki sem hefur orðið fyrir miklum áföllum á sinni flóttamannaleið,“ segir Áshildur Linnet. Flóttamenn Heilbrigðismál Hælisleitendur Íran Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Íranskur hælisleitandi, sem er bæði andlega og líkamlega veikur, er nú á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist ekki fá nauðsynlega læknisaðstoð. Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri en áfallateymi rauðakrossinn var kallað út þrisvar sinnum oftar á síðastliðnu ári miðað við árið á undan. Mohsen Parnian, hælisleitenda fráÍran, dvelur hér í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi. Hann sótti um hæli hér á landi fyrir um sex mánuðum en hann flúði heimalandið vegna pólitískra ofsókna. Mohsen er á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist vera að mótamæla því að hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð. „Ég er með mjög slæma gyllinægð. Ég er með mjög mikla verki og það blæðir mikið og ég verð að komast í aðgerð,“ segir Mohsen en hann á erfitt með að ganga vegna verkja. Þá glími hann við andleg veikindi en hann segist ekki fá þau lyf sem hann vantar. „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða. Svo get ég ekki borðað því ef ég borða þarf ég að gera þarfir mínar og það er hræðilega vont,“ segir Mohsen.Áshildur Linnet, verkefnastjóri Rauða krossinsRauði krossinn með áhyggjur af manninum Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum er Mohsen metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur. Vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. Því þurfi að fara fram sérstakt mat á mikilvægi þjónustunnar sem Útlendingastofnun lætur framkvæma en það ferli geti tekið langan tíma. „Starfsmenn útlendingastofnunar hafa verið að reyna þoka þessum heilbrigðismálum hans áfram og það tekur langan tíma og það er auðvitaðþað sem reynist honum mjög þungbært. Hann auðvitað er sárþjáður alla daga og við höfum alltaf áhyggjur af þvíþegar skjólstæðingar okkar eru komnir í svona mikiðöngstræti og grípur til örþrifaráða eins og íþessu tilfelli,“ segir Áshildur Linnet, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri Þá segir hún að geðheilbrigðismál í hæliskerfinu hafi aldrei verið eins þung eins og nú. „Við sjáum aukin einkenni alvarlegrar depurðar og sjálfskaðandi hegðunar var meira áberandi árið 2018 heldur en hefur veriðáður og áfallahjálparteymi rauða krossins var kallað mun oftar út en verið hefur,“ segir Áshildur en formleg útköll eymisins voru 26 í fyrra en aðeins 9 áriðáður. „Við erum að fá meira af fólki frá stríðshrjáðum svæðum og meira af fólki sem hefur orðið fyrir miklum áföllum á sinni flóttamannaleið,“ segir Áshildur Linnet.
Flóttamenn Heilbrigðismál Hælisleitendur Íran Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira