Serena Williams fékk fjögur tækifæri til að vinna en er úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2019 09:30 Karolina Pliskova trúir því varla að hún hafi unnið Serenu Williams. Getty/TPN Serena Williams er úr leik á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir tap á móti hinni tékknesku Karolina Pliskova í nótt. Serena Williams fékk fjögur tækifæri til að vinna eitt stig í viðbót og þar með því leikinn en tókst ekki. Karolina Pliskova hélt sér á lífi og vann síðan á endanum 7-5 í úrslitasettinu. „Hún spilaði bara ótrúlega vel á úrslitastundu í leiknum,“ sagði Serena Williams. Karolina Pliskova vann sex síðustu stigin í leiknum og fór því að vera 5-1 undir í lokasettinu í það að vinna 7-5 og komast áfram í átta manna úrslitin. „Ég nýtti mín tækifæri,“ sagði Karolina Pliskova.Karolina Pliskova on coming back from 1-5 down and saving four match points: "It's the best comeback ever so far in my life."#AusOpenpic.twitter.com/Dke1kwf9Nb — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019Karolina Pliskova var einu sinn efst á heimslistanum þannig að hún er enginn viðvaningur. Hún mætir nú hinni japönsku Naomi Osaka í undanúrslitunum. Marga dreymdi um leik á milli Naomi Osaka og Serenu Williams en þegar þær mættust síðast þá vann Naomi Osaka Serenu í úrslitaleiknum á Opna bandaríska mótinu. Serenu hraunaði yfir dómarann, sakaði hann um þjófnað og stal algjörlega sviðsljósinu af nýkrýndum meistara. Af þeim leik verður ekki núna."My ankle is fine, maybe I'll feel it tomorrow. I think she played incredible on match points, just hitting lines. I didn't call the trainer out because I didn't feel I needed it." - @serenawilliams#AusOpenpic.twitter.com/9yfHbLWIUy — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019Serena Williams er að elta 24. sigur sinn á risamóti en með því myndi hún jafna metið. Hún þarf að bíða lengur eftir því en Serena er orðin 37 ára gömul. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast þær Petra Kvitová frá Tékklandi og Danielle Collins frá Bandaríkjunum.The moment you realise you've beaten a 7-time #AOChampion & reached your first #AusOpen SF.@KaPliskovapic.twitter.com/d9j8hWGee8 — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019A champion departs. We hope to see you again @serenawilliams#AusOpenpic.twitter.com/cmWQlOdIGb — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019 Tennis Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Sjá meira
Serena Williams er úr leik á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir tap á móti hinni tékknesku Karolina Pliskova í nótt. Serena Williams fékk fjögur tækifæri til að vinna eitt stig í viðbót og þar með því leikinn en tókst ekki. Karolina Pliskova hélt sér á lífi og vann síðan á endanum 7-5 í úrslitasettinu. „Hún spilaði bara ótrúlega vel á úrslitastundu í leiknum,“ sagði Serena Williams. Karolina Pliskova vann sex síðustu stigin í leiknum og fór því að vera 5-1 undir í lokasettinu í það að vinna 7-5 og komast áfram í átta manna úrslitin. „Ég nýtti mín tækifæri,“ sagði Karolina Pliskova.Karolina Pliskova on coming back from 1-5 down and saving four match points: "It's the best comeback ever so far in my life."#AusOpenpic.twitter.com/Dke1kwf9Nb — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019Karolina Pliskova var einu sinn efst á heimslistanum þannig að hún er enginn viðvaningur. Hún mætir nú hinni japönsku Naomi Osaka í undanúrslitunum. Marga dreymdi um leik á milli Naomi Osaka og Serenu Williams en þegar þær mættust síðast þá vann Naomi Osaka Serenu í úrslitaleiknum á Opna bandaríska mótinu. Serenu hraunaði yfir dómarann, sakaði hann um þjófnað og stal algjörlega sviðsljósinu af nýkrýndum meistara. Af þeim leik verður ekki núna."My ankle is fine, maybe I'll feel it tomorrow. I think she played incredible on match points, just hitting lines. I didn't call the trainer out because I didn't feel I needed it." - @serenawilliams#AusOpenpic.twitter.com/9yfHbLWIUy — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019Serena Williams er að elta 24. sigur sinn á risamóti en með því myndi hún jafna metið. Hún þarf að bíða lengur eftir því en Serena er orðin 37 ára gömul. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast þær Petra Kvitová frá Tékklandi og Danielle Collins frá Bandaríkjunum.The moment you realise you've beaten a 7-time #AOChampion & reached your first #AusOpen SF.@KaPliskovapic.twitter.com/d9j8hWGee8 — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019A champion departs. We hope to see you again @serenawilliams#AusOpenpic.twitter.com/cmWQlOdIGb — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019
Tennis Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Sjá meira