Menningarhús á Seltjarnarnesi Kristinn E. Hrafnsson og Kristján S. Jónsson skrifar 23. janúar 2019 07:30 Sala eða leiga Seltjarnarnesbæjar á svokölluðu Lækningaminjasafni vestast á Nesinu lýsir uppgjöf við að leysa jákvætt samfélagslegt úrlausnarefni sem snúið hefur verið upp í fjárhagslegt vandamál. Það má hins vegar vel leggja fram sjónarmið um að þetta sé fjárhagslegt smámál í samanburði við menningarlegt mikilvægi þess. Í pólitískri framsetningu málsins er fullyrt að byggingarkostnaður sé of mikill fyrir bæjarfélagið og aldrei fjallað um það í stærra samhengi. Yfirlit um fjármála- og byggingarsögu Lækningaminjasafnsins er aðgengilegt í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2014, en í henni er samandregin niðurstaða málsins þessi í uppreiknuðum tölum: Áætlaður byggingarkostnaður árið 2007 var 648 millj.kr. og samtals höfðu um 306 millj.kr. verið lagðar í húsið þegar framkvæmdir voru stöðvaðar. Seltjarnarnesbær lagði út helming byggingarkostnaðar, en átti skv. samkomulagi að greiða hann að fullu. Hinn helminginn greiddu ríkið og læknafélögin sem stóðu að safninu. Árið 2009 var verkefnið kostnaðarmetið að nýju og fór þá áætlunin í um 992 millj.kr. og framkvæmdir voru stöðvaðar. Bærinn sagði sig frá samningnum í árslok 2012 og lagði safnið niður. Lagt er til í skýrslunni að ríkið krefjist endurgreiðslu á stofnframlaginu. Fram hefur komið hjá bæjaryfirvöldum að þessi krafa (92 millj.kr.) og áætlaður byggingarkostnaður við að klára húsið, sé bæjarfélaginu ofviða og því sé húsið til sölu. Verði þessi reikningur hins vegar gerður upp eignast bærinn húsið á 246 millj.kr. í núverandi ástandi. Endurmatið á byggingarkostnaðinum miðaðist við safnabyggingu fyrir Lækningaminjasafnið og því er óviðeigandi að ræða þá tölu frekar. Húsið var í upphafi einnig ætlað undir aðra menningartengda starfsemi Seltjarnarnesbæjar og það atriði teljum við ekki síður mikilvægt í dag en þegar lagt var upp í þennan leiðangur. Með því að leggja niður Lækningaminjasafnið var bærinn ekki endilega að kasta frá sér möguleikanum á að nýta húsið fyrir eigin menningarstarfsemi. Samanburður á Seltjarnarnesi við önnur sveitarfélög á landinu í menningarlegum efnum er allt að því ósanngjarn. Bókasafn, sýningarsalur og tónlistarskóli eru rekin líkt og í mörgum öðrum sveitarfélögum og í skipuriti bæjarins er starfandi sviðsstjóri menningarsviðs. Bærinn á vísi að listasafni og hann hefur sína eigin menningarstefnu. Seltjarnarnes er ellefta stærsta bæjarfélag á landinu og til samanburðar má taka Ísafjörð (15. sæti). Í þeim ágæta bæ er auk þess sem hér var talið rekið Safnahús (4 söfn eru í húsinu) og Edinborgarhúsið með listaskóla, leikhúsi, sýningarsal, upplýsingamiðstöð og veitingahúsi. Bæði þessi sveitarfélög styrkja bæjarlistamenn á hverju ári. Menningarhúsin á Ísafirði skila mun meiru til samfélagsins en hægt er að mæla í krónum og aurum. Til frekari áréttingar má nefna Menningarhúsið Berg á Dalvík (23. sæti), en menningartengd starfsemi er víða helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi sveitarfélaga.Kristján S. JónssonÞað er í þessum anda sem við viljum leggja fram hugmynd um menningarmiðstöð á Seltjarnarnesi. Lækningaminjasafnið er 1.363 m2 á stærð á gríðarstórri lóð. Það er hannað sem sveigjanleg skrifstofu- og safnabygging og rými eru stór, flest súlulaus og lofthæð rífleg. Á jarðhæð (937 m2) teljum við auðvelt að koma fyrir bókasafni, sýningarsal fyrir myndlist, tónleika- og ráðstefnusal fyrir um 250 sitjandi gesti og veitingahúsi. Öll þessi starfsemi hefur til ráðstöfunar geymslur, tæknirými og sérsýningarrými í kjallara (425 m2). Samrekstur þessara eininga er hagkvæmur og tekjumöguleikar hússins ættu að vera nokkrir. Að okkar mati ætti sveitarfélagið að kortleggja málið nákvæmlega; gera úttekt á stöðu menningarmála á Nesinu, gera þarfagreiningu fyrir þær stofnanir sem koma til greina í húsið og reikna út kostnað og ávinning af samnýtingu. Að þessu fengnu væri arkitektum hússins falið að endurhanna innviði þess með tilliti til framkominna þarfa og að síðustu að kostnaðarmeta pakkann. Þetta á að vera forgangsmál og að niðurstöðu fenginni gætu stjórnmálamenn og bæjarbúar rætt hugmyndina og tekið til hennar afstöðu. Mikilvægur þáttur í ásýnd og nýtingu svona húss er tengsl þess við náttúru og mannlíf. Menningarhús í útjaðri byggðarinnar vestast á Nesinu fellur vel að skipulagi, en samkvæmt aðalskipulagi er Nesið vestan byggðar helgað menningu, útivist og náttúruskoðun, enda stór hluti þessa svæðis friðlönd og/eða á náttúru- og menningarminjaskrá. Það verður ekki á betra kosið. Það er að okkar mati órökrétt og villandi að kasta fram einhverjum tölum um kostnað við að klára húsið út frá fyrri hugmyndum um notkun þess. Þeir fjármunir sem leggja þarf fram til að klára dæmið eru líklega smáaurar miðað við þann ávinning sem hafa má af svona verkefni. Uppgjör við ríkið getur varla verið þvílíkur biti að menn kjósi frekar að henda frá sér gullnu tækifæri til að efla mannlíf á Nesinu. Hér er lögð fram hugmynd til að komast nær veruleikanum hvað kostnað varðar, en okkur kæmi ekki á óvart þó þetta borgaði sig til framtíðar, ef einhverjum væri huggun í því. Það á öllum að vera ljóst að samfélag þarf að leggja eitthvað til sjálfs sín ef einhver á að lifa í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Sala eða leiga Seltjarnarnesbæjar á svokölluðu Lækningaminjasafni vestast á Nesinu lýsir uppgjöf við að leysa jákvætt samfélagslegt úrlausnarefni sem snúið hefur verið upp í fjárhagslegt vandamál. Það má hins vegar vel leggja fram sjónarmið um að þetta sé fjárhagslegt smámál í samanburði við menningarlegt mikilvægi þess. Í pólitískri framsetningu málsins er fullyrt að byggingarkostnaður sé of mikill fyrir bæjarfélagið og aldrei fjallað um það í stærra samhengi. Yfirlit um fjármála- og byggingarsögu Lækningaminjasafnsins er aðgengilegt í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2014, en í henni er samandregin niðurstaða málsins þessi í uppreiknuðum tölum: Áætlaður byggingarkostnaður árið 2007 var 648 millj.kr. og samtals höfðu um 306 millj.kr. verið lagðar í húsið þegar framkvæmdir voru stöðvaðar. Seltjarnarnesbær lagði út helming byggingarkostnaðar, en átti skv. samkomulagi að greiða hann að fullu. Hinn helminginn greiddu ríkið og læknafélögin sem stóðu að safninu. Árið 2009 var verkefnið kostnaðarmetið að nýju og fór þá áætlunin í um 992 millj.kr. og framkvæmdir voru stöðvaðar. Bærinn sagði sig frá samningnum í árslok 2012 og lagði safnið niður. Lagt er til í skýrslunni að ríkið krefjist endurgreiðslu á stofnframlaginu. Fram hefur komið hjá bæjaryfirvöldum að þessi krafa (92 millj.kr.) og áætlaður byggingarkostnaður við að klára húsið, sé bæjarfélaginu ofviða og því sé húsið til sölu. Verði þessi reikningur hins vegar gerður upp eignast bærinn húsið á 246 millj.kr. í núverandi ástandi. Endurmatið á byggingarkostnaðinum miðaðist við safnabyggingu fyrir Lækningaminjasafnið og því er óviðeigandi að ræða þá tölu frekar. Húsið var í upphafi einnig ætlað undir aðra menningartengda starfsemi Seltjarnarnesbæjar og það atriði teljum við ekki síður mikilvægt í dag en þegar lagt var upp í þennan leiðangur. Með því að leggja niður Lækningaminjasafnið var bærinn ekki endilega að kasta frá sér möguleikanum á að nýta húsið fyrir eigin menningarstarfsemi. Samanburður á Seltjarnarnesi við önnur sveitarfélög á landinu í menningarlegum efnum er allt að því ósanngjarn. Bókasafn, sýningarsalur og tónlistarskóli eru rekin líkt og í mörgum öðrum sveitarfélögum og í skipuriti bæjarins er starfandi sviðsstjóri menningarsviðs. Bærinn á vísi að listasafni og hann hefur sína eigin menningarstefnu. Seltjarnarnes er ellefta stærsta bæjarfélag á landinu og til samanburðar má taka Ísafjörð (15. sæti). Í þeim ágæta bæ er auk þess sem hér var talið rekið Safnahús (4 söfn eru í húsinu) og Edinborgarhúsið með listaskóla, leikhúsi, sýningarsal, upplýsingamiðstöð og veitingahúsi. Bæði þessi sveitarfélög styrkja bæjarlistamenn á hverju ári. Menningarhúsin á Ísafirði skila mun meiru til samfélagsins en hægt er að mæla í krónum og aurum. Til frekari áréttingar má nefna Menningarhúsið Berg á Dalvík (23. sæti), en menningartengd starfsemi er víða helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi sveitarfélaga.Kristján S. JónssonÞað er í þessum anda sem við viljum leggja fram hugmynd um menningarmiðstöð á Seltjarnarnesi. Lækningaminjasafnið er 1.363 m2 á stærð á gríðarstórri lóð. Það er hannað sem sveigjanleg skrifstofu- og safnabygging og rými eru stór, flest súlulaus og lofthæð rífleg. Á jarðhæð (937 m2) teljum við auðvelt að koma fyrir bókasafni, sýningarsal fyrir myndlist, tónleika- og ráðstefnusal fyrir um 250 sitjandi gesti og veitingahúsi. Öll þessi starfsemi hefur til ráðstöfunar geymslur, tæknirými og sérsýningarrými í kjallara (425 m2). Samrekstur þessara eininga er hagkvæmur og tekjumöguleikar hússins ættu að vera nokkrir. Að okkar mati ætti sveitarfélagið að kortleggja málið nákvæmlega; gera úttekt á stöðu menningarmála á Nesinu, gera þarfagreiningu fyrir þær stofnanir sem koma til greina í húsið og reikna út kostnað og ávinning af samnýtingu. Að þessu fengnu væri arkitektum hússins falið að endurhanna innviði þess með tilliti til framkominna þarfa og að síðustu að kostnaðarmeta pakkann. Þetta á að vera forgangsmál og að niðurstöðu fenginni gætu stjórnmálamenn og bæjarbúar rætt hugmyndina og tekið til hennar afstöðu. Mikilvægur þáttur í ásýnd og nýtingu svona húss er tengsl þess við náttúru og mannlíf. Menningarhús í útjaðri byggðarinnar vestast á Nesinu fellur vel að skipulagi, en samkvæmt aðalskipulagi er Nesið vestan byggðar helgað menningu, útivist og náttúruskoðun, enda stór hluti þessa svæðis friðlönd og/eða á náttúru- og menningarminjaskrá. Það verður ekki á betra kosið. Það er að okkar mati órökrétt og villandi að kasta fram einhverjum tölum um kostnað við að klára húsið út frá fyrri hugmyndum um notkun þess. Þeir fjármunir sem leggja þarf fram til að klára dæmið eru líklega smáaurar miðað við þann ávinning sem hafa má af svona verkefni. Uppgjör við ríkið getur varla verið þvílíkur biti að menn kjósi frekar að henda frá sér gullnu tækifæri til að efla mannlíf á Nesinu. Hér er lögð fram hugmynd til að komast nær veruleikanum hvað kostnað varðar, en okkur kæmi ekki á óvart þó þetta borgaði sig til framtíðar, ef einhverjum væri huggun í því. Það á öllum að vera ljóst að samfélag þarf að leggja eitthvað til sjálfs sín ef einhver á að lifa í því.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar