Hlutabréfamarkaðurinn sem missti af hagsveiflunni Tryggvi Tryggvason skrifar 23. janúar 2019 08:00 Hlutabréfavísitala Kauphallar Íslands (OMX8GI) hefur lækkað undanfarin þrjú ár. Það er sjaldgæft að hlutabréfamarkaðir lækki yfir svo langt tímabil. Það sem vekur einnig athygli er að það gerist á sama tíma og hagvöxtur hefur verið mikill á Íslandi og erlendir hlutabréfamarkaðir hafa hækkað. Hlutabréfavísitalan hækkaði 50% árið 2015. Einkum var það hækkun á gengi Icelandair sem orsakaði þessa miklu hækkun vísitölunnar. Miklar væntingar voru bundnar við áframhaldandi vöxt skráðra fyrirtækja. Eftir á að hyggja má segja að markaðurinn hafi farið fram úr sér og væntingar verið of miklar. Fleiri ástæður eru fyrir því að íslenskur hlutabréfamarkaður hefur átt undir högg að sækja. Mikil óvissa hefur verið í kringum flugrekstur á Íslandi með ófyrirséðum afleiðingum á efnahag landsins auk þess sem óvissa er um kjarasamninga. Vegna þessa hefur áhættuálag á hlutabréf aukist. Nú er hins vegar svo komið að mörg félög á markaði eru undirverðlögð sé tekið mið af greiningum markaðsaðila. Á einhverjum tímapunkti mun hagstæð verðlagning vekja áhuga fjárfesta. Þrátt fyrir að vísitalan hafi lækkað, hefur gengi einstakra félaga verið mjög mismunandi. Það sem skýrir lækkun vísitölunnar undanfarin ár er einkum lækkun á Icelandair. Árið 2016 var Icelandair eitt verðmætasta félagið í kauphöllinni en síðan þá hefur félagið lækkað um 75%. Í heildina dugði hækkun annarra fyrirtækja í vísitölunni ekki til að vinna upp lækkun á gengi Icelandair. Þótt hagvöxtur hafi verið mikill undanfarin ár hefur hann einkum verið drifinn áfram af verðmætasköpun vegna aukningar ferðamanna til landsins. Samhliða hafa laun hækkað mikið og verðbólga verið lág, sem hefur leitt til aukins kaupmáttar. Aukinn hagvöxtur hefur skilað sér í fjölgun starfa en ekki að sama skapi í bættri afkomu fyrirtækja. Afkoma fyrirtækja hefur verið undir þrýstingi undanfarin ár. Fyrirtæki í smásölu og flugrekstri hafa fengið aukna samkeppni frá erlendum aðilum, sem hefur bitnað á afkomu þeirra. Þetta hefur sett svip á markaðinn. Innkoma Costco hafði meðal annars mikil áhrif á afkomu Haga og óþarfi er að fjalla frekar um aukna samkeppni í flugrekstri og áhrifin á Icelandair. Fyrirtækin hafa hins vegar brugðist við samkeppninni með hagræðingu til að bæta afkomuna. Síðustu kjarasamningar voru dýrir fyrir atvinnulífið. Það má velta upp þeirri spurningu hvort launþegar hafi notið góðs af góðærinu umfram hluthafa undanfarin ár. Eftir á að hyggja hafa breytingar á gjaldeyrishöftum haft meiri áhrif á markaðinn en fjárfestar gerðu ráð fyrir í fyrstu. Með breytingunum opnaðist á ný fyrir fjárfestingar erlendis og fjárfestar hafa aukið erlendar fjárfestingar til muna, enda uppsöfnuð þörf til staðar. Þannig hafa lífeyrissjóðirnir fjárfest erlendis árlega yfir eitt hundrað milljarða. Þrátt fyrir aukinn áhuga erlendra aðila á innlendum hlutabréfamarkaði hefur sá áhugi ekki dugað til að fylla upp í minnkandi eftirspurn innlendra aðila. Frekar lítið hefur verið um nýskráningar hlutabréfa undanfarin ár. Nokkur félög hafa bæst í hópinn, svo sem Heimavellir, Skeljungur og Arion banki. Hins vegar eru enn of fá fyrirtæki á hlutabréfamarkaðnum. Fjölga þyrfti spennandi fjárfestingarkostum og stækka markaðinn. Sala og skráning ríkisbankanna myndi efla hlutabréfamarkaðinn og mögulega laða að fleiri fjárfesta. Ekki er ólíklegt að hlutabréfamarkaðurinn taki aftur við sér ef samið verður á vinnumarkaði á skynsamlegum nótum og væntingar um efnahagshorfur standist. Erlendir aðilar hafa aukið fjárfestingar á markaðnum og innlendir fjársterkir aðilar aukið fjárfestingar í einstökum fyrirtækjum. Það er hins vegar áhyggjuefni að almennir fjárfestar hafa dregið úr þátttöku sinni á markaðnum. Auka þarf áhuga almennings á innlendum hlutabréfum sem sparnaðarformi. Ein leið til þess er að skoða skattalegan hvata. Enn fremur er nauðsynlegt að fjölga enn frekar fjárfestum með ólík viðhorf á markaðnum til að auka virkni hans. Huga mætti að eflingu afleiðumarkaðar. Afnám gjaldeyrishafta að fullu mun auðvelda aðgang erlendra fjárfesta að markaðnum. Áhugi erlendra aðila kann að aukast ef skráð fyrirtæki á Íslandi verða hluti af erlendum vísitölum. Nýverið var tilkynnt ákvörðun vísitölufyrirtækisins FTSE að skráð fyrirtæki í Nasdaq Iceland verði gjaldgeng í vísitölumengi þess og verður áhugavert að fylgjast með framvindu þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Hlutabréfavísitala Kauphallar Íslands (OMX8GI) hefur lækkað undanfarin þrjú ár. Það er sjaldgæft að hlutabréfamarkaðir lækki yfir svo langt tímabil. Það sem vekur einnig athygli er að það gerist á sama tíma og hagvöxtur hefur verið mikill á Íslandi og erlendir hlutabréfamarkaðir hafa hækkað. Hlutabréfavísitalan hækkaði 50% árið 2015. Einkum var það hækkun á gengi Icelandair sem orsakaði þessa miklu hækkun vísitölunnar. Miklar væntingar voru bundnar við áframhaldandi vöxt skráðra fyrirtækja. Eftir á að hyggja má segja að markaðurinn hafi farið fram úr sér og væntingar verið of miklar. Fleiri ástæður eru fyrir því að íslenskur hlutabréfamarkaður hefur átt undir högg að sækja. Mikil óvissa hefur verið í kringum flugrekstur á Íslandi með ófyrirséðum afleiðingum á efnahag landsins auk þess sem óvissa er um kjarasamninga. Vegna þessa hefur áhættuálag á hlutabréf aukist. Nú er hins vegar svo komið að mörg félög á markaði eru undirverðlögð sé tekið mið af greiningum markaðsaðila. Á einhverjum tímapunkti mun hagstæð verðlagning vekja áhuga fjárfesta. Þrátt fyrir að vísitalan hafi lækkað, hefur gengi einstakra félaga verið mjög mismunandi. Það sem skýrir lækkun vísitölunnar undanfarin ár er einkum lækkun á Icelandair. Árið 2016 var Icelandair eitt verðmætasta félagið í kauphöllinni en síðan þá hefur félagið lækkað um 75%. Í heildina dugði hækkun annarra fyrirtækja í vísitölunni ekki til að vinna upp lækkun á gengi Icelandair. Þótt hagvöxtur hafi verið mikill undanfarin ár hefur hann einkum verið drifinn áfram af verðmætasköpun vegna aukningar ferðamanna til landsins. Samhliða hafa laun hækkað mikið og verðbólga verið lág, sem hefur leitt til aukins kaupmáttar. Aukinn hagvöxtur hefur skilað sér í fjölgun starfa en ekki að sama skapi í bættri afkomu fyrirtækja. Afkoma fyrirtækja hefur verið undir þrýstingi undanfarin ár. Fyrirtæki í smásölu og flugrekstri hafa fengið aukna samkeppni frá erlendum aðilum, sem hefur bitnað á afkomu þeirra. Þetta hefur sett svip á markaðinn. Innkoma Costco hafði meðal annars mikil áhrif á afkomu Haga og óþarfi er að fjalla frekar um aukna samkeppni í flugrekstri og áhrifin á Icelandair. Fyrirtækin hafa hins vegar brugðist við samkeppninni með hagræðingu til að bæta afkomuna. Síðustu kjarasamningar voru dýrir fyrir atvinnulífið. Það má velta upp þeirri spurningu hvort launþegar hafi notið góðs af góðærinu umfram hluthafa undanfarin ár. Eftir á að hyggja hafa breytingar á gjaldeyrishöftum haft meiri áhrif á markaðinn en fjárfestar gerðu ráð fyrir í fyrstu. Með breytingunum opnaðist á ný fyrir fjárfestingar erlendis og fjárfestar hafa aukið erlendar fjárfestingar til muna, enda uppsöfnuð þörf til staðar. Þannig hafa lífeyrissjóðirnir fjárfest erlendis árlega yfir eitt hundrað milljarða. Þrátt fyrir aukinn áhuga erlendra aðila á innlendum hlutabréfamarkaði hefur sá áhugi ekki dugað til að fylla upp í minnkandi eftirspurn innlendra aðila. Frekar lítið hefur verið um nýskráningar hlutabréfa undanfarin ár. Nokkur félög hafa bæst í hópinn, svo sem Heimavellir, Skeljungur og Arion banki. Hins vegar eru enn of fá fyrirtæki á hlutabréfamarkaðnum. Fjölga þyrfti spennandi fjárfestingarkostum og stækka markaðinn. Sala og skráning ríkisbankanna myndi efla hlutabréfamarkaðinn og mögulega laða að fleiri fjárfesta. Ekki er ólíklegt að hlutabréfamarkaðurinn taki aftur við sér ef samið verður á vinnumarkaði á skynsamlegum nótum og væntingar um efnahagshorfur standist. Erlendir aðilar hafa aukið fjárfestingar á markaðnum og innlendir fjársterkir aðilar aukið fjárfestingar í einstökum fyrirtækjum. Það er hins vegar áhyggjuefni að almennir fjárfestar hafa dregið úr þátttöku sinni á markaðnum. Auka þarf áhuga almennings á innlendum hlutabréfum sem sparnaðarformi. Ein leið til þess er að skoða skattalegan hvata. Enn fremur er nauðsynlegt að fjölga enn frekar fjárfestum með ólík viðhorf á markaðnum til að auka virkni hans. Huga mætti að eflingu afleiðumarkaðar. Afnám gjaldeyrishafta að fullu mun auðvelda aðgang erlendra fjárfesta að markaðnum. Áhugi erlendra aðila kann að aukast ef skráð fyrirtæki á Íslandi verða hluti af erlendum vísitölum. Nýverið var tilkynnt ákvörðun vísitölufyrirtækisins FTSE að skráð fyrirtæki í Nasdaq Iceland verði gjaldgeng í vísitölumengi þess og verður áhugavert að fylgjast með framvindu þess.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar