Lækkar hagvaxtarspána fyrir 2019 Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. janúar 2019 07:45 Gita Gopinath, aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Nordicphotos/Getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við því á mánudag að harðnandi viðskiptadeilur á milli ríkja gætu grafið undan hagvexti í heimshagkerfinu. Sjóðurinn hefur lækkað hagvaxtarspá sína og gerir nú ráð fyrir heimshagvexti upp á 3,5 prósent í ár en fyrri spá í október síðastliðnum gerði ráð fyrir 3,7 prósenta hagvexti. Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er jafnframt varað við hættunni af því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið án nokkurs útgöngusamnings. „Vaxandi líkur“ séu á því að það verði niðurstaðan. Sjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði 1,5 prósent í Bretlandi á þessu og næsta ári en tekur hins vegar fram að mikil óvissa ríki um spána. Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína, með tilheyrandi refsitollum á báða bóga, er ein ástæða þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækkaði hagvaxtarspá sína. Þá býst sjóðurinn auk þess við því að áfram muni hægja á vexti kínverska hagkerfisins og að hann muni nánar tiltekið nema 6,2 prósentum í ár og á næsta ári. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að kraftarnir sem hafi stuðlað að kröftugum heimshagvexti frá miðju ári 2017 hafi veikst hraðar undanfarið en áður hafði verið gert ráð fyrir. „Þó svo að þetta þýði ekki að við séum að horfa fram á mikla niðursveiflu, þá er mikilvægt að vera vakandi fyrir hættumerkjum,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við því á mánudag að harðnandi viðskiptadeilur á milli ríkja gætu grafið undan hagvexti í heimshagkerfinu. Sjóðurinn hefur lækkað hagvaxtarspá sína og gerir nú ráð fyrir heimshagvexti upp á 3,5 prósent í ár en fyrri spá í október síðastliðnum gerði ráð fyrir 3,7 prósenta hagvexti. Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er jafnframt varað við hættunni af því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið án nokkurs útgöngusamnings. „Vaxandi líkur“ séu á því að það verði niðurstaðan. Sjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði 1,5 prósent í Bretlandi á þessu og næsta ári en tekur hins vegar fram að mikil óvissa ríki um spána. Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína, með tilheyrandi refsitollum á báða bóga, er ein ástæða þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækkaði hagvaxtarspá sína. Þá býst sjóðurinn auk þess við því að áfram muni hægja á vexti kínverska hagkerfisins og að hann muni nánar tiltekið nema 6,2 prósentum í ár og á næsta ári. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að kraftarnir sem hafi stuðlað að kröftugum heimshagvexti frá miðju ári 2017 hafi veikst hraðar undanfarið en áður hafði verið gert ráð fyrir. „Þó svo að þetta þýði ekki að við séum að horfa fram á mikla niðursveiflu, þá er mikilvægt að vera vakandi fyrir hættumerkjum,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira