Telur hugsanlegt að fjöldi Íslendinga fái röng sýklalyf vegna ofnæmisskráningar Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2019 10:43 Benti Teitur á að fólk gæti leitað til heimilislæknis eftir ráðgjöf ef það er skráð með ofnæmi fyrir pensilíni. Vísir/Getty Teitur Guðmundsson læknir mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða pensilínofnæmi og að hugsanlega sé fjöldi Íslendinga greindur með ofnæmi fyrir þessu sýklalyfi að ósekju. Vitnaði Teitur í nýja grein sem birtist á vef bandaríska læknatímaritsins Jama þar sem kemur fram að um tíu prósent Bandaríkjamanna séu skráð með ofnæmi fyrir pensilíni en nýja rannsóknir bendi til að mikill meirihluti þeirra sem er skráður með ofnæmi fyrir sýklalyfinu sé í raun ekki með ofnæmi fyrir því. Teitur sagði að mögulega þessi grein benti til þess að líklega séu of margir skráðir með ofnæmi fyrir pensilíni. Það verði til þess að læknar gefi þessum sjúklingum sýklalyf sem geti valdið mun alvarlegri aukaverkunum og sjúklingar fari þá á mis við bestu mögulegu meðferð. Hann sagði að mögulega hafi einhver fengið ofnæmisviðbrögð í æsku við pensilíni. Sjúklingurinn hafi þá kvartað undan lítils háttar útbrotum, kláða eða óþægindum í meltingarvegi. Læknirinn skráði það sem ofnæmi og það sem eftir lifir ævinnar fær sjúklingurinn ekki pensilín heldur mun breiðvirkari sýklalyf sem geta haft verri aukaverkanir og aukið líkur á bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum.Sagði Teitur að ofnæmi vegna pensilíns geti verið lífshættulegt í verstu tilfellunum. Ef einhver hefur þó fundið fyrir minniháttar aukaverkunum, líkt og þeim sem taldar voru upp hér fyrir ofan, þá minnki líkurnar á að þær geri vart við sig einhverjum árum seinna og mögulega séu þeir sem skráðir voru með ofnæmi ekki í raun og veru með það. Benti Teitur á að hægt væri að framkvæma ofnæmispróf fyrir pensilíni og tryggja þannig að sjúklingar fái bestu mögulegu meðferðina. Sagði hann ábyrgð lækna mikla þegar kemur að ávísun sýklalyfja. Í Bandaríkjunum séu um 23 til 25 þúsund dauðsföll á ári rakin til ónæmra baktería og það þurfi að gera mikið átak til að koma í veg fyrir lækna séu ekki að ávísa sýklalyfjum þegar það á ekki við. Kostnaðurinn við ofnæmispróf sé einhver en þó smávægilegur miðað við þá vá sem stafar af ónæmum bakteríum. Teitur sagði að fólk gæti leitað til heimilislæknis eftir ráðgjöf í þessum efnum, það er að segja ef það hefur á einhverjum tímapunkti verið skráð með ofnæmi fyrir pensilíni. Hann sagði góða og gilda ástæðu fyrir því að læknar ávísi sýklalyfjum í ákveðið langan tíma, ýmist fimm, sjö eða tíu daga. Það er til að tryggja að bakteríurnar sem sýklalyfin eiga að uppræta séu allar dauðar. Það að hætta sýklalyfjakúr of snemma af því sjúklingnum líður betur getur valdið því að ekki tekst að drepa allar bakteríurnar og þær geti þannig þróað með sér ónæmi og skapað mun meiri vanda. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Teitur Guðmundsson læknir mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða pensilínofnæmi og að hugsanlega sé fjöldi Íslendinga greindur með ofnæmi fyrir þessu sýklalyfi að ósekju. Vitnaði Teitur í nýja grein sem birtist á vef bandaríska læknatímaritsins Jama þar sem kemur fram að um tíu prósent Bandaríkjamanna séu skráð með ofnæmi fyrir pensilíni en nýja rannsóknir bendi til að mikill meirihluti þeirra sem er skráður með ofnæmi fyrir sýklalyfinu sé í raun ekki með ofnæmi fyrir því. Teitur sagði að mögulega þessi grein benti til þess að líklega séu of margir skráðir með ofnæmi fyrir pensilíni. Það verði til þess að læknar gefi þessum sjúklingum sýklalyf sem geti valdið mun alvarlegri aukaverkunum og sjúklingar fari þá á mis við bestu mögulegu meðferð. Hann sagði að mögulega hafi einhver fengið ofnæmisviðbrögð í æsku við pensilíni. Sjúklingurinn hafi þá kvartað undan lítils háttar útbrotum, kláða eða óþægindum í meltingarvegi. Læknirinn skráði það sem ofnæmi og það sem eftir lifir ævinnar fær sjúklingurinn ekki pensilín heldur mun breiðvirkari sýklalyf sem geta haft verri aukaverkanir og aukið líkur á bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum.Sagði Teitur að ofnæmi vegna pensilíns geti verið lífshættulegt í verstu tilfellunum. Ef einhver hefur þó fundið fyrir minniháttar aukaverkunum, líkt og þeim sem taldar voru upp hér fyrir ofan, þá minnki líkurnar á að þær geri vart við sig einhverjum árum seinna og mögulega séu þeir sem skráðir voru með ofnæmi ekki í raun og veru með það. Benti Teitur á að hægt væri að framkvæma ofnæmispróf fyrir pensilíni og tryggja þannig að sjúklingar fái bestu mögulegu meðferðina. Sagði hann ábyrgð lækna mikla þegar kemur að ávísun sýklalyfja. Í Bandaríkjunum séu um 23 til 25 þúsund dauðsföll á ári rakin til ónæmra baktería og það þurfi að gera mikið átak til að koma í veg fyrir lækna séu ekki að ávísa sýklalyfjum þegar það á ekki við. Kostnaðurinn við ofnæmispróf sé einhver en þó smávægilegur miðað við þá vá sem stafar af ónæmum bakteríum. Teitur sagði að fólk gæti leitað til heimilislæknis eftir ráðgjöf í þessum efnum, það er að segja ef það hefur á einhverjum tímapunkti verið skráð með ofnæmi fyrir pensilíni. Hann sagði góða og gilda ástæðu fyrir því að læknar ávísi sýklalyfjum í ákveðið langan tíma, ýmist fimm, sjö eða tíu daga. Það er til að tryggja að bakteríurnar sem sýklalyfin eiga að uppræta séu allar dauðar. Það að hætta sýklalyfjakúr of snemma af því sjúklingnum líður betur getur valdið því að ekki tekst að drepa allar bakteríurnar og þær geti þannig þróað með sér ónæmi og skapað mun meiri vanda.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira