Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. Hún var handtekin að beiðni Bandaríkjanna þann 1. desember og berst hún nú gegn því að vera framseld til Bandaríkjanna þar sem talið er að hún sé grunuð um brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran og jafnvel fjársvik.
Talskona Utanríkisráðuneytis Kína segir framsalssamning Bandaríkjanna og Kanada brjóta á „öryggi, réttindum og hagsmunum“ kínverskra ríkisborgara. Réttarhöld standa nú yfir í Kanada um hvort framselja megi Meng.
Fregnir hafa borist af því að Bandaríkin ætli að sækja um framsal Meng með formlegum hætti en eftir að hún var handtekin hafa yfirvöld í Kína handtekið minnst tvo Kanadamenn í Kína. Þeir Michael Kovrig og Michael Spavor voru handteknir 10. desember.
Meng er nú í stofufangelsi í einu af húsum sínum í Vancouver á meðan Kovrig og Spavor sitja í fangelsi í Kína og hafa enn ekki fengið aðgang að lögfræðingum, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu

Tengdar fréttir

Segja þeirra versta ótta hafa orðið að veruleika með dauðadómnum
Fjölskylda Robert Lloyd Schellenberg, Kanadamanns sem dæmdur hefur verið til dauða í Kína fyrir fíkniefnasmygl, segir að þeirra versti ótti hafi orðið að veruleika með dómnum.

Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir
Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir.

Tveir Kanadamenn í haldi í Kína
Yfirvöld Kína hafa handtekið tvo Kanadamenn og saka þá um að ógna öryggi Kína.

Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína
Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember.