Hann skrifaði í dag undir tveggja og hálfs árs samning við Vålerenga.
Matthías segir á Instagram-síðu sinni að hann sé mjög ánægður að hafa samið við félagið og hann hafi strax orðið spenntur er tækifærið gafst.
Matthías er orðinn 31 árs gamall og hefur spilað um 200 leiki í norsku úrvalsdeildinni. Hann byrjaði hjá Start árið 2012 en þangað kom hann frá FH. Hann hefur spilað með Rosenborg frá árinu 2015 og safnað titlum með stórliðinu.
Matthías varð meistari með Rosenborg á síðustu leiktíð en Vålerenga hafnaði í sjötta sæti deildarinnar.
Very happy to have signed a contract with Vålerenga. When this opportunity came up I was very excited to take the challenge of helping this great club to improve I will do everything I can to help everyone and I can’t wait to play the first home game in front of our great supporters!!View this post on Instagram
A post shared by Matthias Vilhjalmsson (@mattivilla) on Jan 21, 2019 at 6:14am PST