Stúdentar mega ekki hafa það gott Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 07:00 Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. Meginmarkmið okkar með því verkefni var að efla stúdenta í hagsmunabaráttu sem varðar okkur öll, hvetja til lýðræðislegrar þátttöku, tengja stúdenta saman á vettvangi þar sem hægt er að rökræða málefni og forgangsraða þeim. Allt er þetta í þágu stúdenta með það að leiðarljósi að bæta háskólann og umhverfi okkar. Með þessu vonaðist Stúdentaráð sömuleiðis til að standa fyrir aðgengilegri hagsmunabaráttu. Verkefnið Ódýrara að lifa sem námsmaður var sigur úr býtum og næst kom Lánasjóðurinn okkar - raunverulegur stuðningur við nemendur. Þessi tvö málefni tengjast óneitanlega, þar sem takmörkuð framfærsla lánasjóðsins og skerðing frítekjumarksins hefur áhrif á lífsgæði okkar og því viljum við umhverfi þar sem er ódýrara að vera námsmaður, til dæmis með sérstökum afsláttum fyrir stúdenta. Stúdentaráð lagði því af stað í mikla undirbúningsvinnu. Ákveðið var að einblína á úthlutunarreglur Lánasjóðsins, þar sem þeim er breytt árlega og við höfum þar raunverulegt tækifæri til áhrifa. Leitast var eftir samstarfi við Landsamtök íslenskra stúdenta (LÍS) þar sem þetta er málefni sem snertir alla stúdenta Íslands. Herferðin er því farin fyrir hönd allra stúdenta Íslands undir formerkjum LÍS. Herferðin sem fer nú af stað snýst um að hækka frítekjumarkið, sem myndi valda minni skerðingu á framfærslu námsmanna, og því að framfærslan hækki. Þetta eru gífurlegir hagsmunir stúdenta sem eru að veði hér, þar sem raunverulegur fjárhagslegur stuðningur gerir stúdentum kleift að eyða tíma í lærdóm og menntun. Við skulum heldur ekki gleyma því að þetta eru lán, sem stúdentar þurfa að borga til baka. Það mætti halda að miðað við uppbyggingu sjóðsins að stúdentar megi ekki hafa það gott. Stúdentar mega ekki fá lán sem myndi raunverulega framfleyta þeim. Lán, sem er borgað til baka. Stúdentar þurfa að velja á milli þess að læra eða lifa. Það er kominn tími til breytinga. Fyrir hönd Stúdentaráðs, Elísabet Brynjarsdóttir Forseti StúdentaráðsÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. Meginmarkmið okkar með því verkefni var að efla stúdenta í hagsmunabaráttu sem varðar okkur öll, hvetja til lýðræðislegrar þátttöku, tengja stúdenta saman á vettvangi þar sem hægt er að rökræða málefni og forgangsraða þeim. Allt er þetta í þágu stúdenta með það að leiðarljósi að bæta háskólann og umhverfi okkar. Með þessu vonaðist Stúdentaráð sömuleiðis til að standa fyrir aðgengilegri hagsmunabaráttu. Verkefnið Ódýrara að lifa sem námsmaður var sigur úr býtum og næst kom Lánasjóðurinn okkar - raunverulegur stuðningur við nemendur. Þessi tvö málefni tengjast óneitanlega, þar sem takmörkuð framfærsla lánasjóðsins og skerðing frítekjumarksins hefur áhrif á lífsgæði okkar og því viljum við umhverfi þar sem er ódýrara að vera námsmaður, til dæmis með sérstökum afsláttum fyrir stúdenta. Stúdentaráð lagði því af stað í mikla undirbúningsvinnu. Ákveðið var að einblína á úthlutunarreglur Lánasjóðsins, þar sem þeim er breytt árlega og við höfum þar raunverulegt tækifæri til áhrifa. Leitast var eftir samstarfi við Landsamtök íslenskra stúdenta (LÍS) þar sem þetta er málefni sem snertir alla stúdenta Íslands. Herferðin er því farin fyrir hönd allra stúdenta Íslands undir formerkjum LÍS. Herferðin sem fer nú af stað snýst um að hækka frítekjumarkið, sem myndi valda minni skerðingu á framfærslu námsmanna, og því að framfærslan hækki. Þetta eru gífurlegir hagsmunir stúdenta sem eru að veði hér, þar sem raunverulegur fjárhagslegur stuðningur gerir stúdentum kleift að eyða tíma í lærdóm og menntun. Við skulum heldur ekki gleyma því að þetta eru lán, sem stúdentar þurfa að borga til baka. Það mætti halda að miðað við uppbyggingu sjóðsins að stúdentar megi ekki hafa það gott. Stúdentar mega ekki fá lán sem myndi raunverulega framfleyta þeim. Lán, sem er borgað til baka. Stúdentar þurfa að velja á milli þess að læra eða lifa. Það er kominn tími til breytinga. Fyrir hönd Stúdentaráðs, Elísabet Brynjarsdóttir Forseti StúdentaráðsÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar