Spice Girls bolir framleiddir í þrælakistu í Bangladess Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2019 22:44 Úr einni af fjölmörgum saumaverksmiðjum í Bangladess. Í verksmiðjum sem þessum vinnur fólk oft við afar kröpp jör við að framleiða varning fyrir vestrænan markað. KM Asad/Getty Bolir sem framleiddir voru undir merkjum bresku stúlknasveitarinnar Spice Girls voru framleiddir í verksmiðjum í Bangladess þar sem starfsfólk vann við afar slæmar aðstæður. Starfsmennirnir, sem flestir eru konur, segjast hafa verið áreittir og svívirtir af yfirmönnum sínum. Guardian greinir frá þessu. Bolirnir voru hluti af söfnunarátaki fyrir kynjajafnréttisherferð góðgerðasamtakanna Comic Relief. Á bolnum var áletrunin #IWannaBeASpiceGirl, en á íslensku myndi það útlistast sem #ÉgVilVeraKryddPía. Bolirnir voru seldir á tæp 20 bresk pund , eða um 3130 krónur og þar af runnu rúmlega 11 pund, eða um 1725 krónur til góðgerðasamtakanna. Starfsfólkinu sem framleiddi bolina í Bangladess voru hins vegar greidd lúsarlaun, eða 35 pence á tímann. Það eru um 54 íslenskar krónur. Í samtali við Guardian sagði einn starfsmanna verksmiðjunnar, sem er að hluta til í eigu ráðherra í ríkisstjórn Bangladess, að vinnuaðstæður væri hræðilegar. „Við fáum ekki nóg borgað og við vinnum við ómannúðlegar aðstæður.“Spice Girls, eða Kryddpíurnar eins og þær heita á okkar ástkæra ylhýra, eru ekki taldar hafa vitað að bolirnir væru framleiddir með þeim hætti sem raun ber vitni.Eamonn McCormack/GettyÓlíklegt að sveitin eða samtökin hafi vitað af málinu Ekkert bendir til þess að Spice Girls eða Comic Relief hafi vitað við hvaða aðstæður bolirnir voru framleiddir. Í yfirlýsingum beggja aðila sagði að bakgrunnur smásölufyrirtækisins Represent, sem sá um sölu bolanna í nafni Spice Girs, hafi verið kannaður og farið hafi fram úttekt á siðferðisstöðlum fyrirtækisins. Stuttu síðar hafi Represent skipt um framleiðanda án vitundar meðlima Spice Girls og forsvarsmanna Comic Relief. Fyrirtækið hefur gefið það út að það beri fulla ábyrgð á málinu og kveðst tilbúið að endurgreiða öllum þeim sem keypt hefðu boli af fyrirtækinu. Þá hafa Spice Girls hvatt fyrirtækið til þess að gefa allann ágóða af braskinu til góðgerðarfélaga sem berjast gegn vinnu við ómannúðlegar aðstæður í verksmiðjum eins og þeirri sem bolirnir voru framleiddir í. Interstoff Apparels, fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna sem framleiddi bolina, segist ætla að hefja rannsókn á málinu, þrátt fyrir að hafa einnig sagt að ásakanir um bág vinnuskilyrði séu „einfaldlega ekki sannar.“ Bangladess Bretland Tónlist Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Bolir sem framleiddir voru undir merkjum bresku stúlknasveitarinnar Spice Girls voru framleiddir í verksmiðjum í Bangladess þar sem starfsfólk vann við afar slæmar aðstæður. Starfsmennirnir, sem flestir eru konur, segjast hafa verið áreittir og svívirtir af yfirmönnum sínum. Guardian greinir frá þessu. Bolirnir voru hluti af söfnunarátaki fyrir kynjajafnréttisherferð góðgerðasamtakanna Comic Relief. Á bolnum var áletrunin #IWannaBeASpiceGirl, en á íslensku myndi það útlistast sem #ÉgVilVeraKryddPía. Bolirnir voru seldir á tæp 20 bresk pund , eða um 3130 krónur og þar af runnu rúmlega 11 pund, eða um 1725 krónur til góðgerðasamtakanna. Starfsfólkinu sem framleiddi bolina í Bangladess voru hins vegar greidd lúsarlaun, eða 35 pence á tímann. Það eru um 54 íslenskar krónur. Í samtali við Guardian sagði einn starfsmanna verksmiðjunnar, sem er að hluta til í eigu ráðherra í ríkisstjórn Bangladess, að vinnuaðstæður væri hræðilegar. „Við fáum ekki nóg borgað og við vinnum við ómannúðlegar aðstæður.“Spice Girls, eða Kryddpíurnar eins og þær heita á okkar ástkæra ylhýra, eru ekki taldar hafa vitað að bolirnir væru framleiddir með þeim hætti sem raun ber vitni.Eamonn McCormack/GettyÓlíklegt að sveitin eða samtökin hafi vitað af málinu Ekkert bendir til þess að Spice Girls eða Comic Relief hafi vitað við hvaða aðstæður bolirnir voru framleiddir. Í yfirlýsingum beggja aðila sagði að bakgrunnur smásölufyrirtækisins Represent, sem sá um sölu bolanna í nafni Spice Girs, hafi verið kannaður og farið hafi fram úttekt á siðferðisstöðlum fyrirtækisins. Stuttu síðar hafi Represent skipt um framleiðanda án vitundar meðlima Spice Girls og forsvarsmanna Comic Relief. Fyrirtækið hefur gefið það út að það beri fulla ábyrgð á málinu og kveðst tilbúið að endurgreiða öllum þeim sem keypt hefðu boli af fyrirtækinu. Þá hafa Spice Girls hvatt fyrirtækið til þess að gefa allann ágóða af braskinu til góðgerðarfélaga sem berjast gegn vinnu við ómannúðlegar aðstæður í verksmiðjum eins og þeirri sem bolirnir voru framleiddir í. Interstoff Apparels, fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna sem framleiddi bolina, segist ætla að hefja rannsókn á málinu, þrátt fyrir að hafa einnig sagt að ásakanir um bág vinnuskilyrði séu „einfaldlega ekki sannar.“
Bangladess Bretland Tónlist Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira