Klám Guðmundur Brynjólfsson skrifar 21. janúar 2019 07:00 Við getum ekki unað við þá firru að nekt sé í lagi. Því hver er ber? Auðvitað er ég stundum ber – en, ég er nóg, bæði að ummáli og ómynd. Svo er ég bara sjálfum mér ber. Einn. Aldrei í Seðlabankanum. Hinn alræmdi klámhundur Gunnlaugur Blöndal hefur nú verið settur í dýflissu. Eða öllu heldur málverk eftir hann. Í því svartholi er nóg pláss, verkið er geymt þar sem gullforði Íslendinga ætti að vera. Hugguleg manneskja gekk um ganga Seðlabanka Íslands og sá málverk eftir Gunnlaug Blöndal (örugglega bróður Audda Blöndal) og hún hugsaði, „ég er nóg – og mér er nóg boðið“ og hún fór fram á það að málverk af berum kvenmanni yrði fjarlægt úr musteri mammons. Er í því framhaldi rétt að minna á hið gamla spakmæli: „Þú skalt ekki aðra guði hafa.“ Gunnlaugur Blöndal málaði reyndar líka konur í fötum, en var þá ekki bara til þess að koma af stað saurugum hugsunum hjá okkar sem á horfðum, um það hvernig þær væru fatalausar? Svo voru konurnar gjarna að verka allsbera síld á þeim myndum – ellegar vaska kviknakinn flattan þorsk. Ég sá berstrípuð hross úti í haga í gær, þau misbuðu blygðunarkennd minni, þau voru nefnilega að ríða – sjálf altso. Mannlaus. Ég mun í framhaldinu hafa samband við sláturleyfishafa um land allt, en græt um leið að ekkert af komandi hrossakjöti getur farið í bjúgu – næg er nú tittlingadýrkunin. Seðlabanki Íslands hefur löngum verið hof kláms og hamslausrar frygðar. Eða hver kannast ekki við mánaðarlegar orgíur peningastefnunefndar og bersöglar frásagnir hennar af stýrivöxtum með stöðuga standpínu? En nú er Gunnlaugur Blöndal á braut. Það veit á gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Við getum ekki unað við þá firru að nekt sé í lagi. Því hver er ber? Auðvitað er ég stundum ber – en, ég er nóg, bæði að ummáli og ómynd. Svo er ég bara sjálfum mér ber. Einn. Aldrei í Seðlabankanum. Hinn alræmdi klámhundur Gunnlaugur Blöndal hefur nú verið settur í dýflissu. Eða öllu heldur málverk eftir hann. Í því svartholi er nóg pláss, verkið er geymt þar sem gullforði Íslendinga ætti að vera. Hugguleg manneskja gekk um ganga Seðlabanka Íslands og sá málverk eftir Gunnlaug Blöndal (örugglega bróður Audda Blöndal) og hún hugsaði, „ég er nóg – og mér er nóg boðið“ og hún fór fram á það að málverk af berum kvenmanni yrði fjarlægt úr musteri mammons. Er í því framhaldi rétt að minna á hið gamla spakmæli: „Þú skalt ekki aðra guði hafa.“ Gunnlaugur Blöndal málaði reyndar líka konur í fötum, en var þá ekki bara til þess að koma af stað saurugum hugsunum hjá okkar sem á horfðum, um það hvernig þær væru fatalausar? Svo voru konurnar gjarna að verka allsbera síld á þeim myndum – ellegar vaska kviknakinn flattan þorsk. Ég sá berstrípuð hross úti í haga í gær, þau misbuðu blygðunarkennd minni, þau voru nefnilega að ríða – sjálf altso. Mannlaus. Ég mun í framhaldinu hafa samband við sláturleyfishafa um land allt, en græt um leið að ekkert af komandi hrossakjöti getur farið í bjúgu – næg er nú tittlingadýrkunin. Seðlabanki Íslands hefur löngum verið hof kláms og hamslausrar frygðar. Eða hver kannast ekki við mánaðarlegar orgíur peningastefnunefndar og bersöglar frásagnir hennar af stýrivöxtum með stöðuga standpínu? En nú er Gunnlaugur Blöndal á braut. Það veit á gott.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun