Lögreglan telur að fíkniefnaframleiðsla og sala færi fram í húsinu og liggur grunur á því að kannabisolíu hafi verið blandað við Vape-vökvann og hann seldur þannig í ágóðaskyni.
Einnig var haldlagt nokkuð magn af örvandi efnum, sterum og fleiri vökvum í krukkum í húsinu. Þá var einnig lagt hald á ýmis mæliglös og önnur áhöld. Að sögn Lögreglu er málið nú í rannsókn.