Allt að sex vikna bið eftir sjúkraþjálfun Sighvatur Jónsson skrifar 20. janúar 2019 15:00 Talsmaður sjúkraþjálfara telur að nýlegar breytingar á greiðslufyrirkomulagi vegna sjúkraþjálfunar muni ekki hafa neinn sparnað í för með sér. Getty/laindiapiaroa Sjúkraþjálfarar reyna að bregðast við löngum biðlistum eftir sjúkraþjálfun en allt að sex vikna bið er eftir þjónustu, að sögn formanns Félags sjúkraþjálfara. Fréttastofa greindi frá því í upphafi árs að heilbrigðisráðherra hafi með reglugerð fækkað þeim skiptum sem fólk fær sjúkraþjálfun greidda í gegnum sjúkratryggingar um fjórðung, úr 20 skiptum í 15.Breytingin var gerð rúmu ári eftir að nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp sem sjúkraþjálfarar fögnuðu og hafði leitt til aukinnar spurnar eftir sjúkraþjálfun. Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að eftirspurnin sé enn mikil. „Við önnum ekki eftirspurninni þannig að það eru talsverðir biðlistar eftir þjónustunni. Reglugerðarbreytingin sem varð núna fyrir áramótin hefur engu breytt um það. Enda var hún í rauninni ekki til að hafa áhrif á það heldur tel ég að það hafi verið gert til að ná fram sparnaði. En einmitt út af þeirri eftirspurn sem er eftir þjónustunni þá tel ég að sparnaðaráhrif þessarar breytingar verði engin.“ Unnur bendir á að fyrir hvern þann skjólstæðing sem er útskrifaður er nýr tekinn inn, þannig að Sjúkratryggingar Íslands þurfi að borga sinn hluta eftir sem áður.Forskoðun og hóptímar meðal úrræða Unnur segir að sjúkraþjálfarar reyni ýmislegt til að anna fleirum. Meðal úrræða er að bjóða upp á forskoðunartíma þar sem fólki er bent á hvað það geti sjálft gert þangað til það kemst að hjá sjúkraþjálfara. Önnur leið er að bjóða fólki með svipuð vandamál upp á hóptíma. „Það að vera með mikið af hóptímum kallar á stærra húsnæði sem margar stofur hafa ekki. Flestar eru þær, ef ekki allar, fullmannaðar. Það er ekkert hægt að bæta við, það er ekki aðstaða til þess. Sjúkraþjálfarar hafa vissulega leitað leiða en það eru ennþá miklir biðlistar.“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að fólk þurfi að bíða í tvær til sex vikur eftir sjúkraþjálfun. Allt upp í þriggja mánaða bið sé eftir sérhæfðum sjúkraþjálfurum. Heilbrigðismál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Sjúkraþjálfarar reyna að bregðast við löngum biðlistum eftir sjúkraþjálfun en allt að sex vikna bið er eftir þjónustu, að sögn formanns Félags sjúkraþjálfara. Fréttastofa greindi frá því í upphafi árs að heilbrigðisráðherra hafi með reglugerð fækkað þeim skiptum sem fólk fær sjúkraþjálfun greidda í gegnum sjúkratryggingar um fjórðung, úr 20 skiptum í 15.Breytingin var gerð rúmu ári eftir að nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp sem sjúkraþjálfarar fögnuðu og hafði leitt til aukinnar spurnar eftir sjúkraþjálfun. Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að eftirspurnin sé enn mikil. „Við önnum ekki eftirspurninni þannig að það eru talsverðir biðlistar eftir þjónustunni. Reglugerðarbreytingin sem varð núna fyrir áramótin hefur engu breytt um það. Enda var hún í rauninni ekki til að hafa áhrif á það heldur tel ég að það hafi verið gert til að ná fram sparnaði. En einmitt út af þeirri eftirspurn sem er eftir þjónustunni þá tel ég að sparnaðaráhrif þessarar breytingar verði engin.“ Unnur bendir á að fyrir hvern þann skjólstæðing sem er útskrifaður er nýr tekinn inn, þannig að Sjúkratryggingar Íslands þurfi að borga sinn hluta eftir sem áður.Forskoðun og hóptímar meðal úrræða Unnur segir að sjúkraþjálfarar reyni ýmislegt til að anna fleirum. Meðal úrræða er að bjóða upp á forskoðunartíma þar sem fólki er bent á hvað það geti sjálft gert þangað til það kemst að hjá sjúkraþjálfara. Önnur leið er að bjóða fólki með svipuð vandamál upp á hóptíma. „Það að vera með mikið af hóptímum kallar á stærra húsnæði sem margar stofur hafa ekki. Flestar eru þær, ef ekki allar, fullmannaðar. Það er ekkert hægt að bæta við, það er ekki aðstaða til þess. Sjúkraþjálfarar hafa vissulega leitað leiða en það eru ennþá miklir biðlistar.“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að fólk þurfi að bíða í tvær til sex vikur eftir sjúkraþjálfun. Allt upp í þriggja mánaða bið sé eftir sérhæfðum sjúkraþjálfurum.
Heilbrigðismál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira